Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 19
SMASAGA EFTIR JACOB HAY ir höfðu gleypt við þættinum eins og gamalli amerískri frænku. Og þetta hefði orðið eins og andleg fæða fyrir vesalings gamla manninn. Síðan hefði hann farið með sögu sína til einhvers lögfræðings, sennilega eins af þessum samvizkulausu, og í samein- ingu hefðu þeir lagt á ráðin, til að mjólka hin amerísku sjónvarpssamtök. Þó að Anderson, Anderson & frændi notuðu dýrt og áberandi bréfsefni, var það engin trygging fyrir heiðarleik þeirra. Og ef kröfur gamla mannsins væru nú ekki of freklegar, hvers vegna ekki að.. . Örlítil huggun til hans svona síðustu æviárin myndi varla ríða Waggs- hall, Thisby & Fineh að fullu. Auk þess hermdu heimildir þeirra að SVARTI RISINN hefði ávallt stundað glæpa- mennsku sína af óvanalegri góð- mennsku og heiðarleik. Og það var meira að segja hugsan- legt að gamli maðurinn væri fús til að gerast tæknilegur ráðunautur. Það gæti orðið ómetanleg auglýsing fyrir þá að hafa sjálfan RISANN sér til að- stoðar. En það þýddi líka algeran sigur, sem gripinn var úr nær algjörum ósigri. Flugvélin þaut áfram í næturhúminu í átt til Englands og dögunarinnar. Og Mike brosti í gegnum svefninn. Það kom í Ijós að húsgögnin í skrif- stofum Anderson, Anderson & frænda í húsi nr. 21 við Pomander-stræti í vesturhluta Lundúnaborgar, höfðu verið valin af mikilli smekkvísi á dögum Georgs hins þriðja, afþurrkuð síðla vors 1902 og látin ósnert síðan. Skrifstofumaður vísaði Mike inn í valhnotuþiljaða einkaskrifstofu Ander- sons eldra, sem var, að því er Mike virtist, eins og af einhverjum listamönn- um hjá Madame Tussaud og ætlaður til að fylla í ráðuneyti Gladstones. — O, já. Já, já, hvein í hr. Anderson, —■ þér eruð áreiðanlega hr. Davenant. — Ég læt aldrei af undrun minni yfir þreki og einbeitni ykkar Ameríku- manna, minn kæri herra. Um leið og hugmyndin fæðist er framkvæmdin hafin. Lögfræðingurinn gerði smá hlé á ræðu sinni til að geta dregið heljarstórt gullúr upp úr vasa sínum. — Mér skilst að klukkan sé orðin ellefu, herra minn. Það er venja mín að hressa mig á smá súkkulaði eða tesopa og kexköku á þessum tíma. Ég vona að þér gerið mér þann heiður að fá yður hressingu með mér. — Með ánægju, svaraði Mike, og í sömu andrá birtist þjónn í dyrunum samkvæmt friðhelgri venju. Hann bar stóran bakka, sem var á súkkulaðikanna úr silfri, kexkökubakki úr silfri og tveir bollar og undirskálar. Eins og prestur í fornum trúarflokki hóf skrifstofumaður- inn athöfnina með því að hella súkku- laðinu í bollana, Mike skynjaði einhvern óljósan og óþægilegan óraunveruleika. Þetta var sízta umhverfið, sízta andrúmsloftið, sem honum hefði dottið í hug að hann myndi ræða í hina trylltu og hamslausu ævi eins mesta stiga- manns í æðisgenginni sögu Nevada. — Síðan styrjöldin geisaði, hóf hr. Anderson máls aftur og tók upp bollann sinn, — hefur mér fundizt eins og súkkulaðið hafi glatað einhverju af bragði sínu og ilm. Og eins, stundi hann löngunarfullur, — er jafnerfitt að fá sómasamlegt og reglulegt Kína-te nú á dögum. -— U, já .. . sennilega, sagði Mike hálf utanvið og velti fyrir sér, hvenær Anderson, Anderson & frændi kæmust að kjarna málsins. Hann dreypti á súkkulaðinu, og hr. Anderson ræddi um ýmis sjónarmið í garðrækt og öðrum hugðarefnum, sem hann sagðist hafa mikla unun af. Að lokum og með mikilli eftirsjón sneri lögfræðingurinn sér þó að málefni því, sem framundan var. — Mjög viðkvæmt mál, hr. Dave- nant, sannarlega mjög viðkvæmt. Eigin- lega ekki sú tegund mála, sem við helzt kjósum að fjalla um. En í þessu tilfelli. . — Jæja, það var þá algjör ósigur framundan eftir allt saman, hugsaði Mike með sér. Þrátt fyrir þessa 18. aldar viðhöfn, voru Anderson, Ander- son & frændi ekki alveg Utan við hina óforbetranlegu 20. öld. Og hver var eiginlega frændinn? — Ég er viss um að við getum komizt að samkomulagi, sem er viðunandi fyrir báða aðila, sagði Mike með hægð. — Auðvitað þykir okkur leitt, ef óviljandi hefur verið farið særandi um einka- mál, og við erum reiðubúnir að gera okkar bezta til að komast að niðurstöðu. En að sjálfsögðu að því tilskildu að þessi hr. Fitzgerald geti sannað að hann sé SVARTI RISINN. — Ah, ég er hræddur um að málið sé ekki svo einfalt, hr. Davenant, og hr. Anderson lét gómana á löngum hvítum fingrum sínum nema saman rétt fyrir neðan hyrnda hökuna. — Ah? — Það getur verið að litið sé mis- jöfnum augum á skoðanir skjólstæðings míns, um hvað sé hagstætt samkomulag. Og ég ætti kannske að bæta því við að lagalega er engin fyrirstaða fyrir rétt- mæti skoðana hans. En það, kæri herra, er atriði, sem hann óskar að ræða við yður sjálfur. — Þér gætuð þá ef til vill upplýst mig, hvar ég get hitt hann? — Ég hef leyft mér að undirbúa fund ykkar. Ef þér gætuð hagað því svo til, að þér væruð á gistihúsi yðar eftir mið- degisverð í dag, mun frænka skjólstæð- ings míns, ungfrú Patricia Fitzgerald, hitta yður þar og fylgja yður til frænda síns. Og þá, herra minn, leyfi ég mér að óska yður hins bezta. Ég efast um að við eigum eftir að sjást aftur. Það var hlægilegt. — Jú, vissulega, mótmælti Mike. — Við eigum eftir að ganga frá öllum lagalegum smáatrið- um. Hlutirnir virtust gjörbreytast í einni svipan. Og þessi stúlka. Einhverra hluta vegna hafði Mike aldrei hugsað sér SVARTA RISANN sem fjölskyldu- mann eða að hann ætti ættingja. — Skjólstæðingur minn er mjög stað- fastur í skoðunum sínum, sagði hr. Anderson. — Ég vona, að þér eigið Framh. á bls. 34 FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.