Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 26
Kryddkransar Möndlukossar hrært varlega saman við. Kakan lögð saman með smjör- kreminu og hulin með bræddu súkkulaði. Skreytt með val- hnetukjörnum. Kaka þessi er sem ný dögum saman. N ougathringur. 3 egg 180 g sykur 90 g hveiti 1 tsk. lyftiduft. Kremið: 125 g smjörlíki 2 msk. kakaó, fullar 125 g flórsykur 1 egg. Nougat: 75 g sykur 60 g möndlur. Egg og sykur þeytt létt og ljóst, hveiti og lyftidufti sáldr- að saman við. Deigið látið í velsmurt, brauðmylsnustráð hringmót. Bakað við 150°C í nál. 30 mínútur. Kakan klofin í tvennt, þeg- ar hún er orðin köld, lögð saman á ný með kreminu. í kremið er allt hrært vel saman. Geymið hluta af krem- inu og smyrjið þeim hluta utan á kökuna, svo að hægt sé að festa nougatið. Kakan geymd með kreminu. Nougat- ið er einnig hægt að geyma, en sett utan á kökuna, skömmu áður en kakan er bor- in fram. Sykurinn brúnaður, söxuðum möndlum hrært sam- an við. Hellt á smurða bökun- arplötu. Mulið með kökukefli, geymt í velluktu íláti. Fyllt vínarbrauðshorn. 400 g hveiti 1 msk. sykur Vz tsk. salt 200 g smjörlíki 30 g pressuger eða 1J/2 msk. þurrger 2 dl mjólk. Fylling: ... 2 msk. smjör 75 g sykur 75 g saxaðar möndlur 1 msk. hveiti. y Allt á að vera kalt. Hveiti, i ‘ sykur og salt sett á borð, smjörlíkið mulið í með borð- hníf. Gerið hrært út í kaldri . mjólkinni, hrært saman við hveitið. Deigið hnoðað létti- lega, flatt út á hveitistráðu borði í stóran ferhyrning, sem úr eru skornir þríhyrningar. Fyllingin hrærð, 1 tsk. sett á breiðara enda hvers þríhyrn- ings og þeir vafðir saman, beygðir, svo þeir myndi horn. Sett á smurða plötu og lát- in lyfta sér, þar til þau hafa stækkað um helming, á ekki of heitum stað. Getur tekið 2—3 klst. Hornin smurð með eggi og á þau stráð grófum sykri og möndlum, ef vill. Bökuð við 275°C í 10—12 mín- útur. Látið kólna dálítið á plötunni. Bezt nýbökuð. Kexkaka. (Nál. 60 ferkantaðar kexkök- ur, beztar með kókos.). 100 g smjör 200 g sykur 4 eggjarauður Vz tsk. rifinn sítrónu- börkur 1 msk. sítrónusafi 4-5 msk. sherrý Rauð ber. Ferkantað tertumót klætt að innan með smjörpappír, þakinn með kexkökum í bein- um röðum, t. d. 4X5. Smjörið mulið saman við sykrið, eggjarauðunum hrært saman við. Þeytt yfir gufu, athugið, að hitinn sé ekki mik- ill, þar til myndazt hefur jafnt, þykkt krem. Sítrónusafa, berki og sherrry hrært 'hægt og hægt saman við. Helmingnum af kreminu smurt yfir kexið, leggið síðan annað lag af kexi, svo krem, og efst er svo kexlag. Látin jafna sig í sólarhring. Kakan skorin í ferkantaða bita, sem skreyttir eru með rauðum berjum eða hlaupi. Kaka þessi er ætluð þeim, sem engan bakaraofninn hafa. Hjartakökur. 500 g hveiti 250 g smjörlíki 200 g sykur 2 egg 1 tsk. hjartarsalt Saxaðar hnetur Kardimommur Grófur sykur. Hveiti og hjartarsalti sáldr- að á borð, smjörlíkið mulið saman við, sykrinum blandað í, vætt í með eggjunum. Deig- ið 'hnoðað, látið bíða. Flatt út, skorin út hjörtu eftir móti, smurð með hálfþeyttri eggja- hvítu, stráð á þær blöndu af söxuðum hnetum, kardi- mommum og grófum sykri. Bakaðar ljósbrúnar. Kryddkransar. 375 g hveiti 125 g sykur 1 msk. kanell V2 msk. negull 2 tsk. rifinn appelsínu- börkur 4 harðsoðnar eggja- rauður 250 g smjörlíki. Hveiti og kryddi sáldrað é

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.