Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 34
Bróðan
Frh. af bls. 11
og sneri aftur upp stigann til sauma-
stofunnar.
— Kannizt þið við flauelsbrúðuna,
sem situr á mátunarstofu ungfrú Com-
be? spurði hún stúlkurnar.
Forstöðukonan og saumastúlkurnar
þrjár litu allar á hana. — Já, hana
könnumst við við, svaraði Elísabet.
— Hefur nokkur hérna uppi gert
það af glettni, að láta hana á stól fyrir
framan skrifborðið litla í mátunarstof-
unni? spurði hún.
Ungu stúlkurnar þrjár litu fyrst til
hennar og síðan á Elísabetu.
— Látið hana við skrifborðið? Að
minnsta kosti ekki ég.
— Og ekki ég heldur, svaraði önnur.
Hefur þú gert það, Marlena? Marlena
hristi bara höfuðið.
— Kannski yður sjálfri hafi þá dott-
ið í hug að gera þetta í gamni, Elísabet?
spurði Silja.
— Má ég frábiðja mér annað eins!
sagði forstöðukonan. Hún hafði fram-
stæðar tennur og leit alltaf út fyrir að
vera með muninn fullan af títuprjón-
um. — Ég hef annað að gera en leika
mér að brúðum!!
— Heyrið nú til, hélt Silja áfram, og
sér til undrunar tók hún eftir því, að
rödd hennar skalf. — Þetta var bara
voða sniðugt grín, sem engum gerði
neitt. En mér þætti vænt um að fá að
vita, hver fann það upp.
Saumastúlkurnar litu hana óhýru
auga.— Við erum búnar að svara yður,
frú Fox. Það hefur engin okkar gert
það.
— Kannski brúðan hafi risið á fætur
sjálf, og setzt fyrir framan skrifborðið,
sagði Marlena og flissaði óhæversklega.
Undarlegt var það, að tilhugsunin
kom illa við Silju. — Þetta er allt sam-
an mesta bölvuð vitleysa, mælti hún
reiðulega og gekk niður aftur.
ELÍSA COMBE gekk um og sönglaði
glaðlega. — Nú er ég búin að týna
gleraugunum mínum einu sinni enn,
sagði hún, þegar Silja kom inn. Það er
óþægilegt fyrir þá, sem eru nærsýnir,
— því þá getur maður ekki fundið gler-
augun, nema með því móti að fá önnur
lánuð, til að finna hin með.
— O, þau hljóta að vera hér einhvers
staðar, anzaði Silja og tók til að leita.
Loks ýtti hún við brúðunni á bekkn-
um. — Hérna eru þau, kallaði hún.
— Undir þessari óviðjafnanlegu
brúðu þér hljótið að hafa verið búin að
leggja þau þarna, þegar þér fleygðuð
henni á bekkinn.
— Nei, það gerði ég áreiðanlega ekki!
— Jæja, anzaði Silja óþolinmóð. Þá
hefur hún líklega tekið þau sjálf, og
falið þau fyrir yður.
— Á ég að segja yður nokkuð, Silja,
mælti Elísa og horfði hugsandi á brúð-
una. — Ég gæti svo vel trúað henni til
34 FÁLKINN
þess .... En nú skulum við halda á-
fram við verkið!
Þegar Silja fór um kvöldið, aflæsti
hún dyrunum að mátunarstofunni. —
Nú læsi ég hurðinni, sagði hún, og tek
lykilinn með mér!
— Það er nú svo, sagði Elísa Combe,
sem horfði á með hæðningsglotti. — Ég
fer að halda að þér grunið mig, eða
hvað? Haldið þér kannski, að ég sé svo
annars hugar, að ég fari hingað inn til
að setjast við skrifborðið, en taki svo
brúðuna í staðinn, og láti hana þar í
minn stað? Og gleymi síðan undir eins
því, sem ég var að gera? Teljið þér, að
þannig liggi í því?
— Það getur margt verið mögulegt,
svaraði Silja. En að minnsta kosti ætla
ég að tryggja það, að ekki sé hægt að
brúka fleiri brellur til morguns.
HIÐ fyrsta sem Silja gerði næsta
morgun, var að opna dyrnar að mátun-
arstofunni og ganga inn. Frú Groves
beið fyrir utan með óánægjusvip á and-
liti en klút og sóp í hönd.
— Nú skulum við sjá til mælti Silja
með eftirvæntingu.
Svo hrökk hún við og greip andann
á lofti. Brúðan sat við skrifborðið.
— Úh, sagði frú Groves fyrir aftan
hana. Ógeðslegt er þetta, það er einmitt
það, sem það er. Þér eruð náföl, frú
Fox. Þér eruð þó ekki að verða veik. Nú
hefur einhver verið að gera yður grikk,
einu sinni enn.
—- Ég fæ ekki skilið, hver hefði átt
að geta gert svona grikk að þessu sinni,
mælti Silja með hægð. Þér sáuð sjálf,
að þér komust ekki inn.
