Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Side 22

Fálkinn - 06.06.1962, Side 22
NÝ SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR BRITT HAMDI NÝJA FRAMHALDSSAGAN UM HANA KATRÍNU hófst í síðasta blaði, en nýir lesendur geta byrjað að fylgjast með þegar beir hafa lesið eftirfarandi yfirlit: Katrín er lítil og fátæk stúlka, sem dvelst á barnaheimilinu Sólargeislinrs í fá- tækrahverfi í London. Faðir hennar er dáinn fyrir mörgum árum, en móðir henn- ar vann fyrir þeim mæðgum, unz hún veiktist og var flutt á fátækrasjúkrahús. Þann dag stóð Katrín frammi fyrir fröken Brown, forstöðukonu barnaheimilis- ins, og allt frá þeirri stundu stóð henni beygur af henni. Sagan hefst á því að Katrín kemur aftur á barnaheimilið eftir að hafa verið rekin úr vist hjá „fínu“ fólki. Þetta hefur borið við tvisvar sinnum áður. — í sæti Katrínar við matborð- ið er komin ný stúlka, Nellie, sem strax eftir fyrsta daginn verður bezta vin- kona hennar. Fröken Brown eys skömmunum yfir Katrínu fyrir að hafa verið rekin úr vistinni, en Katrín getur ekki sagt neinum frá því hræðilega atviki, sem varð ástæða þess. Feitur og ógeðfelldur þjónn á heimilinu, hafði ráðizt á hana í dimmum kjallaratröppum og reynt að nauðga henni .,. Nokkrum dögum síðar er von á þremur fínum frúm í heimsókn á barnaheimilið. Þann dag eru börn- in rifin á fætur klukkan fjögur og látin skúra og þrífa allt til hátt og lágt. Þeg- ar frúrnar koma er búið að klæða þau í föt, sem þau fá ekki að fara í á hverj- um degi. Ein hinna fínu frúa, tekur Katrínu litlu tali og spyr hana meðal ann- ars hvenær þau hafi farið á fætur í morgun. í ógáti segir Katrín eins og er, en fröken Brown hafði gefið þeim ströng fyrirmæli um hvað bær ættu að segja, ef þær yrðu spurðar einhvers. Guð minn góður! Hvað hafði hún sagt? Augu fröken Brown stungu hana eins og nálar um leið og hún sagði: — Katrín Williams er eitt af okkar verstu vandræðabörnum. Hún skrökv- ar ævinlega. Þrisvar sinnum hefur hún verið send aftur frá góðum heimilum hjá- virðulegum fjölskyldum, þar sem henni hefur verið útveguð góð vinna. Fyrst var hún hjá Austins dómara, en þar komst upp, að hún hafði stolið te- boxi..... Austins dómari. Katrín mundi aldrei gleyma þeim svíðandi löðrungum, sem hann hafði rekið henni, þegar starfs- fólk eldhússins kærði hana fyrir að hafa stolið teboxi, sem hún hafði aldrei augum litið.... — Þar næst var hún send til Lati- mers majors. Þar réðist hún á litla dóttur þjónsins þar og misþyrmdi henni.... Latimer major. Katrín beit á vörina. Nei, til hvers var að reyna að verja sig? Engin af þessum fínu frúm skildi hversu særandi það var að vera kölluð munaðarleysingi og hóruungi. Hún hafði misst stjórn á skapi sínu einn daginn. Katrín varð að hlusta á skýrslu frök- en Brown og komst ekki einu sinni að, þótt hún hefði vogað sér að mótmæla. Allt í einu heyrði hún ókunnu konuna segja: 22 FÁLKINN — En ekkert af þessu afsakar þá stað- reynd, að þér hafið rekið börnin á fæt- ur klukkan fjögur. Ég efast ekki um, að þetta hafi oft gerzt áður. Þér látið barnaheimilið líta vel út, aðeins meðan við erum í heimsókn. Og þér hafið látið vesalings börnin skúra og þrífa allt hátt og lágt hálfa nóttina og klætt þau síðan dauðþreytt í föt, sem þau fá ekki að klæðast dagsdaglega. Og ef ég þekki yður rétt, hafið þér áreiðanlega sérlega góðan mat á boðstólum í dag! Fröken Brown greip