Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Síða 33

Fálkinn - 06.12.1961, Síða 33
Hjá Thor Jensen Frh. af bls. 9. Skáldið ók sér og leit glasið hýru auga, beindi síðan augunum að Hauki og mælti: „Dróttkvætt — nei, hendingarnar legg ég ekki í, því nú er Símoni farið að förla. Æ, hann grípur þá til ferskeytl- unnar, dóttur alþýðunnar og gullaldar- innar, sem lifði í hennar blóði gegnum alla pínu kóngs og kaupmangara.“ Og Símon kvað: „Heyrir kvaka gæfugauk gamalt skáldið Dala, geymi lukkan hýran Hauk. . . .“ Þegar hér var komið, greip Símon staupið og drakk í botn, hélt síðan á- fram kankvís: „Hér úr staupi greppur lauk.“ Haukur hló og sagði við Kristínu: „Kristín, þú gefur nú skáldinu okkar aftur í staupið." „Nei,“ svaraði Kristín. „Brennivínið er víst gott, þegar svo ber undir, — það mun faðir þinn vita, en hann veit líka, að það getur verið viðsjált. Hann bjóst við Símoni, og hann gaf mér þau fyrir- mæli, og ég veitti skáldinu bara eitt staup, og hvorugur ykkar mun væna um, að honum gangi til níska.“ Símon þagði og skotraði augunum til Hauks. Og Haukur mælti: „Veit ég vel, að Símon muni ekki þurfa mikið til þess það gleðji — og kannski heldur ekki mikið til þess það verði um of. Og faðir minn vill skáld- inu vel. En eitt staup 1 viðbót, þegar matur fylgir, það gleður, en skaðar ekki. Og pabbi er enginn bókstafs- þræll.“ „Jæja, þú ábyrgist,“ sagði Kristín og hellti í staupið á ný. Símon strauk höndina á henni og kvað: „Ei skal tungan lofnarljóð lofi slungin kveða þjóð, en líneik ungri gæfan góð gefi þungan heillasjóð." Síðan bergði Símon á staupinu, leit til Hauks og sagði: „Þú talar eins og kynborinn sonur konungshjartans." „Heyrðu mig, Símon,“ sagði Haukur. „Manstu nú þessar vísur?“ Símon leit næstum óhýrt til hans: „Veiztu það ekki, piltur minn, að góð- glaður hefur Símon vakað marga nótt- ina og kveðið heila rímu, munað hverja vísu, þegar aðrir skreiddust á löpp, og látið festa á blað. Upp á þann máta varð einu sinni til langur rímnaflokkur, skal ég segja þér, og var prentaður jafn- óðum. Taktu blað og krotaðu vísurnar fyrir stúlkuna, — hún kann að geyma, en þú mundir týna.“ Haukur brá við, náði í blýant og blað, og Símon dreypti á staupinu og bless- aði heimilið, en las síðan upp úr sér kveðskapinn orði til orðs. „Það er bara eins og ég sé farinn að tapa Eddunni, elskurnar mínar, og stundum þarf ég að grípa til auðveld- ustu hátta til að liðka mig, börnin góð. Nú var komin inn í eldhúsið stúlka, sem Þóra hét. Hún hafði á hendi gæzlu yngstu barnanna, rækti það starf af mikilli alúð og naut hylli allrar fjöl- skyldunnar. Hún var af léttasta skeiði, en bauð af sér góðan þokka. Þegar Haukur hafði lokið við að skrifa vísurn- ar upp úr Símoni, sagði Þóra: „Þér væri nær að yrkja um mig Símon, heldur en þessa unglinga, — komdu annars sæll.“ Símon tók undir kveðjuna, en ekki af verulegri alúð, og síðan sagði hann: „Það á hver sinn tíma, góða mín, og þinn er liðinn hjá, en þau — þessi — það er annað mál, þarna er það, á þess- um blómabölum, sem ástin og óðurinn dilla sér.“ Að svo mæltu spratt. Símon á fætur, þaut fyrst að Kristínu og hugðist kyssa hana, en hún vék sér undan, — síðan að Hauki, en hann brá sér af borðinu og stökk á^dyr. Þá hugðist Símon aftur freista þess að kveðja Kristínu með kossi, svo hún sá þann kost vænstan að fara að dæmi Hauks. Þau urðu svo ein eftir í eldhúsinu, Símon og Þóra, en brátt heyrði Kristín, að Símon fór út, raulandi fyrir munni sér. „Hann lét mig í friði, kalltetrið," sagði Þóra, „vissi sem er, að það mundi honum hollast.