Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 4
4 *© CD Fegurðardrottning Finnlands var kjörin fyrst af fegurðardrottn- ingum á Norðurlöndum. Hún heitir Kaarina Leskinen. Dómnefnd, skipuð af blaða- og listamönnum var sammála um valið. Kaarina er frá Helsingfors og 172 cm á hæð og starfar sem sýningardama. 35 fegurðardísir tóku þátt í keppninni í Finnlandi að þessu sinni. Flugferð. Danny Kaye hefur fengið orð fyrir að aka hratt. Nýlega lærði hann á flugvél og er hann hafði fengið flugmannsskírteini, bauð hann William Goetz kvikmyndaframleiðanda í flugferð. — Allt í lagi, ég skal fljúga með þér, sagði William Goetz, en ég vil ekki aka með þér til flugvallarins. Við skulum hittast þar. Samskot til kátra ekkna. Slungnum Bandaríkjamönnum heppnast á hverju ári að fá auðtrúa landa sína til þess að gefa milljónir dala í fölsk samskot, þar sem mestur hluti fjársins rennur beint í vasa safnenda. í desember mánuði er mest um slíka söfnun. Þá verða Bandaríkjamenn alveg sljóir fyrir þessu og ausa fé út á báða bóga og skeyta ekkert um hvert peningarnir fara. Þess vegna hefur nokkrum gárungum oft og tíðum heppnast að safna fé fyrir máltíð handa útigangsköttum og samskot til styrktar ekkju óþekkta hermannsins. Þegar blindir fá sýn. William Passmore frá Dartington í Englandi hafði verið blind- ur í fjörutíu ár, þegar hann var skorinn upp og fékk sjónina aftur. Hrifinn tók hann á móti eiginkonu sinni með þessum orðum: — Þú hefur ekki vitund breytzt, síðan ég sá þig siðast. Annað bindi af end- urminningum jarlsins af Avon hefur ekki átt miklum vinsældum að fagna. Jarlinn af Avon er ef til vill betur þekktur undir nafninu Antony Eden og bók hans fjallar um árin 1951-—1957, þegar hann dró sig í hlé sem utanríkisráð- herra. I Lundúnum er ár- lega haldinn mikill bókamarkaður og á þeim, sem haldinn var í vetur, voru stórir hraukar af síðara bindi endurminninga Edens. Var bókinni dreift inn á milli ómerkilegra skáld- sagna og lélegra æviminninga. Verð bókar- innar var í upphafi 35 sh, en bókaútgefand- inn Cassels lét lækka það um helming. ★ Wladziu Valentino Liberace er frægur píanóleikari í heima- landi sínu, Bandaríkj- unum. Fyrir skömmu lét hann breyta húsi sínu í Hollywood og eru til að mynda öll gólf þakin gullsaumuð- um teppum; borð, öskubakkar og baðkör eru í laginu eins og flygill. Auðvitað er þetta allt logagyllt. í tilefni af breytingunni hélt Liberace veizlu og urðu allir gestirnir að klæðast logagylltum inniskóm, áður en þeir stigu inn fyrir hússins dyr. Varð þá sumum að orði: — Ekki er nú öll fordildin eins. Hinn kunni Dani, Georges Ulmer, sem býr í Frakklandi, gaf konu sinni veit- ingahús íl afmælis gjöf. Þegar menn spurðu hann að því, hvers vegna hann hefði tekið upp á slíku, skýrði hann svo frá: — Hingað til hef ég næstum alltaf gefið henni einhvern skartgrip á afmælisdaginn, en fyrir ári var brotizt inn í íbúð okkar í París og stolið öllum skartgripunum, — og í þetta skipti sagði ég við sjálfan mig, að ég skyldi nú gefa blessaðri dúfunni eitthvað, sem ekki væri unnt að stela frá henni. ★ 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.