Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 28
Skornar piparkökur sykursbráð: 2 dl flórsykur, Vz eggjahvíta, Vz tsk. edik, allt 'hrært vel saman, þar til bráð- in er gljáandi. Athugið, að hafa lok yfir bráðinni, annars harðnar hún. Súkkulaði marengs. 2 egg 2 msk. kalt vatn 125 g kakó 1 kg flórsykur. Öllu blandað saman, hnoð- að. Deigið mótað í hrufóttar lengjur, gegnum hakkavél, notið kökumótið. Einnig er hægt að móta kúl- ur milli handanna, sem flattar eru lítillega út. Bakað við 150 -—-175°C 1 nál. 35 mínútur. 150 g laukur 150 g sveppir 50 g reykt flesk 650 g nautavöðvi 75 g smjörlíki IV4 dl hveiti 3 dl soð 1 dl tómatkraftur 4 dl rjómi 1 dl súr rjómi Salt, pipar, paprika. Laukurinn hreinsaður og skorinn smátt. — Sveppirnir hreinsaðir og skornir í sneið- ar. Reykta fleskið skorið í litla bita. Kjötið hreinsað, skorið langsum í 10 cm langar lengj- ur, fingurþykkar. Laukur, sveppir og flesk lát- ið í pott með helmingnum af smjörlíkinu. Þegar það er ljós- brúnt er hveitinu hrært sam- an við. Soði, tómatkrafti og rjóma hrært saman við og þegar sósan sýður er hún fleytt, soðin í 15 mínútur. Afgangur af smjörlíkinu brúnaður á pönnu, og kjötið brúnað þar í við mikinn hita, kryddinu stráð á. Tekið strax af pönnunni, svo að kjötið verði ekki þurrt. Þegar sósan er fullsoðin, er kjötið sett út á hana ásamt súra rjómanum. Hitað, má ekki sjóða. Borið fram í djúpu fati, hálf. um tómötum raðað ofan á. — Borðað með grænum baunum og spaghetti. ★ HEILRÆÐI. Hafi aðeins verið drukkinn hluti úr öl- eða gosdrykkja- flösku, er auðvelt að geyma afganginn, þannig að hann sé sem nýr. Látið bara strax tappa í flöskuna og geymið hana standandi á haus. ★ Ef kæla þarf drykkjar- föng í flýti, er bezt að fara þannig að. Látið ísmola í fat eða fötu, stráið miklu af borð- salti yfir ísmolana eða sem er öllu betra setjið ísmola og salt til skiptis í ílátið, sem flöskurnar standa. Saltið hækkar kuldastigið. Piparkökudýr Piparkökudýr og myndir. 1 dl rjómi 1 dl síróp 1 dl sykur 2 dl púðursykur Vz tsk. kanell Vz tsk. engifer 1 tsk. natrón 7—800 g hveiti. Sykur, púðursykur, síróp, krydd og rjómi 'hrært vel í 10—15 mínútur. Natrónið sáldrað með 400 g af hveiti, hrært saman við. 300 g af hveiti sáldrað á borð, hræran sett þar út í, deigið hnoðað. Verið létthent- ar, svo deigið verði ekki seigt. Geymt velbirgt til næsta dags. Flatt út frekar þykkt, skorn- ar út dýr og myndir. Bakað við 200°C. Látið kólna dálítið á plötunni. Skreytt með flór- Hjartakökur VL Forðist að bera svartan lit á augnhárin, brúnt er miklu eðlilegra, nema því aðeins að augnhárin séu svört frá náttúrunnar hendi. Berið litinn á með þar til gerðum bursta og burstið ætíð upp á við svo að ekki fari inn í sjálf augun. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.