Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 38

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 38
30 *2*]£*^*^*^*^*^*^*.*^£*^*^$^*^*^*^$JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 barnanna ,---------------------—----------- Nísku bjarnarungarnir Ungvcrsk þióósaga. _______ _________________________i • ANGT, langt fyrir innan fjall var stór, stór skógur. Og í þessum dimma, hljóða skógi átti birnan heima, með ungana sina tvo. Loks kom að því að þeir voru orðn- ir svo stórir, að þeir vildu fara út í veröldina að freista gæfunnar. En fyrst fóru þeir til móður sinnar og spurðu liana livort þeir mættu fara. Móðir þeirra andvarpaði, vitanlega, en loks varð hún að láta þetta eftir þeim, því að engin móðir vill verða gæfu barnanna sinna til fyrirstöðu. Svo fóru bjarnarungarnir tveir í sparifötin sín, kvöddu mömmu sína með kossi og föðmuðu hana að skiln- aði. Áður en þeir fóru urðu þeir að að þeir liöfðu borðað upp allt nestið, sem hún mamma þeirra hafði gefið þeim. Og nú fóru þeir að verða svang- ir. — Æ, bróðir sæll, ég er svo svangur, sagði sá eldri. — Pað er ég líka, urraði sá yngri. SVO gengu þeir áfram, en þegar garnirnar í þeim gauluðu sem hæst fundu þeir stóran, kringlóttan, rauðan og feitan ost, og urðu nú held- ur en ekki glaðir. Þeim kom saman um að skipta honum jafnt á milli sín en vissu ekki hvernig þeir ættu að fara að þvi. Báðir voru þeir ágjarnir i ostinn og hræddir um að fá minni bitann. Tæfan tók ostinn og skipti honum í tvennt. En annað stykkið var miklu stærra en hitt ....... lofa henni að þeir skyldu aldrei skilja en alltaf halda saman. Og svo lögðu þeir af stað. Nú gengu V>eir og gengu, en skógur- inn ætlaði aldrei að taka enda. Fyrsti dagurinn leið fljótt og svo kom sá næsti og næsli. Og loks kom að þvi Og svo fóru þeir að rífast út af þessu og rifust svo hátt að það heyrðist langar leiðir. Gömul tæfa átti heima þarna skammt frá og heyrði til þeirra. Þessi yrðlingamamma var viðsjál og slæg og nú kom hún til þeirra og spurði livað gengi á. — Hvernig stendur á j>vi að tveir svona snyrtilegir og myndarlegir ung- birnir rifast svona herfilega? spurði tæfan. Þá sögðu þeir henni frá ostinum, sem þeir höfðu fundið, og sem þeir gátu ekki skipt. — Það er ástæðulaust að rífast út af því, sagði tæfan. — Komið þið með ostinn og þá skal ég skipta honum jafnt á milli ykkar. Það skiptir engu máli þó að annar ykkar sé stærri en hinn. Ég skipti ostinum í tvo jafn stóra parta. — Já, það væri gott, sögðu bjarnar- ungarnir hæversklega. — Skiptu lion- um þá. tÆFAN tók ostinn og skipti honum í tvennt. En þegar hún hafði gert það gátu allir séð að annað stykkið var miklu stærra en liitt. Þegar birnirnir sáu það öskruðu þeir hátt: — Annað stykkið cr miklu stærra! En tæfan liastaði á þá og sagði: — Hægan, hægan, drengir. Allt í lagi. Bíðið þið snöggvast — ég skal lagfæra þetta strax. Svo tók tæfan stærra stykkið og beit stóran bita af því, svo 'að það varð minna en hitt. Og tæfan var svöng líka og kingdi undir eins bitan- um sem hún hafði bitið. Og enn voru stykkin ekki jafn stór. — En þetta er heldur ekki jafnt! sögðu bjarnarbræðurnir. — Hægan, hægan, sagði tæfa. — Þið báðuð mig að skipta ostinum og ég ætla að gera það. Og svo beit hún af því stykkinu sem nú var stærra. Og enn voru stykkin misstór. Og tæfan beit af þvi stærra. SVONA hélt hún áfram og stykkin urðu minni og minni. Tæfan var lengi að verða södd sjálf, en loks urðu eftir tveir smábitar, jafnstórir. — Hananú, gerið þið svo vel, sagði tæf- an. — Nú skuluð j)ið borða ykkur sadda! Og svo kvaddi hún og veifaði skottinu. Svona fer fyrir þeim, sem eru öf undsjúkir og nískir, hugsuðu bjarnar- bræðurnir með sér. Og þeir liafa aldrei skotið máli sinu til tófunnar síðan. * Gamli skólameistarinn 1. Einu sinni fyrir mörgum herr- ans árum átti merkilegur maður lieima austur í Litlu-Asíu. Hann liét Nasreddin Kodja, og hann var vitr- ingur, skólameistari og mesti æringi i senn. Sjaldan komst Nasreddin út fyrir fæðingarhreppinn sinn, en sögurnar um hann flugu víða um landið og meira að segja vestur um alla Evrópu. Og nú getið þið lesið sumar þeirra. Þegar Nasreddin Kodja fór i ferðir með skólastrákunum sínum var hann venjulega ríðandi, en vitanlega urðu strákarnir að ganga. Og þeir notuðu tækifærið til að fara bak við hann og fremja alls konar strákapör. Einn daginn, er þeir voru að fara í skólaferð, settist Nasreddin öfug- ur á asnann sinn. „Hvers vegna gerir þú þetta?“ spurðu strákarnir. „Það skal ég segja ykkur,“ svaraði Nas- reddin. „Þegar ég sit rétt þá sný ég við ykkur bakinu. Þess vegna er rétt- ara að ég snúi aftur.“ 2. Einu sinni hitti Nasreddin Kodja •stúdentahóp og gaf sig á tal við pilt- ana. Hann bauð þeim heim til sín til þess að geta lialdið samtalinu áfram, og þeir játtu og þökkuðu fyrir, en áður en þeir komu að húsdyrun- um iðraðist hann eftir gestrisnina og fór að brjóta heilann um hvernig liann ætti að losna við gestina. Þegar þeir voru komnir heim lét hann þá standa fyrir utan og bíða, en fór sjálfur inn og sagðist verða að búa konuna sina undir lieimsókn- ina. En þegar hann kom inn til kon- unnar sagði hann bara: „Losaðu mig við þessa strákapeyja þarna úti!“ Og svo fór hann upp í herbergið sitt. Konan opnaði dyrnar og spurði hvað stúdentarnir vildu. „Kodja bauð okkur heim sjálfur,“ svöruðu þeir. „Hann er ekki heima,“ sagði hún þá. — „Hann var að fara inn úr dyrun- um rétt áðan,“ svöruðu stúdentarnir. — „Nei, hann er ekki kominn enn,“ sagði liún. — „Við urðum honum sam- ferða sjálfir,“ héldu þeir áfram, og svona munnhjuggust þau um stund. Loks þraut stúdentana þolinmæðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.