Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 8
Guðmundur Gíslason Hagalín rithöf- undur sendir frá sér tvær bækur nú fyrir jólin, skáldsöguna „Töfrar draums- ins“, sem þegar er komin út, og bókina „Það er engin þörf að kvarta,“ sem er um það bil að koma út. Síðarnefnda bókin er ævisaga Krist- ínar Kristjánsson, og hefur FÁLKINN fengið leyfi höfundar og útgefanda til að birta kafla úr bókinni. í eftirmála um sögukonuna og höfundinn, segir Guðmundur Hagalín svo: Þá er ég hefi lesið frásagnir eða jafn- vel heilar bækur um karla og konur, sem hlotið hafa dulræna hæfileika í vöggugjöf, hef ég undrazt að þar skuli svo að segja eingöngu hafa verið sagt frá fyrirbrigðum, sem tengd eru dular- gáfum þessara einstaklinga — en þá sjálfa höfum við ekki fengið að sjá nema eins og meira og minna óljósa skugga. Ég hef þá hugsað sem svo: Fróðlegt hefði nú verið að fá að vita, af hvaða róti þessi persóna er runnin, hvaða einkenni hafa verið mest áber- andi í fari afa og ömmu, föður og móð- ur, og síðan; að hve miklu leyti hafa hinir sérstæðustu hæfileikar mótað skapgerð, vistmumalíf og örlög hinna dulgáfuðu sögumanna. Vinur minn, manndóms og mann- kostamaður mikill, mæltist til þess við mig, að hann mætti stofna til sam- funda með okkur frú Kristínu Krist- jánsson. Þá er hann lét mig ráða í, að dulrænir hæfileikar frú Kristínar, sam- fara manndómi hennar, vöndun og hjálpfýsi, hefði haft gildi fyrir hann og hans nánustu á harmrænni örlagastund, vaknaði hjá mér áhugi fyrir að hitta hana í þeim tilgangi að kynnast, hvort hún mundi gædd slíkri athugunargáfu, einlægni og frásagnargleði, að hún hentaði mér sem sögukona. Þessi bók er ávöxtur þeirra kynna, — hvað svo sem meira verður. 8 FÁLKINN Vorið eftir brottför Lund-fjölskyld- unnar veiktist matráðskonan á hinu stóra heimili þeirra frú Þorbjargar og Thors Jensens, en þá bjuggu þau hjón í hinu vandaða stórhýsi við Fríkirkju- veg, sem nú er eign góðtemplara. Frú Þorbjörg var kona mjög róleg og viðmótshlý, lét Kristínu svo til sjálfráða um störfin og fann aldrei að verkum hennar, og húsbóndinn vék ekki að henni öðru en góðu. Börnin voru og prúð og skemmtileg, jafnt eldri sem yngri, og urðu sum þeirra góðkunningjar Kristínar. Hún undi sér því vel þá fjóra mánuði, sem hún var á heimilinu, en oft voru annirnar miklar, því að mjög var þarna gestkvæmt. Hún hafði ekki verið í vistinni nema þrjá daga, þegar Thor Jensen bað hana að finna sig fram í skrifstofu. Hann spurði hana, hvernig hún kynni við sig, lét í ljós ánægju sína yfir störfum henn- ar og sagði síðan: ,,Ég þarf að taka svolítið fram við yður. Hér kemur stundum bágstatt fólk, bæði karlar og konur, og ég ætlast til, að það fari ekki synjandi. Þeir, sem eru svangir, eiga að fá að borða, og ef hér kemur bágstaddur fjölskyldumaður eða kona, sem vantar mat handa heimilinu, þá óska ég þess, að þér reynið að kom- ast að því, hvernig högum þeirra er háttað, og síðan skrifið þér á miða fá- orðar upplýsingar og sendið manninn eða konuna með hann ofan í Godtháb til mín, þegar þér hafið gefið þeim að borða.“ Hann þagnaði andartak, en sagði síðan: ,,Ég þarf ekki að spyrja að því, að þér kannizt við Símon Dala- skáld.“ ,,Já, það held ég nú,“ sagði Kristín. „Ég hef oft heyrt um hann talað, og svo kom hann líka að Skarðshömrum, þegar ég var barn.“ „Að Skarðshömrum? Ekki eruð þér víst dóttir hans Bjarna?“ „Nei, en Bjarni var afi minn, og ég heiti í höfuðið á ömmu, — og á Skarðs- hömrum ólst ég upp, kallaði gömlu hjón- in pabba og mömmu.“ „Nú, svo það er svona. Bjarni á Skarðshömrum var ágætur maður, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.