Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Qupperneq 27

Fálkinn - 06.12.1961, Qupperneq 27
borð, berkinum og sykri bland- að saman við. Eggjarauðurn- ar marðar gegnum sigti, bland- að vel í hveitið. Smjörlíkið mulið í, deigið hnoðað látið bíða 10—15 mínútur. Mótað- ar úr því frekar mjóar lengj- ur, sem úr eru búnir til hring- ir, fletjið hringina út með gaffli, settir á smurða plötu, smurðir með samanþeyttu eggi og þá stráð grófum sykri. Bakaðir við 225°C í 12- 15 mínútur. Teknir strax af plötunni. Jólabrauð. 375 g hveiti 250 g smjörlíki 100 g sykur 1 eggjarauða, eggja- hvíta, grófur sykur. Venjulegt, hnoðað deig, sem mótað er í 6—7 fingurþykkar lengjur, og flattar dálítið út. Látnar á smurða plötu. Gaff- all dreginn eftir lengjunum, smurðar með hálfþeyttri eggjahvítu, grófum sykri stráð ofan á. Bakað við 225 °C í 8 mínútur. Skornar í 34 cm langa bita. Kanelhringir. 215 g smjörlíki 50 g púðursykur 1 egg 225 g hveiti Eggjahvíta Grófur sykur, kanell. Smjörlíkið hrært með sykr- inum, egginu og hveitinu hrært saman við. Deigið 'hnoð- að. Mótað strax í fingurþykk- ar lengjur, sem skipt er í 2 cm langa bita. Rúllið hvern bita í mjóa ræmu, sem úr er mótaður hringur. Dyfið í hálf- þeytta eggjahvítu, grófan syk- ur og kanel. Bakað við 250°C í 4—5 mínútur. Athugið, að hringirnir verða að vera stirðnaðir, áður en þeir eru bakaðir, -annars er hætt við, að þeir renni út á plötunni. Skornar piparkökur. 215 g smjörlíki 215 g sykur 215 g síróp 2 msk. kanell 1 msk. engifer. V2 msk. negull 1 msk. natron 1 msk. volgt vatn 600 g hveiti. Fyllt vínarbrauðshorn 0 Jólabrauð Hunangskaka, dýr, en drjúg Möndlukossar. 500 g hveiti 400 g smjörlíki 200 g flórsykur 1 msk. vanillusykur Rifinn börkur af sítrónu % tsk. möndludropar. Venjulegt, hnoðað deig, smjörlíkið mulið í deigið með hníf. Flatt út frekar þunnt, stungnar út kringlóttar kökur, sem bakaðar eru ljósbrúnar við 225°C í nál. 6 mínútur. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar, eru þær lagðar saman með smjörkremi. Smjörlíki, síróp, sykur, krydd og natrón, sem hrært hefur verið út með 1 msk. af vatni, hitað saman, þar til smjörlíkið er bráðið. Hrært þar til það er kalt. Hluta af hveitinu hært sam- an, afganginum hnoðað upp í. Deigið hnoðað þar til það er gljáandi. Deigið mótað í nál. 5 cm breiðar lengjur, sem geymdar eru til næsta dags. Skornar í þunnar sneiðar. Settar á smurða plötu. Bakaðar í 5—7 mínútur við 225—250°C. Látnar kólna dálítið á plöt- unni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.