Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Síða 28

Fálkinn - 16.11.1960, Síða 28
Svartir töfrar - Framh. af bls. 11. allt var eitthvað við hana, sem hreif mig meira en ég get orðum að komið. Þrátt fyrir ógreitt hárið, rifna og óhreina kjólana, þrátt fyrir þetta allt, var hún yndisleg, fullkomnunin í hvíldarstell- ingu, hún var fullkomin í sjálfri sér, — svo algerlega öðru vísi en konan, sem ég hafði yfirgefið og skilið eftir í Seve- noaks.“ „Hvað var hún gömul?“ spurði ég, — ég gat næstum því hugsað mér, hvern- ig hún var. Hardy leit undrandi á mig. „Hvað hún var gömul? Það veit ég eiginlega ekki!“ Hann þagnaði, svo sagði hann rólega: „Hún var varla annað en barn, — en samt var hún ekki barn ...“ Zatte kom á hverjum degi niður að víkinni. Þau syntu og töluðu saman. En brátt varð Hardy ljóst, að hann smám saman hafði einhvern veginn tengzt eyjunni og mundi ekki geta rif- ið sig þaðan. Þetta hafði gerzt svo hægt, að hann gat ekki hugsað sér neitt sér- stakt, sem olli þessari hugarfarsbreyt- ingu. Það var eins og ósýnilegir þræðir héldu honum, og engin leið að rífa þá sundur. Dag nokkurn kom konan, sem gætti hússins fyrir hann og sagði, að hún gæti ekki komið oftar til hans. Er hann spurði um ástæðuna, hristi hún höfuð- ið, en svaraði ekki. Hann gekk á hana og sagði: „Þú verður að segja mér hvers vegna þú vilt ekki vera lengur hjá mér.“ Konan benti út á stíginn, sem lá að húsinu, en mælti ekki orð frá vörum. Rétt við götuna voru fimm lítil prik, sem stungið var í jörðina, svo þau mynd- uðu þríhyrning. Langt prik var lagt yfir þríhyrninginn. Konan hvíslaði einhverju, hann kann- aðist við orðin: „Gris-gris“. Daginn eftir er hann kom til þorps- ins, störðu allir á hann. Hann fann, að allir forðuðust að snerta hann. Nokkru síðar tók hann eftir þráðum í skyrtunni sinni, sem raðað var svo að minnti á úrskífu. En Zatte var eins og hún átti að sér, hún hló og synti og talaði við hann á sinn venjulega frjálsmannlega hátt. Aðeins grænu augun voru sviplaus . . . „Eina nóttina," sagði Hardy, „vann ég langt fram eftir. Veðrið var ógurlegt, rok og rigning. Það heyrðist ekki í þrum- um, en annað veifið þutu eldingar um loftið og lýstu það upp purpurarauðum glömpum. Himinninn var svartblár og regnið streymdi úr loftinu. „Ég var eirðarlaus,“ hélt hann áfram. „Mér gekk illa að koma sögunni sam- an og ég stikaði fram og aftur um her- bergið, kveikti í hverri sígarettunni á fætur annarri og henti þeim hálfreykt- um . . .“ Þegar Hardy fór að ræða um það, sem gerðist þessa nótt, breyttist hann og varð eins og allur annar maður, — hann talaði ekki lengur hægt og rólega, eins og hann leitaði stöðugt að orðum. Hann starði tómum augum út í fjarsk- ann. Það var eins og hann hefði fallið í mók . . . „Ég gekk út að glugganum og horfði á regnið og eldingarglampana. Það var stórkostleg sjón, hrikalegar eldingar þutu yfir himinhvolfið, tákn ægilegrar orku og ómælanlegs valds, sem enginn mannlegur máttur jafnaðist á við eða gat tileinkað sér. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en smám saman fann ég til þessara ósýnilegu þráða, sem bundu mig við eyjuna, — og Zatte . . . Ég flýtti mér frá glugganum og reyndi að hrista ónotakenndina af mér, — reyndi af öllum mætti að losna úr þess- um vef, sem ég var flæktur í. Þá sá ég það! Það var froskur, lítill, doppóttur frosk- ur, sem lá hreyfingarlaus við dyrnar. Þunnu beini var stungið gegnum bak hans og þræðir héngu úr báðum end- um þess. Ég vissi ekki eiginlega hvað „gris- gris“ var, en þetta var „gris-gris“. Hvað það þýddi, var mér óskiljanlegt, en ég vissi að þetta var mér ætlað. Ég opnaði dyrnar og lyfti lampanum, — ég var viss um að þarna úti var eitthvað . . . og þarna var eitthvað! Ljósgeislinn féll á fjórar tær, sem voru hreyfingarlausar við kókospálm- ann. Ég fór til Zatte og leiddi hana inn. Hún fylgdi mér þögul og sýndi engan mótþróa. Hún var gegnvot, vatnið lak úr fötum hennar og myndaði polla á gólfinu. Andlit hennar var náfölt og spennt og stóru, grænu augun hennar voru tóm og líflaus. Seinna um nóttina sagði hún: „Ef þú yfirgefur mig, dey ég.