Fálkinn - 06.06.1962, Qupperneq 7
Fyrsta fegurðarsamkeppnin.
------Þegar ég leit yfir
ykkar ágæta aukablað og sá
alla dýrðina, sem Einar Jóns-
son var að sýna, þá datt mér
í hug að spyrja, hvort þið
vissuð hvenær fyrsta fegurð-
arsamkeppni á íslandi fór
fram. Mér hefur verið sagt,
að hún hafi verið haldin 1930,
en því miður var ég ekki
fæddur þá og svo rengi ég
líka þá, sem mér sögðu þetta.
Drabbari.
Svcir:
ÞaS mun rétt vera, að fyrsta
feguröarsamkep'pnin hafi veriö
lialdin 1930. Voru myndirnar þá
af stúlkunum í sígarettupökkum.
Kölluöust þeir Teofani og
álmennt er þessi keppni kölluö
Teofani keppni.
Smásögur.
------Ég vil fá meira af
smásögum, sem eru að gæðum
eins og Villt á eyðimörk eða
þá gamansögurnar hans Willy
Breinholts. . .
U.
Svar:
Viö munum hér eftir sem
hingaö til kappkosta aö hafa
sem beztar smásögur í blaöinu,
bæöi gamansögur og sögur álvar-
legs efnis.
Úrklippusafnið.
Fálkinn, Reykjavík. — Hjá-
lagt sendi ég ykkur úrklippur,
sem ég hef safnað saman.
Annars gleymi ég oftast að
klippa út það, sem vekur at-
hygli mína, þar til ég upp-
götva að blaðinu hefur verið
fleygt. .. Ég má til með að
hrósa ykkur fyrir myndirnar
af fegurðarskvísunum. Þar
slóguð þið hinu vikublaðinu
við, því að prentunin tókst
mun betur hjá ykkur.
Beztu óskir um velgengni í
framtíðinni.
E. G.
Svar:
Viö þökkum allar úrklippur„
sem okkur liafa veriö sendar,
en vissulega er ekki unnt aö
birta þær állar. Ef blaöiö meö
úrklippunni kemur ekki til yöar
þá skuluö þér bara láta vita og
viö munum reyna aö bæta úr
því.
Knattspyrna.
Fálki góður. — Ég er einn
af þeim, sem fer daglega á
völlinn, þ. e. a. s. ef nokkur
leikur er. Samt þykir mér
það ekki nóg, mér finnst, að
þið ættuð að birta myndir og
skrifa greinarkorn með um
knattspyrnu og knattspyrnu-
menn. Ég veit, að það eru
þúsundir, sem hafa áhuga á
þessum málum.
Æ. Þ.
Svar:
Þetta er állt á leiöinni, því
aö þegar bréfiö birtist munu
myndir og upplýsingar um ein-
stáka leikmenn í þeim félögum,
sem senda liö í 1. deild Islands-
mótsins hafa birzt. Fyrsta grein-
in 'af þessu tagi var um Vál en
síöan munu hin félögin veröa
tekin fyrir smátt og smátt.
Krossgátan.
Kæri Fálki. — Ég er ein af
mörgum, sem kaupi þig, og
mér finnst gaman að lesa sög-
urnar þínar, og ráða kross-
gáturnar, en sá er ljóður á
ráði þínu, að venjulega er
einhver saga á baksíðu gát-
unnar, svo að ég get ekki sent
hana, þar sem ég held saman
blöðunum í mörg ár og tími
ekki að skemma blaðið með
því að senda ráðningu, ég hef
heyrt, að gátan sé ekki tekin
til greina, ef hún er tekin nið-
ur á annað blað. Er það rétt?
Svaraðu mér vinsamlegast við
fyrsta tækifæri. Svo þakka ég
þér fyrir skemmtilegar stund-
ir, og óska þér góðs gengis
í framtíðinni.
L. E.
Svar:
ViÖ tökum viö krossgátulausn-
um, þótt þær séu skrifaöar wpp
á blaö.
Gott viðtal.
— -— Ég verð endilega að
hrósa blaðinu fyrir að hafa
birt svo gott viðtal eins og
viðtalið við Sigurð Berndsen.
Ég held að það sé ekkert orð-
um aukið, að þetta er bezta
viðtal, sem ég hef lengi lesið.
M.
-----Ég skil ekkert í ykkur
að vera hafa svona viðtal við
fjárplógsmenn. Er ekki nóg
svínaríið, þótt þið farið ekki
að auglýsa það. Að vísu verð
ég að viðurkenna, að viðtalið
var gott og vel tekið og ein-
kenni mannsins sem rætt var
við komu vel fram, en ég
held, að blöðin ættu ekki að
vera auglýsa þessa menn .. .
S.
jJteiHJ
KURLASH PLOKKSKÆHI,
nýtízku augnabrúna
plokkari með fingra
gripi, hefir alla þessa
kosti:
Rennur ekki.
Gefur fullkomna yfirsýn.
Þér náið auðveldlega
öruggu taki.
Grípur örugglega örsmá hár.
Kynnið ykkur KURLASH augnsnyrtivörurnar.
Heildsölub.
H. A. TULINIUS
Mfjóöiö
11* #* ti o l p #* e
vetkamiö9
off kveöjiö
vatnsfötuna I
Húsmæður, sem fylgjast með tímanum, eru löngu hættar
að nota vatnsfötu og kúst við gluggaþvottinn. Þær nota
hið vinsæla Windolene.
Rúðan verðnr
lirein
og í'íii með
©11©
FÁLKINN 7