Fálkinn - 06.06.1962, Qupperneq 18
FRASOGN EFTIR JON GISLASON
r
Ast og útleg'd
i Paradísarhelli
ji'inhver sumarfegursta sveit á íslandi
eru Eyjafjöll í Rangárþingi. Þar er skýlt
fyrir kuldaátt og á vorum ber lit gróð-
urs og grósku um tún og hlíðar, fyrr
en í flestum sveitum. Sumarfegurð og
töfrar landsins sameinast í litríkum
dráttum, jafnt á undirlendi og í hlíð-
um. Sveitin er búsældarsveit, ein hin
mesta á íslandi. Undir Eyjafjöllum eru
margar kostamiklar bújarðir, þar sem
setin hafa verið auðug bú af miklum
höfðingjum og góðum bændum. Sveitin
er í sögunni rómuð af gæðum og kost-
um, en jafnframt er frægð hennar heill-
andi af atburðum úr lífi fólksins, sem
byggði hana og gerði garðinn frægan
af viðburðum hinnar miklu verðandi,
fylgjandi skapstórum og athafnasömum
bændum, sem rösuðu ekki um ráð fram,
þó að nýir straumar og stefnur léku um
landið.
í byrjun 16. aldar mátti heita, að svo
væri komið víðast hvar á landinu, að
hinar fornu höfðingjaættir, sem áttu
auð sinn og völd að arfleifð frá goðorðs-
ættum þjóðveldistímans, væru liðnar
undir lok. Kaþólska kirkjan hafði
reynzt drjúg í þeirri iðju að ganga á
milli bols og höfuðs á völdum þeirra,
og svæla undir sig auð þeirra. En í
Rangárþingi var enn við lýði höfðings-
skapur og völd sem byggð voru á fornri
arfleifð. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, bjó
einn ríkasti og voldugasti höfðingi 16.
aldar. Auður hans stóð á fornum merg
og göfgi ættar hans hlaut enn um skeið
að bera hátt á valdasviði þjóðarinnar.
Vigfús Erlendsson, sýslumaður, lög-
maður og hirðstjóri, hélt sig að hætti
stórhöfðingja fyrri tíma. Hann átti mik-
inn auð í jörðum og lausafé. Hann
stundaði verzlun að fornum hætti, og
hafði af henni drjúgar tekjur, og var
farmaður góður og hefur ef til vill átt
haffært skip um skeið. Hann varð hirð-
stjóri 1507, en var sviptur því embætti
1509. Árið 1520 sigldi hann til Dan-
merkur, til þess að reyna að fá hirð-
stjórnina aftur.
Utanlands hitti hann fornan kunn-
ingja sinn og samherja, Ögmund Páls-
son, sem þá var í Danmörku til að sækja
þangað biskupsvígslu-. Þeir höfðu margt
brallað saman heima á íslandi, og frami
18 f-Ælkinn
þeirra varð ennþá í auknum völdum,
þó að harðsótt væri til þess í garð kon-
ungs. Vigfús hlaut hirðstjórn á nýjan
leik, en hann komst ekki til íslands
aftur, því að hann lézt í hafi undan Nor-
egi, vorið 1521.
í utanförinni hafði Vigfús Erlends-
son átt talsverð skipti við Ögmund bisk-
up, meðal annars fengið hjá honum
talsvert af fjármunum að láni. Þegar
Ögmundur var setztur að stóli í Skál-
holti, tók hann brátt að hefja kröfur í
dánarbú fornvinar síns, Vigfúsar á Hlíð-
arenda. Var hann nú einn til frásagnar
um, hve miklar skuldirnar voru. Ög-
mundur biskup var allra manna fégráð-
ugastur, enda stóð ekki á kröfum hans
í dánarbúið að Hlíðarenda. Biskupi varð
vel ágengt, þar sem fátt var til svara,
börn Vigfúsar hirðstjóra voru bernsk,
en umboðsmenn þeirra stóðu höllum
fæti gegn kröfum biskups.
