Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKDNNUÐLJRINN MIKLI Lögmaðurinn hóstaði virðulega, þegar landkönnuð- urinn hafði dregið upp merkjaflaggið. „Ahum,“ hóf hann mál sitt hátíðlega, „hér með lýsi ég yfir að Bongo- land hefur verið kannað á löglegan hátt í samræmi við þær reglur sem gefnar eru í síðustu erfðaskrá Gulli- bers frænda.“ Meðan landkönnuðurinn tók við að merkja staðina inn á kortið, sneri Panda sér að lög- manninum og sagði: „Þetta hefur verið mjög erfið ferð, við flugum yfir eyðimörkina, brutumst í gegn- um frumskóga og syntum yfir fljótin. Meðal annarra orða hvernig komust þér hingað, herra lögmaður?“ „Ég tók lestina,“ svaraði málaflutningsmaðurinn. „Lestina,“ endurtók Panda undrandi. „Já, einmitt,“ sagði lögmaðurinn, „ef þú lítur fram fyrir brúnina þarna sérðu járnbrautarstöð niðri í dalnum.“ Lest sú, sem landkönnuðurinn og Panda ásamt lög- manninum voru í, hafði nú farið út úr skóginum og rann nú eftir sléttu mikilli. Það mátti sjá alls konar dýr báðum niegin við brautarteinana. „Á morgun mun- um við koma í Hófadalinn. Það er síðasti áfanginn,“ sagði landkönnuðurinn. „Það er nú það,“ sagði lög- maðurinn, „og eftir að þér hafið kannað svæðið, er arfurinn yðar eign.“ Lögmaðurinn hélt áfram: ,,Ég vildi bara segja frá því, að ár það, sem þér fenguð til þess að ljúka þessu, rennur út hinn daginn. Það þýðir, að þessu verður að vera lokið eftir tvo daga.“ „Ég veit það,“ sagði landkönnuðurinn rólega, „við munum ljúka þessu á tilsettum tíma.“ En Aloysius frændi hafði hlustað vandlega á tal þeirra. Aloysius frændi beið þangað til dimmt var orðið. Þá hófst hann handa. En þeir félagar, landkönnuður- inn og Panda, fóru að sofa. „Ég held það væri betra að fá sér örlítinn dúr, áður en við komum til Hófa- dalsins,“ sagði landkönnuðurinn. „Þið hafið nógan tíma, frændi," sagði Aloysius og stökk yfir á næsta vagn. „Næsta lest kemur eftir rnánuð," sagði hann glottandi um leið og hann losaði tengslin á milli járn- brautarvagnanna. Og síðasti vagn lestarinnar losnaði frá og varð eftir á hinni víðáttumiklu sléttu, en í honum voru einmitt, Panda, landkönnuðurinn og lög- maðurinn. 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.