Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 7 sækja myndina, sem ég setti í veð, sag?5i hún. — Já, hm, einmitt, sagÖi hann með semingi. Hann tók seÖlahrúgu upp úr skúffu og’ fór að leita í honum. — Þér eruð frú Töge, er ekki svo? sagði hann er hann hafði tekið einn seðil- inn úr. Hún svaraði játandi og lagði fimm hundruð krónurnar á borðið. Hann taldi seðlana. — Þetta er liundrað krónum of lítið, frú, sagði liann og brosti. — Nei, sagði hún. — Þetta eru fimm hundruð. — En þér skuldið sex hundruð, frú Töge. Hann ýtti seðlinum til liennar og lét liana lesa það sem á honum stóð. Hún starði á hann. — Ætlið þér að heimta hundrað krónur í vexti? spurði hún. — Við tölum aldrei um vexti liér, frú. En eins og þér sjáið hafið þér skrifað undir að þér skuldið mér sex liundruð krónur. Þarna stóð hún. Hún átti ekki nema fáeinar krónur í buddunni, en liafði haldið að þær nægðu fyrir rentunum. Og þetta var aleiga hennar. Hún stóð um stund og horfði á Roth, liún fann til ógleði og það fór einhvers konar ólga iim liana alla. Svo tók hún fimm hundruð krónurnar og fór út án þess að segja orð. Hún sagði Birni frá lántökunni og för sinni til Roths um kvöldið þegar hann kom heim. Hún hafði ekki minnst á hann síðan forðum, sunnudaginn á sjúkrahúsinu. Björn virtist ekki verða neitt hissa á því sem hún sagði. Hann sagðist geta lagt fram þessar hundrað krónur sem vantaði. En hann ætlaði að koma með henni til Roths daginn eftir. Því að vera kynni að hann kæmi með nýjar kröfur. Snemma daginn eftir fóru þau til Roths. Þau urðu að bíða um stund í forstofunni áður en þeim var iileypi inn. Roth sat við skrifborðið og horfði á þau á víxl er þau komu inn. — Hvers óskið þér? spurði hann og leit á Björn. Móðirin varð fyrri til svars. — Hann kom með mér, þetta er sonur minn. Við erum komin til að leysa út myndina. Hún lagði sex hundruð krónur á borðið. En nú leit Roth á hana, ofur raunalega. — Þvi miður, sagði hann — þér komið of seint. í dag er myndin min eign. Hann rétti henni seðilinn og iét hana lesa á ný það sem hún iiafði skrifað undir. Fyrst starði hún á Roth. Og svo leit hún á Björn. Hún var hrædd um að eitthvað mundi gerast þarna — Björn var orðinn svo stór og sterkur. En Björn stóð kyrr, kuldalegur og róiegur. — En ég skal gera það sem ég get til samkomulags, sagði Roth. Ég skal selja yður myndina. — Og hvað á hún að kosta? spurði Björn. — Mja.......Myndir Severins Töge eru ekki ódýrar, eins og þér vitið. Ég gæti selt þessa fyrir nokkur þúsund krónur. En af þvi að svona stendur á ætla ég að vera mjög sanngjarn og iáta ykkur fá myndina fyrir 1200 krónur. Nú var hljótt á skrifstofunni um stund, en þá sagði Björn: — Ég ætla að benda yður á að þessi mynd er ekki „Friður" eftir Severin Töge, heldur léleg eftirmynd af henni. Móðirin leit til hans ávítunaraugum, hún ætlaði að segja eitthvað, en Björn benti henni á að hún skyldi þegja. Roth sat við skrifborðið og brosti. Hann kinkaði kölli meðan hann hlust- aði á Björn. — Jæja, jæja, sagði hann, — ég skil, ég skil. Þetta sagði hann með munn- inum. En með augunum sagði liann: Þér þýðir ekki að koma hingað og ætla að reyna að snúa á gamian ref. Björn spurði: — Fallist þér á að við höldum þessum sex liundruð