Fálkinn - 06.12.1961, Síða 15
stökkva upp á fótpallinn á gulri bif-
reið. Hún virtist þegar vera ætluð til
annars, en það leit ekki svo út, sem það
fengi hið minnsta á hinn ólma hund,
Tony Caramella. Einni sekúndu seinna
steig hinn lögmæti farþegi þegar út úr
bifreiðinni.
Ég gekk hljóð heim og nagaði neglur
mínar. Ég var dálítið taugaóstyrk eftir
þetta samtal, sem ég hef skýrt frá með
kuldalegri sannsögli. Og ég var lítið
eitt óróleg vegna þessa nýja kunnings-
skapar. Skyldi hann ekki samt sem áður
vera dálítið hættulegur.
Á leiðinni heim gaf ég atvinnulausum
Rúmena táragassprengjuna.
Hann át hana eins og hún lagði sig
í tveimur munnbitum. Hann hafði sem
sagt ekki fengið neitt að borða í þrjá
mánuði. Hann hafði aðeins haft pen-
inga til þess að fara á kvikmyndahús.
Svo var það skyndilega dag nokkurn,
að síminn hringdi.
Þetta var nýi vinurinn minn.
— Buddy, sagði hann. — Ég hef smá-
snatt fyrir þig að vinna. Komdu til móts
við mig klukkan 23,30 á horninu við
112. götu. Komdu dulklædd og vertu
varkár.
Svo var hann þotinn úr símanum.
Ég var mjög taugaóstyrk. Ævintýra-
löngun mín, sem var sveipuð draum-
kenndri móðu, var vöknuð og ég hef
alltaf verið sólgin í ævintýri.
Um klukkan 23 bjó ég mig undir að
leggja af stað. Ég hafði klæðzt léttum
dularbúningi eins og Pétur Freuchen,
nokkrar lausar handstúkur gerðu mig
alveg óþekkjanlega.
Ég fór með hraðlestinni til 110. götu
og gekk það sem eftir var til hornsins,
þar sem við áttum að mætast.
Hjarta mitt. barðist óstjórnlega, svo
kom Tony.
Hann var þótt undarlegt megi virð-
ast, ekki dulbúinn, en önnur erminn
hann var öll útötuð í blóði.
— Fjandinn hafi það, sagði hann.
— Ég var neyddur til að skjóta veitinga-
mann nokkurn, sem seldi mér of dauft
öl. Það tafði mig.
Því næst lagði hann fingurna á munn-
inn og sagði Þei, nokkrum sinnum og
gaf mér bendingu um, að ég skyldi
fylgja honum eftir.
Við héldum í áttina til 113. götu, sem
var á þessum tíma alveg mannlaus.
— Málefnið snýst um konu eina, sem
þarf að koma fyrir kattarnef, hvíslaði
hann. — En við verðum að vera í
fyllsta máta varkár. — Þetta er hættu-
legt málefni.
— Kona? Á að myrða hana eða að-
eins sprengja hana í loft upp? spurði ég.
—■ Uss, sagði hann, — fylgdu mér að-
Frh. á bls. 30.
Líttu aðeins á mig. Bregður
þér ekki í brún?, Ég er Tony Caramella,
sjálfur konungur bófanna...
FÁLKINN
15