Fálkinn - 06.12.1961, Side 29
9 dayAinA Önn
Innbrotsþjófur - eöa hvað?
Kæru lesendur! Þeir ykkar, sem
komnir eru á fullorðinsár, munu án
efa vera mér sammála í því, að fátt sé
betra í þessum vonda heimi okkar, en
að ganga til rekkju syfjaður og þreytt-
ur. og hverfa á vit draumadísarinnar.
Svo mun ykkur líka finnast fátt verra
eða ergilegra, en að vera vaktir upp
með skarkala á miðri nóttu. Oftast
munduð þið þá verða úrillir yfir rask-
inu, en það kann þó að koma fyrir, að
svefninn sé truflaður af slíkum hljóð-
um, að ótti og hræðsla verði reiðinni
yfirsterkari.
Svoleiðis var með mig um daginn.
Ég hrökk upp á miðri nóttu við skark-
ala framan úr stofunni. Hávaðinn var
því líkastur, að einhver, ,sem væri að
paufast í myrkri, ræki sig á borð og
felldi það um koll. Hræðsla eyddi því
fljótlega reiðinni hjá mér. Ég sperrti
eyrun og var sem festur upp á þráð,
og næmari en radarskermur. Ekkert
heyrðist þó meira, en ég ályktaði, að
þjófurinn hefði án efa orðið hræddur
líka, yfir óhappi sínu, og þyrði ekki að
hræra sig á eftir, af ótta við það, að
íbúarnir hefðu vaknað upp.
Þegar ég gat aftur hreyft mig eftir
hræðslustífelsið, hnippti ég í konu
mína, sem ekki hafði rumskað. Er mér
hafði tekizt að vekja hana, sá hún ekki
ástæðu til að óttast það, þó ég vekti
hana upp, svo hún brá eðlilega fyrir
sig úrillskunni. Ég sagði henni grun
minn að þjófur væri í stofunni, en hún
gaf strax þá dagskipan, sem þúsundir
eiginkvenna hafa gert á undan henni:
„Fram úr með þig, maður, og gómaðu
hann!“
Ég læddist skjálfandi fram og kveikti
ijós í ganginum. Hjartað barðist, er ég
kveikti í stofunni. Það sem ég sá, var
ekki fallegt, og ég óskaði mæstum held-
ur. að það hefði verið þjófur. Stóra
blómið okkar hafði dottið á hliðina og
á sófaborðið, og allt um koll.
Konan kom á eftir og leit á vegsum-
merkin eins og æfður leynilögreglu-
maður: „Jæja, trúir þú mér núna, eftir
að þú hefur drepið blessað blómið?“
Þið botnið líklega ekkert í þessu ein-
kennilega samtali okkar hjóna, svo ég
verð að gefa skýringu. Fyrir mörgum
árum gaf ég konunni lítið blóm, er
Diefenbaker nefnist. Þetta var fallegt
blóm, eins konar pálmi, sem óx hratt
og var stolt heimilisins. Nú var það
orðið rúm mannhæð að stærð og mjög
fagurt.
Fyrir tveimur mánuðum dundi svo
ógæfan yfir. Við fundum stærðar skor-
dýr í moldinni. Þetta voru margfætlur,
sem lifðu í moldinni og nöguðu rætur
blómsins. Mörgu kvöldi eyddi ég við að
eyða þessum rándýrum, sem nöguðu ræt-
urnar á okkar heittelskaða Diefenbaker.
En það var sama þótt ég veiddi yfir 20
dýr á kvöldi, alltaf virtist nóg af þeim.
Við leituðum ráða hjá sérfræðingum,
en þeir sögðu útilokað að skipta um
mold á þessum tíma árs. Einnig sögðu
þeir vont að finna eitur til að vökva
með, sem ekki mundi líka drepa blómið.
Við stóðum því uppi ráðalaus og
brátt fóru að koma brúnir blettir í blöð-
in á blóminu. Ég fylltist hatri í garð
skordýranna og skipulagði hefndar-
aðgerðir. Þegar ég sá eitthvert þeirra
voga sér upp úr moldinni, tendraði ég
eldspýtu og lagði að, hviss, en ekkert
dugði, því annað kom strax í staðinn.
Að lokum fór ég til kuklara, þegar
hinir útlærðu kunnu engin ráð. Reynd
húsmóðir ráðlagði mér að vökva með
veikri salmíaksupplausn, og önnur kvað
grænsápuvatn duga bezt. Konan mín var
á móti aðferðunum báðum, og sagði
þær mundu drepa blómið alveg. Ég
hafði aftur á móti tröllatrú á þessum
meðulum, svo að ég fékk mitt fram.
Ég vökvaði um kvöldið, fyrst með
salmíakinu. en á eftir með grænsápu-
vatninu. Konan sagðist þvo hendur
sínar af þessu morði, og horfði á mig
með vanþóknun. Ég sat aftur á móti
hróðugur yfir blóminu, og skemmti
mér við að horfa á skaðræðisdýrin
spretta alls staðar upp úr moldinni og
engjast sundur og saman í hinum ban-
væna vökva.
Svo fórum við að sofa, og ég var hinn
kokhraustasti. Ég sagði, að að morgni
mundu öll skordýrin dauð, og blómið
frelsað. Það var því ekki að undra, að
ég yrði sleginn, þegar ég stóð yfir vesl-
ings blóminu okkar þar sem það hafði
hnigið til gólfs og lá í andarslitrunum
ofan á sófaborðinu, en á gólfinu lá ösku-
bakkinn, sem ég hafði gefið konunni
á jólunum í fyrra, brotinn.
Konan fyrirgefur mér víst seint þetta
óhappaverk, og ég hefi líka ákveðið að
skipta mér ekki framar af veikindum
blómanna.
Dagur Anns.
FALKIN
n 29