krónum og skuldabréfinu, en þér haldið mynd- inni? Roth kinkaði kolli. — Já, ég er fús til þess. Björn hirti peningana og blaðið. — Þá skulum við fara, mamma. Björn varð að koma við i Hartmans Magasin í leiðinni. Hann bað móður sina að bíða fyrir utan á meðan. Þegar hann kom aftur hélt hann á stórri mynd. Hann rétti hana fram brosandi og sýndi móður sinni. Hún starði á myndina og gat ekki komið upp nokkru orði. — Þetta er rétta myndin, sagði Björn. — Þá sem Roth hefir, málaði ég meðan þú varst á sjúkrahúsinu. Mér fannst ég mega til að bjarga þessari. * JHark ‘Ucllinger: I0F0RMD M /"JEORGE POTTER var hinn ánægð- asti með tilveruna. Hann sat í djúpa hægindastólnum við arininn og teygði fram lappirnar til að orna sér ...... æ, en hvað honum leið vel. Hann mundi þá tið — og það var alls ekki langt síðan — að lífsgleði lians liafði verið fólgin i öðru. Þá þurfti dans, áfengi og áflog til að gera liann sælan. Gott að það skyldi vera á enda runnið. Honum þótti gott að vera far- inn að eldast, og nú var hann farinn að læra að meta þægindi og hægindi, góðan mat og góðan vindil. Sem betur fór — hann blés löngum reykjarstrók frá sér — vantaði hann ekkert af þessu. Nú heyrði hann rödd úr hinum stólnum. Hún var hvorki þægileg né friðsamleg, hún var öllu heldur heimtufrek. Það var kvenrödd. „George Potter,“ sagði röddin, „hve lengi á þetta að halda áfram svona?“ George rumskaði í stólnum. „Góða min,“ sagði hann eins og hann væri að tala við kenjótt barn, „livað áttu við?“ Konan í hinum stólnum kross- lagði hendurnar. „Þú veist vel hvað ég á við. Þú sast i þessum stól i gærkvöldi. Þú situr aftur í lionum í kvöld, og líklega sit- urðu aftur í lionum á morgun. Svona hefir þetta gengið árum saman." „Alveg rétt, en líttu nú á, Hilda ......“ byrjaði George. „Ekkert bull hér,“ sagði liún. „Það sem ég vil vita er: Hvenær eigum við að gifta okkur, George Potter?" Hann andvarpaði, þungt og mæðu- lega: „Æ, þarftu nú endilega að fara að tala um þetta núna?“ Nú brann eídur úr augum hennar: „Já, það skaltu reiða þig á. Ég er farin að þreytast á að spyrja þig að því ...... hvernig heldur þú að mér sé innanbrjósts þegar ég geri það? Það er til siðs að maðurinn biðji kon- unnar, en ekki öfugt! En þú ert svoddan bölvaður tuddi, George .... æ, þér er ekki við hjálpandi .......“ Hún sneri sér frá honum. „Og ég er fífl.“ Og nú var svo að heyra að hann kenndi í brjósti um liana. „Já, en Hilda,“ sagði liann, „ég elska þig ...... þú hlýtur að gera þér það ijóst! Ég hefi sagt þér það að minnsta kosti þúsund sinnum — mér þykir svo óumræðilega vænt um þig. En ég get ekki gifst þér. Og þú veist ástæðuna.“ Hún rykktist til i stólnum og rétti úr sér. „Jæja, láttu mig heyra þá sögu aft- ur. Þú munt ætla að vekja upp gamla drauginn einu sinni enn.“ „Drauginn,“ át Potter eftir og lcit ávitunaraugum til liennar. „Þú mátt ekki tala svona, Hiida. Hún var konan mín og hún var afbragðs kona. Á dauðastundinni bað hún mig um að giftast aldrei aftur. Og ég hét henni því. Ég gaf henni drengskaparlieit, sem ég get aldrei rofið. Henni var hjónabandið heilagt, skilurðu, og þess vegna er loforðið — mér — lika heilagt.“ Framhald á bls. 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.