Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 13
með flugvél. Gat ég séð um, að þeir
kæmust þangað klakklaust? Þegar ég
hafði talað við þá stundarkorn, komst
ég að því, að þeir voru norskir og synir
þessa umrædda læknis. Svo mörg hjóna-
bönd og sambönd höfðu farið út um
þúfur eftir fimm ára stríð og hersetu,
og þetta var víst eitt þeirra. Móðir
drengjanna var gift hérna í annað sinn,
og nú ætluðu drengirnir að heimsækja
föður sinn í Osló. Loksins gafst mér
kostur á að endurgjalda hluta af greiða
læknisins. Ég gerði ferðaáætlun, keypti
landabréf, gaf góð ráð, og ég kom þeim
í samband við gott fólk í Nairobi,
Khartoum og Aþenu. Þar sem vél
drengjanna lenti, var alltaf einhver
sem hjálpaði þeim að skrifa póstkort,
gaf þeim ís og súkkulaði og drekkti
þeim næstum í appelsínuvatni. Þessi
ferð gat orðið ein slíkra ferða, sem verð-
ur ævintýri fyrir barnabörnin fjörutíu
árum síðar.
Móðir drengjanna var mér þakklát,
án þess þó hún vissi um orsök góðsemi
minnar. Hún talaði um manninn sinn
sem Adams. Mr. ADAMS réttara sagt,
því að manni fannst hún alltaf segja
nafnið hans með stórum bókstöfum.
Tveimur vikum eftir ferðalag drengj-
anna var mér boðið til kvöldverðar hjá
þeim. Ég get hugsað ýmislegt skemmti-
legra en að snæða kvöldverð hjá blá-
ókunnugu fólki, sem býr 18 mílur frá
þeim stað, þar sem maður býr sjálfur.
En þar sem ég átti ekki sjálf bíl, skrif-
aði ég þeim þakklætisbréf, en sagðist
því miður verða að afþakka sakir ferða-
örðugleika. í kjölfar þess fylgdu áköf
símtöl, og þetta endaði með því, að
mr. ADAMS kom sjálfur að ná í mig,
og hann var í sannleika sagt ómótstæði-
FÁLKINN
13