Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Síða 36

Fálkinn - 06.12.1961, Síða 36
móðir nemenda minna, neitaði alltaf að fylgja þessari kröfu hans. Hún vann hjá alþjóðlegri landbúnaðarstofnun og innst inni sætti Stalin sig aldrei við þetta sjálf- stæði hennar, enda varð þetta orsökin til ósamkomulags þeirra. Skömmu eftir að ég fór, gifti Stalin sig — í fjórða sinn — flugmanni, sem var fræg fyrir pól- arleiðangra sína. Ég skildi þessa gift- ingu hans alltaf sem uppgjöf — eins konar atvinnuleyfi fyrir allar konur í Sovétríkjunum. Þrátt fyrir aldur sinn átti Svetlana sér stór takmörk og framtíðardrauma. Hún ætlaði sér að verða efnaverkfræð- ingur. Gegnum Rósu hafði hún fengið því framgengt, að búið var til fyrir hana smækkuð mynd af efnarannsókn- arstofu, þar sem hún gat gert ýmsar dularfullar tilraunir. Dag nokkurn heyrðust brak og brestir. Efnarannsókn- arstofan sprakk í loft upp og litla stúlk- an birtist kolsvört í framan. Upp frá þeim degi heyrðist aldrei talað um efna- fræði í Villa Gorinka. Öðru sinni bað hún — sem formaður ungkvennafélags í Mojaiskum um opin- bera áheyrn hjá föður sínum í Kreml. Umsókn hennar varð að fara eftir venju- legum opinberum leiðum og hún fékk viðtalið sjö mánuðum síðar. Ég skildi við hana fyrir utan dyrnar og hún gekk stolt inn á skrifstofuna. Ég sá Stalin rétt bregða fyrir gegnum dyrn- ar, — hann sat við langt skrifborð mitt á milli tveggja hvítra steinkrukka sem voru sín við hvorn enda borðsins. Gólf- teppið á skrifstofunni var grátt og hús- gögnin voru af finnskri gerð, ljós og mjög skemmtileg. Ég gat einnig séð, að á veggnum hengu tvær myndir af Len- in, koparstunga yfir skrifborðinu og ljósmynd til hægri. Með sérstöku leyfi hafði Svetlana fengið tíu mínútna samtal í staðinn fyrir hið venjulega, sem stóðu aðeins í fimm mínútur. Hún las upp skýrslu, sem Stalin hlustaði á með mik- illi eftirtekt, meðan hann sat hreyfing- arlaus og horfði stöðugt á hana. Því næst spurði hann hana um ýmis atriði og fullvissaði hana um, að allt skyldi gert, sem hún óskaði eftir. Einn af vakt- mönnunum, sem ég talaði við sagði mér, að þetta væri nítjánda viðtal Stalins þann daginn. Heima í Villa Gorinka talaði Svetlana aldrei um þetta opin- bera samtal sitt. Vassili, sem einu sinni hafði minnst á svipað efni við matborð- ið, fékk stranga ofanígjöf hjá föður sín- um, og þremur árum seinna álasaði hann honum aftur fyrir það. Svetlana hafði sannarlega erft hið góða minni föður síns. Þannig minnti hún mig dag nokkurn á mánaðardaginn, sem ég kom til villunar. Sjálf var ég fyrir löngu búin að gleyma dagsetn- ingunni. Frá föður sínum hafði hún einn- ig erft sinn andlega viðnámsþrótt. Ég varð þess aldrei vör, að Stalin færi að sofa fyrr en klukkan tvö á næturnar. Hann fór á fætur um klukkan tíu til hálfellefu á morgana og var mjög lengi að raka sig. Hann bað mig dag nokkurn að þýða Le Temps fyrir sig, meðan hann rakaði sig, og við þetta tækifæri tók ég eftir því, að annar handleggur hans