“ Símon kom oft, meðan Kristín var á Fríkirkjuvegi 11, og alltaf var honum veittur bezti beini, en meira en eitt staup af brennivíni fékk hann ekki nema í þetta eina skipti. Auk Símonar Dalaskálds hefur Krist- inu einkum orðið minnistæður einn þeirra manna, sem komu og þágu beina í eldhúsinu á Fríkirkjuvegi 11. Hún var að ljúka við að þvo matar- áhöldin, sem notuð höfðu verið um há- degið ,þegar hún heyrði barið hljóðlega bakdyra megin. Hún gekk fram, og þeg- ar hún lauk upp, sá hún, að úti stóð maður allhár vexti, en svo skinhoraður, að ekki er vafi á því, hvar sá bóndi hefði átt að vera geymdur, sem þannig hefði fóðrað skepnur sínar. Maðurinn var og mjög tötralega búinn og hafði margvafið mórauðum ullartrefli um háls sér — og það allt annað en snyrti- lega. Hann kvaðst eiga heima inn á Rauðarárstíg, vera kvæntur og þriggja barna faðir, börnin öll innan við tíu ára aldur. Hann þagnaði, þegar hann hafði sagt Kristínu þetta, og það setti að honum hóstahviðu. Þegar henni linnti, sagði hann móður og með hrygluhreim í röddinni: „Ég hef legið í lungnabólgu og er rétt nýskriðinn á fætur, var ekki meira en svo ég treysti mér hingað. En við eigum engan eyri, engan matarbita og ekki dropa af mjólk, — í gær smakkaði eng- inn á okkar heimili annað en harðfisk- rifrildi, sem konan fann úti á reit, og ekkert var handa börnunum að drekka annað en blátt vatn.“ Kristín hafði staðið eins og dæmd og horft á þessa uppmálun eymdar og bjargleysis. En nú rankaði hún við sér og bauð manninum inn. Hann þáði það, en þegar hún bar honum mat, sagði hann: „Heldur hún ég geti fengið að hitta Thor Jensen?“ „Já ég skrifa með þér nokkrar línur til hans. Þær sendir þú inn, og það mun duga.“ „Annars mundi ég....“ Hann leit hikandi á Kristínu. „Já, ég er að hugsa um, hvort mér muni vera óhætt að borða þetta í staðinn fyrir að biðja þig að lofa mér að fara með það heim.“ „Borða þú með góðri samvizku, bara ekki of mikið, vegna magans — á ég við, hérna er mjólk, og hana á þér að vera óhætt að drekka. Gerðu svo vel! Og nú ætla ég að skrifa handa þér á miða.“ Maðurinn fór þegar hann hafði borð- að eins og hann þorði. Hann þakkaði Kristínu og bað hana að bera hjónun- um beztu þakkir. „En,“ sagði hann, og nú varð hann á ný mjög áhyggjulegur, „heldurðu ég fái eitthvað í dag, strax í dag, handa þeim hinum?“ „Ef svo kynni að vilja til, að Thor Jensen hefði skroppið eitthvað frá og það drægist verulega, að hann kæmi, þá skaltu bara koma hingað aftur,“ svaraði Kristín. Manninum létti, og hann var furðu léttur í spori, þegar hann hvarf fyrir húshornið. Hann kom ekki aftur, og Kristín efað- ist ekki um, að hann hefði fengið þá björg, sem mundi duga meira en til næsta máls. Hún minntist ekkert á hann við húsbónda sinn, en manninum mætti hún seinna, þegar hún var að fara í heimsókn til ömmu sinnar. Hann nam staðar og þakkaði henni fyrir síðast, og víst var auðsætt, að hann hafði slegizt við. Hann hristi höfuðið og sagði: „Einstakur er Thor!“ Svo skildi með þeim Kristínu. 3 Þegar ráðskonan á Fríkirkjuvegi 11 var orðin svo hress, að hún gat tekið aftur við störfum sínum, fór Kristín til móður sinnar og frænku og dvaldist þar um skeið, vann hjá Sláturfélagi Suður- lands. Þegar störfunum þar var lokið réðst hún til heiðurshjóna og var hjá þeim um veturinn. Þar leið henni mjög vel. Vinnan var hófleg og hjónin voru henni sérlega góð. Konan var fríð sýn- um og myndarleg til verka, hlý í við- FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.