“ Við lágum lengi og hlustuðum á regn- ið og storminn, sem ýlfraði í pálmun- um, og bylgjurnar földuðu hvítu við sandinn. „Og,“ sagði hún hægt og mjög rólega, „þá deyrð þú líka.“ Armar hennar voru hlýir og mjúkir og fúsir til atlota, — en hún brosti ekki. ÉG fór inn á barinn og náði í einn drykk ennþá handa Hardy. Hann titr- aði allur þegar hann minntist þeirra atburða, er hann var að segja mér frá. Það var komið langt fram yfir miðnætti, allt var kyrrt, — ekkert heyrðist nema skvampið í fjörunni. „Næstu rnánuði," sagði Hardy, „var ég glaður og ánægður, glaðari en ég hafði nokkru sinni verið. Það var eins og dregið hefði verið frá teppi og mér opinberast nýtt líf. Konan mín hafði verið mjög venju- leg kona, við höfðum lifað ákaflega venjulegu lífi. Það var ekki það, sem olli mér hugarangri. En það, sem úr- slitum réði var, að mér fannst ég vera sá aðilinn í hjónabandinu, sem alltaf hafði verið að tapa, — ég bar ábyrgð á fjölmörgum ósigrum. Við eignuðumst engin börn, — það átti að vera mér að kenna. Ég var alltaf syndaselurinn. Á endanum fannst mér ég vera gestur í eigin húsi, — var um- borinn, en ekkert þar fram yfir. Ég var misheppnaður maður á allar lundir, rétt eins og gamall hundur, sem ekki er tímt að lóga, — ekki maður. En þarna úti á eyjunum var ég mað- ur. Zatte fór stundum heim til sín og þjónaði föður sínum. Hún bað mig allt- af um leyfi til þess. Ef mig langaði til þess að fara til þorpsins og heimsækja þessa fáu vini, sem ég átti þar, þá fór ég án þess að spyrja nokkurn. Aðeins einu sinni sagði ég henni hvert ég ætl- aði og hvers vegna. „Þú skalt bara fara, þú þarft ekki að segja hvert þú ætlar. Þú ert þinn eigin herra. Ég er hér alltaf þegar þú kemur til baka.“ Þannig leið tíminn. Við syntum, rer- um til fiskjar og lágum í sólinni. Ég skrifaði sögurnar mínar og Zatte heim- sótti föður sinn. Ég var hamingjusamur, þar til einn daginn rann það upp fyrir mér, að ég var orðinn svo háður lífinu á eyjunni og Zatte, að ég var fangi minnar eigin fullnægingar ... Mér var ekki ljóst hvenær ég ákvað að fara burt. Allt var undirbúið með leynd og ég taldi mér trú um, að ég gerði það til þess að hlífa Zatte fyrir sorg og kvíða. Hún átti ekkert að fá að vita fyrr en ég væri kominn svo langt í burtu, að ógerlegt væri að ná mér aft- ur heim. En ég vissi ósköp vel, að ég þorði ekki að segja henni frá brottför minni, því hún hefði á einhvern hátt fengið mig til að vera kyrran. 'Eldsnemma einn morgun fór ég burt. Hið eina, sem ég tók með mér var frakki, sem ég bar á handleggnum. Zatte var ekki vöknuð þegar ég fór. Er ég var skammt á veg kominn hrasaði ég um kókóshnetu og í sömu svipan slitn- aði festi, sem ég bar um hálsinn, og ég kastaðist á jörðina. Zatte hafði gefið mér festina. „Til minningar," sagði hún. „Þú skalt gera það fyrir mig að hafa hana alltaf um hálsinn, bæði í vöku og svefni. Hún færir þér hamingju, forðar sjúkdómum og slysum og varnar, að hákarlar bíti þig.“ Til að gleðja hana hafði ég festina alltaf á mér. Festin Var fléttuð úr grönnum pílvið og á henni voru kuðungar, perlur, gler- brot og svartir viðarkubbar. Þessir kubb- ar voru allir útrissaðir. Það tók mig langa stund að safna þessum gripum aftur, en loks fann ég þá alla og stakk þeim í vasann, en þegar ég náði til þorpsins, var áætlunarbíll- inn farinn. Skipið átti að fara um miðj- an dag, svo ég hafði nógan tíma. Ég ákvað að ganga. Þegar um borð var komið fór ég beint niður í klefa minn og dvaldi þar þangað til skipið var komið út á rúmsjó, og 28 FÁLKJ.NN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.