Fálkinn - 06.06.1962, Qupperneq 37
□TTD - BARDAGINN UM ARNARKASTALA
Ottó leitaði alls staðar að stúlkunni, en árangurslaust.
Ruth hlaut að hafa snúið aftur til tjaldbúðanna. Hann
afréð að hraða förinni til Arnarkastala. Fáfnir mundi ef-
laust reyna allt til þess að hindra för hans. Auk þess væri
bráður bani að fara í gegnum skóginn. Þá var aðeins ein
leið eftir. Hann varð að fara yfir fjöllin. Ottó lagði af stað
þá leið og oft var það snarræði Ottós að þakka að hann
hélt lífi. I eitt skipti var hann að stökkva af baki og grípa
um taumana til þess að hesturinn hans, Baldur hrapaði
ekki niður í gljúfur.
Á meðan Ottó fór þessa hættulegu leið, lagði Fáfnir á
ráðin um, hvernig bezt væri að koma Ottó fyrir kattarnef.
Það þurfti snör handtök, ef svo átti að verða. Hann blés
i horn til þess að kalla saman menn sína. Smátt og smátt
safnaðist flokkurinn saman, en það gekk seint að fá alla
til að hlýða kallinu. Loks lét hann blása hljóðmerki, sem
táknaði, að allir ættu skilyrðislaust að koma. Loksins var
allur hópurinn saman kominn. Þeir siðustu voru nokkrir
riddarar. „Af stað“, hrópaði Fáfnir, „nú getum við byrjað
veiðarnar."
Menn Fáfnis skiptu sér um allan skóginn að baki fjall-
anna. Hornablástur heyrðist hvarvetna. Menn flýttu sér að
hlýða kallmerkjum foringjans. Flokkurinn raðaði sér um
götuslóðann, sem búizt var við að Ottó kæmi. 1 þetta
skipti átti hann ekki að sleppa lifandi. Þetta var valið lið
og það glitraði á hjálma og brynjur og glampaði á vopn
þeirra. Þeir voru vissir um sigur. En Ottó stýrði hesti sínum
bak við klett. Hann hafði séð glampa á vopnin.
FÁLKINN 37