andann á lofti. Ákafar umræður hófust milli kvenn- anna og þær hröðuðu sér inn í annað herbergi. Dyrunum var lokað. Börnin stóðu fyrir utan orðlaus af undrun. — Ertu gengin af vitinu? Hún drep- ur þig, hvíslaði Nellie að Katrínu. — Það verður verst fyrir-hana sjálfa, svaraði Katrín og reyndi að sýnast hug- rökk. En innst inni átti hún enga ósk heitari en að vera komin langt í burtu. Það sem hingað til hafði gerzt á barna- heimilinu voru hreinustu smámunir hjá því sem hún átti í vændum. Hálfri klukkustund síðar kom fröken Brown. Hún leit út eins og þrumuský. Katrín hafði vissulega ástæðu til að óttast. Frúrnar voru komnar að útidyr- unum, þegar lafði Channing stanzaði og hvíslaði einhverju að fallegu konunni, sem Katrín og Nellie höfðu dáðst hvað mest að. Örskömmu síðar sagði konan við fröken Brown: — Mér þætti vænt um, ef ég mætti taka Ktrínu með mér. Okkur vantar stúlku á saumastofuna okkar. Að því er mér skilst á yður, viljið þér hvort sem er helzt losna við hana. Fröken Brown þagði og svaraði engu. Henni þótti bersýnilega miður að fá ekki tækifæri til þess að ná sér niðri á Katrínu. Loks gat hún stunið upp: — Takið hana, frú mín góð! En hún mun reyna heldur betur á þolinmæði yðar. Þér munuð áreiðanlega senda hana hingað aftur eftir stuttan tíma. Hingað kem ég aldrei framar, sór Katrín með sjálfri sér. Einhver tók í handlegg hennar. Hún snéri sér við og sá í örvæntingarfull augu Nelliar litlu. Nellie sagði ekkert, en svitinn bogaði af enninu á henni. — Fröken, sagði Katrín. — Hafið þér ekki líka vinnu á saumastofunni fyrir Nellie Fagg? Hún er bezta vinkona mín. Konan brosti til lafði Channing, sem kinkaði kolli til samþykkis. — Komið þið báðar. Við skulum sjá um, að þið fáið að vera saman. Farið þið nú og takið saman dótið ykkar. Vagn lafði Spencer, sem frúrnar höfðu komið í til barnaheimilisins Sól- argeislinn, var í fullu samræmi við hið glæsilega útliti eigandans. Hann var alsettur gylltu skrauti og gegnum rúð- urnar sást glitta í stoppuð sæti klædd bláu silki. Katrín og Nellie stóðu lengi og störðu á þessa óskiljanlegu dýrð. í þeirra aug- um var það hreint kraftaverk, að þær skyldu eiga að fá að aka í þessum vagni. Lafði Spencer var raunar ekkert um þetta uppátæki Lievens greifynju. Ekki svo að skilja, að hún hefði neitt á móti því að rétta tveimur fátækum telpum hjálpandi hönd, en henni fannst of langt gengið að bjóða þeim upp í henn- ar eigin vagn. Lafði Channing hafði haft gaman af þessari hugdettu greif- ynjunnar og stutt hana með ráðum og dáð. Og þegar vagninn rann af stað eftir götum fátækrahverfisins, sátu þær Kristín og Nellie við hlið hins skrautklædda ekils. Svipbrigði hans gáfu Ijóslega til kynna hvernig honum líkaði að hafa telpurnar við hlið sér. Nokkru síðar sveigði vagninn inn á opið svæði, sem aðskildi fátækrahverf- ið frá hverfi hinna ríku. Allt í einu varð fólkið öðru vísi útlits, betur klætt, glað- legra og glæsilegra á allan hátt. Og húsin breyttu um svip. Þau voru prýdd listrænu skrauti og aðskilin frá götun- um með skrautlegum grindverkum og limgerðum. Vagninn sem þær óku í, stakk ekki lengur í stúf við umhverf- ið og vakti enga athygli vegfarenda. Hvarvetna mættu þau ámóta vögnum, ef ekki ennþá glæsilegri. Katrín hnippti í Nellie, benti og hvíslaði og átti engin orð til að lýsa allri þessari dýrð. Lieven

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.