Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Page 30

Fálkinn - 06.12.1961, Page 30
Gerningaveður Frh. af bls. 19 hann var á sjó gjörði hún að honum ofsaveður með veifunni svo hann fórst. Var það veður síðan kallaður kerlingar- bylur“. Uppruna veifunnar má finna með hliðsjón af fornum bókum. Vatns- dæla saga greinir frá veifigaldri Gróu fjölskynngiskonu í svipuðum tilgangi. „Þann aftan, þá er sól var undir geng- in, sá sauðamaðr Gróu at hon gekk út ok gekk andsælis um hús sín .... Hon horfði upp í fjallit ok veifði gizka eða dúki, þeim er hon hafði knýtt í gull mikit er hon átti, ok mælti: „Fari nú hvat sem búit er“. Síðan gekk hon inn ok lauk aftr hurðu. Þá hljáp aurskriða á bæinn, ok dó allir menn“. ★ Þær sögur eru ófáar sem greina frá gerníngaveðrum íslenzkra kunnáttu- manna; einkum eru algeingar sagnir af viðskiptum þeirra við sjóræníngja, en uggur af slíkum illvirkjum lifði leingi með þjóðinni eftir að Tyrkir gerðu her strandhögg sitt. Fræg er t.d. Tyrkja- svæfa séra Magnúsar á Hörgslandi, sem er máttugt særíngakvæði. Svipaðan kveðskap framdi Þorvaldur skáld Rögn- valdsson á Sauðanesi o. fl. o. fl. Af þessu tagi mun ég aðeins tilfæra eina 'kröftuga sögu hér, en hún er ein af mörgum sögnum er fjalla um kunn- íngsskap Galdra-Leifa (d. um 1647) og Ara bónda í Ögri. „Einhverju sinni kom víkingaskip eitt inn á ísafjarðardjúp. Segja flestir, að það hafi verið eitt af hinum spánsku víkingaskipum, er voru hér við land 1613—1615, en aðrir segja, að á því hafi verið tyrkneskir víkingar. Víkingar þessir sigldu inn Djúp, og stefndu beint á Ögur, en er Ari bóndi sér för þeirra, fór honum eigi að lítast á blikuna. Þótt- ist hann vita, að víkingar þessir mundu ætla að gjöra sér heimsókn. Bað hann þá Galdra-Leifa duga sér og sjá svo til með kunnáttu sinni, að eigi hlytist vandræði af komu víkinganna. Leifi brást vel við og fór þegar heim að Ögri og lét bera kagga og keröld, trog og tunnur og allskonar skran, út á hól þann, er Sprengir heitir, en sjálfur stóð hann í miðri þvögunni og tók að þylja þulur sínar, — og hann þuldi og þuldi, svo allt ætlaði af göflunum að ganga. Sprengir gekk upp og niður í bylgjum, sem sjór í hafróti, og brak og brestir heyrðust í fjöllunum, og fylgdu því svo mikil undur, að Ara bónda og öðrum heimamönnum á Ögri sýndist sem Sprengir væri þakinn vígbúnu herliði, og þá má nærri geta, hvað víkingunum hefur sýnzt, er leikurinn var að gjörð- ur, enda voru þeir eigi lengi að binda skóþvengi sína, heldur sneru undan hið skjótasta. Þá kvað Galdra-Leifi: Hátt eru segl við húna hengd með strengi snúna. Séð hef ég ristur rúna, mig rankar við því núna. Ofan af öllu landi ógn og stormur standi, særokið með sandi sendi þeim erkifjandi. Kom þá bálviðrisrok, en skipið lagði til hafs og hefur hvergi komið fram, svo menn viti“. Hér hefur nú verið brugðið upp nokkrum svipmyndum úr þeim skugga- lega hugmyndaheimi dauðra kynslóða í þjóðtrú, sem þjáníngar og sálarstríð hafa sett auðsætt mark sitt á. En sama máli gegnir um þetta og önnur viðfángs- efni ímyndunaraflsins hjá Frónbúanum — í allri fjölbreytni þeirra og ómeð- vitaðri þekkíngarleit skortir þar aldrei iíf í tuskurnar. Konungur bófanna Frh. af bls. 15 eins eftir, segðu ekki neitt, ekki orð, fyrr en ég kref þig til þess, og segðu aðeins það, sem ég legg þér í munn. Skilurðu það? En hafðu gætur á að enginn veiti okkur eftirför. Geturðu barizt í návígi? Hefurðu nokkru sinni farið með vélbyssu? — Nei. Það hef ég ekki. En ég hef brotið upp Fordbíl. — Uss! sagði hann. — Varaðu þig. Ég hafði vandlega gætur á öllu. Ég var dálítið kvíðin með sjálfri mér. Ég hafði reyndar lofað ritstjóra mínum nokkrum góðum sögum frá Ameríku, en ef það væri ætlunin að konur væru myrtar til að afla þeirra, — þá skyld- um við sannarlega hafa samið um ann- að verð. Að endingu staðnæmdumst við fyrir utan dimmt og skuggalegt hús. Við gengum að útidyrahurð upp nokkur há, skökk þrep og staðnæmdust fyrir utan enn skuggalegri hurð. Tony barði þrisvar á hurðina, galaði því næst eins og hani, snýtti sér og síð- an endaði hann með því að blístra. Hurðin hrökk upp. Við gengum inn ganginn. Þar var niðadimmt. — Uss, hvíslaði Tony. — Nú ríður á því. Ef við ljúkum þessu starfi hér, hef- urðu 50 dollara og ókeypis makkarónur það sem eftir er ævinnar. Og hann lauk upp hurð einni, og við stóðum í óbreyttri og bjartri stofu. í henni voru fátækleg húsgögn. Á breið- um legubekk lá ung kona. Hún líktist frægri kvikmyndadís. Hún var önnum kafin við að lesa ljóðmæli og þess vegna varð hún ekki vör við hina hljóðlausu komu okkar. Úti í horninu stóð dálítið rúm. í því lá hvítvoðungur og volaði aumingjalega. Allt 1 einu rann ljós sannleikans upp fyrir mér. Hér var um barnsrán að ræða. Þetta litla barn var sonur eða jafnvel dóttir bankamanns neðan úr bænum. Barninu var haldið á laun hér í dvalarstað bófanna, þar til faðirinn borgaði hátt lausnargjald. Unga konan með ljóðabókina var ef til vill fóstra barnsins, sem hafði verið rænt við sama tækifæri. . . . eða máski var hún útfarið glæpakvendi, sem átti að gæta barnsins og fullnægja hinum barnslegu þörfum þess, meðan það væri á lífi. Hún yrði líka áreiðanlega myrt um leið og barnið væri drepið. Þannig losna menn við vitni í Ameríku. Skyndilega datt mér það í hug. Þessu vesalings, yndislega barni varð að bjarga. Blóðið steig mér til höfuðs og áður en nokkur gat stöðvað mig, slökkti ég Ijósið, greip barnið í faðm minn og þaut út úr stofunni, niður þrepin og út á götuna með hina litlu grátandi byrði mína. Ég heyrði ógurlegt öskur fyrir aftan mig. Það var bófinn. Hann var alveg á hælum mér og bölv- aði, og ragnaði, svo að ég hentist áfram til að bjarga litla barninu. Og ég hljóp, hljóp til að frelsa líf mitt og litla barns- ins. Caramella þorði ekki að skjóta. Hann 30 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.