— Kannski einhver hafi annan lykil,
datt frú Groves í hug.
— Það held ég ekki, sagði Silja. —
Við höfum aldrei haft fyrir því, að loka
dyrunum að þessu herbergi. Að því
gengur gamaldags lykill, og aðeins þessi
eini.
— Verið getur, að hægt sé að opna
með einhverjum lyklanna, hélt frú
Groves. Þær báru nú alla lykla í hús-
inu við skrána, hvern af öðrum, en eng-
an þeirra var unnt að nota til að opna
hurðina inn í mátunarstofuna.
Þegar þær Silja og Elísa fóru um kvöld
ið, aflæstu þær enn hurðinni að stof-
unni. Haldið þér að hún sitji aftur við
skrifborðið, þegar við komum í fyrra-
málið? spurði Elísa.
— Já, því býst ég við, anzaði Silja.
En þar skjátlaði henni. Brúðan sat
ekki fyrir framan skrifborðið, heldur
lá hún úti í gluggakistu og gægðist nið-
ur á götuna, gegnum rúðuna. Og eins
og fyrr, sat hún í einkennilega lifandi
og eðlilegum stellingum.
— Ógn er þetta annars asnalegt,
finnst yður ekki? varð Elísu að orði,
þegar þær fengu sér tebolla um nónbil-
ið. Það hafði orðið þegjandi samkomu-
lag hjá þeim, að drekka ekki inni í mát-
unarstofunni, heldur í einkaherbergi
Elísu, hinum megin við ganginn.
— Hvernig asnalegt? spurði Silja.
— Ég á við, að hér er ekki um neitt
áþreifanlegt að ræða. Aðeins brúðu, sem
er alltaf að flytja sig úr stað.
EITT varð föst venja, eftir því sem
tímar liðu fram. Nú hætti brúðan að
láta sér nægja flutninga á næturþeli.
Hvenær sem þær komu inn í mátunar-
stofuna, er þær höfðu gengið andartak
frá, fundu þær hana sitjandi á öðrum
stað en áður. Þótt þær skildu við hana
á legubekknum, kemu þær að henni eft-
ir örskamma stund, yfir á stóli. Stund-
um sat hún úti í gluggakistu, eða þá við
skrifborðið.
— Hún færir sig alveg eftir eigin
vild, sagði Elísa. — Og á ég að segja yð-
ur, Silja, ég held henni þyki gaman að
því. Það sést á henni.
Konumar stóðu og horfðu á hreyf-
ingarlausa brúðuna, í mjúkum flauels-
kjól, með málað andlit.
— Fáeinar pjötlur úr flaueli og silki
og nokkrar málingarklessur, það er allt
og sumt, sagði Elísa Combe þreytulega.
— En okkur er vitanlega innan handar
að losa okkur við hana. Brenna hana
eins og galdranorn, eða gefa einhverj-
um hana. Á hlutaveltu eða því um líkt.
— Ég veit varla, svaraði Silja. — Ég
held ég þyrði það ekki. Ég er sannfærð
um, að hún kæmi hingað aftur.
— Segðu mér, við erum þó ekki að
verða bandvitlausar, báðar tvær? mælti
Elísa. — Er það tilfellið?
— Alls ekki, svaraði Silja. — En hitt
er ég voðalega hrædd um, að hún sé að
verða okkur ofviða. Því það er svo sem
auðséð, að hún er fastákveðin í að hafa
sitt fram. Það er hún, sem ræður yfir
herberginu nú orðið.
— Já, það er ekki um að villast, sagði
Elísa. — En þannig hefur það víst ann-
ars alltaf verið. Með liti og allt ....
Ég ímyndaði mér, að hún ætti svo vel
við herbergið — en í raun réttri er það
herbergið, sem á vel við hana. Frú
Groves hefur afsagt að ræsta framar
hér inni. Hvernig eigum við að fara að
þessu, Silja? Ég er að verða taugaveikl-
uð, það eru margar vikur síðan ég hef
getað gert ærlegt handarvik.
— Svona er það með mig. Ég á bágt
með að hafa hugann við að sníða. Ég er
alltaf að gera vitleysur, sagði Silja.
EN morgunin eftir bar svo til, að Silja
kom að dyrum mátunarstofunnar læst-
um.
— Ungfrú Combe, eruð þér með lyk-
ilinn? spurði hún. Voruð það þér, sem
aflæstuð í gærkvöld?
— Já, svaraði Elísa. — Ég læsti hurð-
inni, og hún á að vera aflæst framvegis.
— Við hvað eigið þér með því?
— Ég á við, að ég læt brúðunni eftir
stofuna. Hún hatar okkur, það hljótið
þér að sjá. En nú skyldi maður þó halda
að hún ætli að geta verið ánægð.
EFTIR þetta urðu þær rólegri, og
þannig liðu þrjár vikur. Þá mælti Silja
eitt sinn við Elísu: — Við ættum nú
sannarlega að líta þangað inn, einn góð-
Framh. á bls. 36.