Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 16
Aly Khan gerði Ritu Hayworth að prins- essu, og þau eignuðust eina dóttur. En hjónabandið varð skammlíft, eins og öll önnur hjónabönd Ritu, og þau fóru hvort sína leið. Þegar Rita Hayworth giftist Orson Welles, reyndu umboðsmenn hennar að hamra á slagorðinu: „Fegurðin giftist gáfunum“. Hið sama gerðist þegar Marilyn Monroe giftist Arthur Miller. Rita Hayworth ætlar að ganga í hjónaband í 6. sinn. Það er ekki langt síðan þetta heyrðist, en þá skömmu áð- ur hafði Rita sést með Broadway- stjörnunni Gary Merrill, sem þá var ný- lega skilinn við Bette Davis. Sjálf „at- ómsprengjan“ var þá nýbúin að yfir- gefa sinn 5. eiginmann. En hvað um það, þau leika saman á Broadway, en ekki eru þau gift ennþá. Ekki verður annað sagt, en Rita Hay- worth hafi lifað viðburðaríka ævi. Kornung giftist hún duglegum kaup- sýslumanni í Texas, en sá hét Edward C. Judson. Þá var Rita enn þá óþekkt og notaði sitt rétta nafn, Margerita Cansino. Judson þessi var í miklum uppgangi sem olíubraskari, en Rita yf- irgaf hann er hún flutti til Hollywood og hóf að leika í kvikmyndum, — hún hafði sem sagt ekki not fyrir hann lengur. Eftir það tók hún saman við undrabarnið í Hollywood, snillinginn Orson Welles. Reyndar hafði hjónaband hennar og Judson þá staðið í 6 ár. Orson Welles var, og er mikill snill- ingur og naut Rita góðs af því. Ekki entist þetta hjónaband þó lengi. Hún yfirgaf Welles árið 1948 en þá höfðu þau verið gift í 5 ár. Líklega hefur Rita lítið getað átt við Orson Welles, — hann var mjög skapríkur og geysi- legur hæfileikamaður. Þau eignuðust eina dóttur, Rebeccu, sem Rita tók með sér. Seinna sá hún eftir að hafa skilið við Welles. Það vakti alheimsathygli, er Rita varð prinsessa og giftist Aly Khan, en það var víst hreint ekki svo auðvelt fyrir Aly af trúarlegum ástæðum, en það er áreiðanlegt að mikil og virðuleg brúðkaupsveizla var haldin, á frönsku Rivierunni. Þremur árum síðar skildi Rita við Aly — og tók dóttur þeirra, Yasmin, með sér. Árið 1953 giftist Rita söngvara nokkrum, Dick Haymes, að nafni, en hjónaband þetta var nokkuð óvinsælt meðal almennings. Hann var skemmti- Það gengur nú fjöllunum hærra, að Rita Hayworth muni innan skamms giftast í sjötta sinn og að þessu sinni leikaranum Gary Merrill. Hér á mynd- inni fara þau saman í frægt tízkuhús. 16 FÁLKINN legur og glaðlyndur náungi, sem ekki þjáðist af metnaðargirnd um of, en ekki hentaði Ritu að lifa í svo tíðinda- lausu hjónabandi, enda slitnaði upp úr því eftir tvö ár. Fimmti eiginmaður Ritu Hayworth var kvikmyndaframleiðhndinn James Hill, en hann hefur gert margar mynd- ir í félagi við Burt Lancaster og Ben Hecht. Sem einn af eigendum firmans Hecht-Hill-Lancaster hefur hann fram- leitt kvikmyndir víða um lönd t. d. „Vera Cruz“ í Mexico, „Trapez“ í Frakklandi, ennfremur myndir á Spáni, Englandi og víðar. Síðasta myndin var tekin á Spáni og stuttu eftir að töku hennar var lokið yfirgaf hún Hill, en þau höfðu gengið í heilagt hjónaband árið 1958.' Á leiðinni til Spánar hafði Rita kom- ið við í Róm og settist hún að á Hotel Flora í Via Veneto. Þá kallaði hún til sín blaðamenn, en kom sjálf um það bil hálftíma of seint á fundinn og ítÖlsku blöðin létu sér fátt um finnast, m. a. sögðu þau, að stjarnan úr kvik- myndunum ,,Gilda“ og „Regn“ o. fl. sem gert höfðu hana heimsfræga „at- ómsprengju“, væri nú orðin gömul og skorpin. Þau sögðu, að hún ríghéldi í fortíðina, sem aldrei kæmi aftur, og henni færi betur að setjast á bekk með rosknum hefðarkonum, — „Atóm- sprengjan“ væri ekki virk lengur, held- ur eins og blautt púður. Rita var orðin hrukkótt í kringum munninn, hún var stutt í spuna á blaðamannafundinum og svaraði eins atkvæðisorðum og stundum var eins og svör hennar væru fyrirfram samin. Blaðafulltrúar í Hollywood eru slyngir náungar og láta stjörnurnar sínar ekki vaða elginn og ítölsku blaðamennirnir minntust fund- arins með Marilyn Monroe. Er Marilyn var spurð, hver væri hennar eftirlætis- litur, þá leit hún spyrjandi augnaráði á blaðafulltrúa sinn. Goðsögnin um Ritu Hayworth lifði samt í hugum sumra blaðamannanna. Segja má að Rita Hayworth hafi átt at- hygli almennings í ríkara mæli en nokkur önnur kona. Henni hefur ver- ið líkt við Afrodite og Helenu fögru. Bandarískur kvikmyndahöfundur, Win- throp Sargeant, heldur því fram, að Rita Hayworth sé þegar orðin banda- rísk þjóðsagnapersóna, enda hefur hún fengið um 1200 bréf á dag og 270 hjú- skapartilboð á viku. Er hún lék í kvik- myndinni „Konan frá Shanghai“ neydd- ist hún til þess að láta klippa hið fagra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.