Fálkinn - 06.06.1962, Qupperneq 5
tJrklippusafnÍð
Sendið okkur spaugilegar
klausur, sem þér rekizt á í
blöðum og tímaritum. Þér
fáið blaðið, sem klausa yðar
birtist í, sent ókeypis heim.
Tíminn í apríl ’62.
Send.: Ómar Ragnarsson.
BARNAHURDARRÚM, nýtt, tíl
sölu. VetS kr. 600. Uppl að Fjöln*
l$veg 18, kjsíiera, eftir kl. fi. (261
'í ..i'lllll................
Vísir í maí ’62.
Send.: Elín Gísladóttir
öuðbrandur er þama við-
staddör ög *yið spyrjum haim
hvermg- honum ítist § alit þetta.
Hann segir: - Þetta vaj
ailt gért raeð raínu saro-
pykki frá upphafi. £g gérði
raér raunar greín fyrir þvt að
þetta royndi þýða 'roeiri eða
mínni aðskilnað. En e£ að hjóaa-
band þoltr ekkt nokkurra máo-
aða aðskifnftð, er grundvöliunro
ekki nógu aterkur,
- Hvenu-r ferð þú nú ul ú
daga ti) að keppa i Miss Europt
keppninni og verS þar vsentan-
Vísir í maí ’62.
Send.: Elín Gísladóttir.
Vísir í maí ’62.
Send.: Elín Gísladóttir.
Morgunblaðið 3. apríl ’62. Send.: Ómar Ragnarsson.
Visnabálkur
Góðkunningi okkar að vest-
an rakst á bréf í blaðinu um
daginn, sem merkt var H. H.
Fjallaði bréfið um það, að
menn ættu að vanda sig í bréf-
ritun. En bréfritari komst
svo klaufalega að orði í enda
þess, að góðkunningja okkar,
sem kallar sig „annan H. H.“
blöskraði. Hann kvað því:
í bréfritun að frumleik og
fegurð menn stefni,
flatneskju orðalag skyldi ei
neinum há. (H).
Þetta bréf er skrifað um
eitthvert efni,
og einhver verðlaun hlýtur
það líka að fá.
★
Fyrir nokkru barst okkur í
hendur ein frumlegasta aug-
lýsing, sem við höfum augum
litið. Var hún klippt út úr
Morgunblaðinu og munu vera
fjölmörg ár síðan hún birtist.
Vegna þess hve gömul hún
er, birtum við hana ekki í
úrklippusafninu, en þar sem
þetta er vísa látum við hana
fylgja með í vísnabálkinum.
Vísuna sendi okkur Ingi-
björg Guðjónsdóttir.
Ég vil ekkju og íbúð fá,
eða stúlku ríka.
Tilboð „þögull“ merkja má.
Mynd skal fylgja líka.
Við eignumst framtíð fagra þá
og fylling allra vona.
— Enginn spyr að aldri þínum,
kona. —
★
Þessi staka er eftir Stein-
unni Guðmundsdóttur frá
Heinabergi;
Vetrar kvíði ég kaldri nótt,
kafaldshríðin þrumar.
Æ, þú líður allt of fljótt
yndisblíða sumar.
★
Sólin vöngum hlúir hlý,
hrindir þröngum dvala,
hlíðum löngum einatt í
ymur söngur smala.
Sigurður Breiðfjörð.
★
Lifði frítt, en lítið sló,
leigði part úr koti.
Reykti tóbak, drakk og dó
Davíð í Bakkakoti.
Mála-Davíð.
★
Svo er hér hestavísa eftir
ókunnan höfund: .
Eigmmaður saklaus a svip:
Bregður vana varla sá, — Hvað segirðu, hefurðu ekk-
var sem brana í spori. ert til þess að fara í? Það var
Þegar Hrana er ég á leiðinlegt, þá þýðir ekkert
ýta mana þori. annað en vera heima.
£á (tejti. c.
DOIXiMI
Hafið þið ekki tekið
eftir þvi, þegar maður
heldur ræðu yfir borð-
um byrjar hann oft
sisona: „Áður en ég
byrja að tala, vildi ég
segja nokkur orð.
Maður nokkur œtlaði að kaupa sér gamlan bíl. Hann sá
auglýsingu í blaði, að Cadillac af árgerðinni 1952 væri til
sölu fyrir níu hundruð krónur. í fyrstu hélt hann þetta
vera gaman eitt, en þegar auglýsingin birtist aftur næsta
dag, afréð hann að fara og líta á vagninn. Hann fór nú á
staðinn og reyndist hann vera í auðmannahverfi borgarinn-
ar. Gömul og virðuleg kona tók á móti honum og sýndi
honum bílinn. Bifreiðin reyndist vera í fullkomnu lagi og
fékk maðurinn að aka henni fram og aftur um gatuna.
Hann festi þegar kaup á bílnum, og þegar viðskiptunum
var lokið, gat hann ekki stillt sig um að spyrja: — Segið
þér mér, hvers vegna í ósköpunum seljið þér bílinn svona
lágt, þér gœtuð að minnsta kosti fengið 50 þúsund fyrir
hann.
■— Það skal ég segja yður, sagði konan festulega. Eigin-
maður minn lézt fyrir nokkru og í erfðaskrá hans var þessi
lclausa: „Selja skal Cadillacinn minn og skulu peningarnir
fyrir hann renna til einkaritara míns, en hún var ætíð svo
góð við mig.“