Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 19

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 *>i)&*>i)&*>i)&*>i)&*>i)&*>i)&*>í)&* *>í)á*>í)á*>i)á*>í)&*>i)á*>í)á*>í)&%U siiiiii, kemur andlit Ceciliu og grannur mj ikur likami hennar fram í meðvit- und hans, skýrar en nokkurn tíma áður. Á nóttinni verður hann stundum svo altekinn af brennandi girnd þarna í Ltla klefanum, að það er likast og klausturveggirnir springi utan af hon- um. í huganum lieldur hann Ceciliu fast að sér, liann hefir lyft henni upp á hráðviljugan hest og svo hleypa þau á sprett saman, — langt, langt hurt En þegar inorgunskíman gægist gegnum litla rimagluggann, yfirbugast hann af angist út af syndugum hug- renningum sínum. Og við hvert áfall lengir hann föstuna. Þetta kemur hart niður á honum og hann er ekki nema skuggi af sjálfum sér. Eysteir.n ábóti sér hve tærður hann er orðinn og verður áhyggjufullur. — Þú fastar of mikið, sonur, segir hann. — Það er guði velþóknanlegt að pynta holdið, en hóf er best i hverjum lilut. Ef þú missir lieilsuna getur þú ekki unnið það starf, sem guð hefir ætlað þér. Ábótinn þarf að koma orðsendingu til biskupsins á Hamri og stingur upp á að Benedikt fari ferðina. — Þú hefir gott af að kynnast nýju umhverfi, seg- ir hann. Og bróðir Benedikt er hlýð- inn að vanda, einn veðurblíðan vor- morgun heldur hann af stað. Það er að segja: liann fer gangandi'því að það gera betlimunkarnir alllaf. Nokkrum dögum síðar kom ókunn- ugur ungur vegfarandi í klaustrið á Elgesetri og baðsl jjess að fá að gerast nemandi. Hann var vel til fara og liafði með sér nokkra fjárupphæð, sem hann afhenti klausturhaldara. Ábótinn tók honum vinsamlega — og spurði hann ekki neins fremur en hann var vanur. En nafn varð hann að taka sér, og af þvi að liann var svo bjartur yfirlitum var liann kallaður Dagur. Gesturinn varð brátt vinsæll i munkanna hóp, hann brosti við öll- um, og l)ó að hann virtist grannur og veikbyggður var hann duglegur til allrar vinnu. Þegar bróðir Benedikt kom aftur sá ábótinn að hann hafði rekið erindi sitt vel. Og ábótinn sá að hann hafði hresstst stórum við ferðina. Og Bene- dikt var ánægðari en áður, hann fann að honum hafði aukist þrek og að liann hafði meira vald ýfir tilfinning- um sínum en áður. Hann kom í klaustrið seint um kvöld og eftir óttusönginn varð hann eftir í kirkjunni. Hann varð að vera einn meðan hann væri að þakka guði fyrir hið nýja Ijós, sem liafði birst í sálu hans, alveg óverðskuldað. Þetta var fagur morgunn, sólin skein gegn- um marglitar rúðurnar í kirkjunni og varpaði heitum blæ yfir altaristöfluna með mynd af Kristi krossfestum. Bróðir Benedikt hafði liorft á þessa mynd margsinnis áður, en aldrei hafði lionum fundist hún eins falleg og nú. Hann andvarpaði glaður og kraup á kné á steinþrepið og bað: — Herra, ég joakka þér fyrir liina miklu náð sem jaú hefir sýnt mér i neyðinni. Tak þú ljós þitt aldrei frá mér...... í sömu svifum var hurðinni vinstra megin við háaltarið lokið varlega upp. Hann sneri sér til hálfs — og nú stirðnaði hann allur. Augu Ceciliu! Heilaga guðsmóðir — sá hann sýnir? Það var ungi inunkurinn sem stóð í dyrunum og bróðir Benedikt liafði ekki séð hann fyrr. Þetta var maður í munkakufli, og Benedikt þóttist vita að sér hefði missýnst — samt stóð hann upp og reikaði nokkur skref áfram. — Cecilial En bróðir Dagur var horfinn. í hálfopnum dyrunum stóð hróðir Vin- cent glottandi. — Það leyfist ekki bræðrunum i reglu vorri að gefa holdsfýsninni lausan tauminn frammi fyrir heiiögu altari, sagði hann hæðn- islega. Bróðir Benedikt rétti úr sér. — Ég veit jiað. En miskunnsemi guðs er fyrst og fremst ætluð þeim, sem eiga í baráttu við sjálfa sig. Og án þess að skipta sér frekar af munkinum sem starði á liann, gekk hann aftur að altarinu, kraup á kné og laut höfði. — Miserere mei, Deus ....... En upp frá jiessum degi varð fasta Benedikts strangari en nokkurn tíma áður. Sárið hafði rifnað upp á ný, liann gat livergi fundið frið. Hann lokaði sig inni í klefanum, liann var svo liræddur um að rekast á nýja munkinn. Á veggnum hékk liaglega gert krossmark úr bronsi, og frammi fyrir því stóð hann öllum stundum. Og krjúpandi á kné á köldu stein- gólfinu grátbændi hann guð og alla engla um að hjálpa sér að gleyma. Sér til mikillar raunar sá ábótinn, að munkurinn sem var honum svo hjartfólginn, varð fölari og teknari með hverjum degi. — Ég verð vist að senda hann eitthvað aftur, sagði hann einn daginn við bróður Andreas, en ekki eins langt og síðast og ekki einan síns liðs. Bróðir Dagur getur fylgt honum, hann cr svo vingjarn- legur — liann getur orðið honum góð- ur förunautur. Einn morguninn leggja munkarnir af stað mcð langa stafi i hönd. Þeir eiga að fara norður í Hegravik. Bróðir Benedikt hafði sætt sig við að ungi munkurinn ætti að fylgja honum. Eina nóttina jiegar hann lá andvaka og starði út í myrkrið, hafði hugsun gripið hann, vitfirringsleg hugmynd, sem gerði liann heitan um allan líkamann en svo iskaldan á næsta augnahliki. Þetta gat ekki verið mögulegt — hann varð að vita vissu sína. Þetta var snemma liausts, loftið er tært og hlýtt. Björkin er farin að taka á sig gullroða og sólin skín milli hvitra stofnanna. Munkarnir ganga liver i anars spor mjóa skógargötuna, bróðir Dagur fer á eftir og andlit hans sést varla fyrir liettunni. Þeir tala ekki saman. En þegar þeir eru komnir svo langt að ekki sést til þeirra frá klaustrinu, stansar bróðir Benedikt, snýr við og starir beint inn i bláu augun. — Cecilia! hrópar hann í örvænt- ingu. — Veistu að þetta sem þú hefir gert getur kostað jiig lífið. — Hún þrífur í hettuna og ýtir henni aftur á bak, svo að gullið liárið felur niður á axlir hennar. — Ég veit það, Erlendur, en ég óttast ekki dauð- ann. Ég óska einskis nema að fá að vera þar sem þú ert, jiótt ekki sé nema Framhald á næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.