var styttri en hinn og að á borði stóð tæki til þess að mæla taugaspennu. Læknir Stalins Afanassy Abrikosov, var um langan tíma einn bezti vinur minn í vill- unni. Hann hafði dvalizt öll námsár sín í París og honum þótti gaman að fara með mér í huganum yfir alla helztu veitingastaðina í Latínuhverfinu. Oft sagði hann mér, að Stalin neitaði að fara eftir forskriftum hans. — Hann þjáist af angina pectoris, og hann verður ekki mikið meira en sex- tugur, ef hann heldur áfram að reykja og drekka. Áður en Abrikosov varð fremsti hjartasérfræðingur í Rússlandi, var SPIRALUX BAÐVOGIR Fást í verzlunum í Reykjavík og víða um land. BEZTA TÆKIFÆRISGJÖFIN BEZTA JÖLAGJÖFIN GJÖF FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Innflytjendur K. ÞORSTEIIMSSOIM & CO. Reykjavík, sími 19340. Lausn á verðlaunakrossgátu nr. 44 Áfi.! 8T&1Ú mmá ó R ufo G rÁiIo’Ja TkíIcV u J-.AAA*" V Binþil?, W HTd|t I VÍB'Ö R U R A . M_I [iy i ■V l A I u F V K' D j’ N |ó A R|Kpi]b1 D.|U R P u IF ÍÍN T R M n ó n A' R aIrifIaInK ~A ii|&i Ri 3 ; '0|T|t» ÍA~IO U N K ú V ÐiA.b ,c aJ IaTl. ím S T V Tj_ h v m TSdlMi DiH^ þJaJk ■rm-tnaq NlDÍblTiTl m n f r . E | ’I I* N Æ RÁ R Mf®gIÍH" i A.u'UÁ ír’Íu -7 .711 £ ■. n 1 W AilK u”ui a IsJaJ aJíæ ÉUV tfCTTiT AjjRjK Mfc G A i’ b1A EjA P i R. f A R. F Ja I, bjMT'Ó ulé’ ' kiu Iá’i t*1 ri’j u', ó’l k'l 01 tJ h| a U R K _R ím /, MA N Fjölmargar lausnir bárust við verð- launakrossgátu númer 44. Verðlaunin hlýtur Bjarni ísleifsson, Guðrúnar- götu 9. — Rétt lausn birtist hér að ofan. hann orðinn frægur fyrir að setja á stofn blóðbanka, þar sem hann „lagði inn“ blóð úr látnu fólki. Jafnskjótt og einhver dó á götu úti í Moskvu, var líkið strax flutt til Abrikosovs, sem þegar tæmdi æðar þess og notaði blóðið í ýmsum tilgangi. Vassili kallaði hann aldrei annað en blóðsuguna og Stalin var mjög skemmt, þegar hann heyrði það. Sunnudag nokkurn var Abrikosov boðið í skógarferð til staðar, sem var 30 km. frá villunni. Á undan höfðu verið sendir vaktmenn til þess að kanna leiðina og þegar þeir komu að engi höfðu þeir rutt meginið að leiðinni. Um síðir komu vagnarnir og þátttakendurnir í skógarferðinni komu sér fyrir á enginu. Skyndilega fölnaði doktor Abrikosov upp og bað um vatnsglas. Síðan féll hann í öngvit og var meðvitundarlaus. Til allrar hamingju var aðeins um lítilvæga slæmsku að ræða, sem leið brátt hjá, en þetta hafði djúpstæð áhrif á Stalin. Daginn eftir lýsti hann því yfir í á- heyrn Abrokosovs, að hann mundi minnka reykingar sínar um helming og hætta sínum kiefs — hinum óhóflegu stórveizlum í Kreml, en þangað bauð hann eingöngu gömlum vinum sínum. Hann hélt enn bindindi sitt tveimur mánuðum síðar, þegar ég fór frá Villa Gorinka. Ég var kölluð heim til Frakk- lands, þar sem móðir mín lá mjög veik. Vassili og Svetlana fylgdu mér til Moskvu. Við landamærin fékk ég skeyti frá Rósu, og heima í París hafði móð- ir mín þegar tekið við óskum frá henni um góðan bata. 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.