Vigfús átti fjögur börn, svo vitað sé,
dætur þrjár og einn son, er Páll hét,
eftir móðurföður sínum, Páli Jónssyni
á Skarði á Skarðsströnd, er veginn var
1496. En dætur Vigfúsar voru: Guðríð-
ur er var gefin Sæmundi ríka Eiríks-
syni í Ási í Holtum, Kristín, er varð
fylgikona síra Magnúsar Jónsson-
ar biskups á Hólum Arasonar, þau
bjuggu á Grenjaðarstað í Þingeyjar-
sýslu, og Anna er sagt verður frá hér.
Hlíðarendasystkini urðu öll mikil fyr-
ir sér. Guðríður í Ási í Holtum, varð
mikil auðkona. Sæmundur bóndi henn-
ar var einn ríkasti höfðinginn á Suður-
landi um sína daga. Páll Vigfússon
nam skólalærdóm í Skálholti og gerð-
ist ungur sveinn Ögmundar biskups.
Hann varð sýslumaður í Rangárþingi
og umboðsmaður Merkur- og Skóga-
eigna, sem var tekjumikið umboð.
Hann var kjörinn lögmaður sunnan og
austan árið 1556 og gegndi því embætti
til dauðadags. Páll líktist föður sínum
um margt, varð rausnarmikill höfðingi
og auðmaður mikill. Hann var frjáls-
lyndur í verzlunarmálum, og reyndi að
efla verzlun í Vestmannaeyjum til hags-
bóta fyrir Rangæinga. Páll undi illa
skuldaskilunum eftir föður sinn við
Ögmund biskup, og lenti í málum við
biskup út af þeim. Bar Páll sigur af
hólmi í þeirri viðureign, og endurheimti
talsvert af eignum dánarbúsins. Páll
kvæntist Guðnýju Jónsdóttur prests í
Holti undir Eyjaföllum. Þeim varð ekki
barna auðið.
Anna Vigfúsdóttir varð snemma sjálf-
ráð og stórlynd. Hún fékk til eignar
úr dánarbúi föður síns Stóruborg und-
ir Eyjafjöllum, ásamt fleiri jörðum, og
reisti bú á Stóruborg. Fór brátt mikið
orð af dugnaði hennar og fjársýslu, og
þótti hún kostur góður, og urðu margir
ríkismenn til að biðja hennar, en hún
hryggbraut alla. Leið svo fram um stund,
að Anna Vigfúsdóttir bjó búi sínu á
Stóruborg af miklum skörungsskap.
Sextánda öldin varð öld breytinga
og umróts á Islandi. Nýir straumar
erlendis frá bárust til landsins og ullu
miklum straumhvörfum, ekki sízt í sið-
ferðilegum efnum. Frjálslyndi hinna
fyrstu boðbera siðskiptanna hrifu
marga, og ekki sízt þá, sem á einhvern
hátt höfðu orðið fyrir barðinu á kirkju-
valdinu. Aukið frelsi í hjúskapar- og
ástamálum, var eitt af því, sem hreif
mest hugi alþýðunnar. Hugmyndir
miðalda kirkjunnar um hjúskap og
ástamál minna einna mest á nútíma að-
ferðir kynbótarmanna í blöndun bú-
fjárkynja. En hin þröngsýnu sjónarmið
kaþólsku kirkjunnar, leiddu síður en
svo til aukinnar hagsældar og kyn-
göfgi, enda var vart hægt að beita
þeim í fámennu þjóðfélagi eins og hér
á landi, nema á þann hátt einn að auka
tekjur kirkjunnar. Islenzka kirkjan fékk
drjúgar tekjur af sektum hjúskapar-
brota, og var lítt eftirgefanleg í þeim
sökum, sérstaklega, þegar við var að
eiga ríkara fólkið.
Páll lögmaður Vigfússon á Hlíðar-
enda varð fljótt hrifinn af hugsjónum
siðskiptanna, eins og margir aðrir fyrir-
menn á Suðurlandi. Andi siðskiptanna
lék því fljótt um Rangárþing, og hafði
í för með sér aukið frelsi, sem alþýða
greip fengins hendi. Sérstaklega gætir
þessa í ástarmálum. Þess er getið í
heimildum að frjálslyndi í ástamálum
hafi verið mikið á siðskptatímanum,
og hafi á stundum orðið meira en góðu
hófi gegndi, enda fór svo fljótlega, að
konungsvaldið varð að skerast í leikinn.