Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 30
Legsteimi á gröf . . . í’rh. af bls. 28 séð um skilnaðinn í kyrrþey, rétt eftir stríð. Fólk er lágkúrulegt, finnst yður það ekki? Vaughan var orðinn leiður á mér, og þetta með barnleysið höfðum við vitað bæði síðan 1938, þegar við giftumst. Meinið var bara það, að ég var alls ekki orðin þreytt á Vaughan, þvert á móti, segi ég næstum. Nú, en nú á Vaughan son og ég á búgarðinn og talsverða fjárfúlgu. — Það fara víst um mig hinar verstu sögur, er það ekki? spurði hún skyndi- lega. — Eins slæmar og hægt er að hugsa sér, stúlka mín, sagði ég, og við hlóg- um báðar. — Sannaðu til, þetta er vafalaust allt satt, sem sagt er, sagði hún og kinkaði kolli. ★ Ég sá hana einu sinni fulla örvænting- ar og næstum vitstolta af heift. Það var árið 1956 — í október, þegar Ung- verjaland barðist eitt gegn hálfum heiminum. Ég minnist orða Adams. Hið eina, sem Anna þoldi ekki: fólk á flótta. Flóttamenn á vegum úti: börn og gamal- menni, foreldrar og húsdýr og hundar. Ég veit ekki, hvernig skerfur hennar til Ungverjalands varð, en ég veit að þegar hún varð að hjálpa, þá hjálpaði hún, þar til hana verkjaði í skrokkinn. Ég hef séð hana hrokafulla, ósvífna og ölvaða, eins og í fyrsta sinn á kránni norður af landamærum Kongó. Ég sá hana með fjölda karlmanna, sem hún átti vingott við — ef til vill og ef til vill ekki elskendum. Ég var með henni og gyðingunum tveimur, vinnuflokk, stuttu áður en ég fór frá Afríku, og mér varð ljóst, að Julie og Abraham voru einnig fulltrúar þeirra manna, sem Adams talaði um: flóttafólk. Frankfurt — Osló — Stokk- hólmur — New York til Bulawayo — löng leið. Þetta var í síðasta sinn, sem ég sá hana. Hún hafði ætlað að koma hingað niður að hafinu og klettunum í fyrra og nú aftur í ár. 30 FÁLKINN í fyrrasumar sendi hún agnarstutt bréf: Sorry — no time for travelling. Bloody, bloddy Congo. Þykir fyrir því. Engan tíma til að ferðast. Bannsetta, bannsetta Kongó. ★ Sífelldur flóttamannastraumur hlýtur að hafa farið yfir landamærin til Róde- síu þessa mánuði, og Anna hefur séð strauminn frá búgarði sínum. Bílar og bílar og bílar og fótgangandi Evrópu- menn og innfæddir, börn og gamal- menni, foreldrar og húsdýr. Um jólin skrifaði hún, að hún væri þreytt, en nú kæmi hún örugglega í ágúst eða september næsta ár. ★ Það leið fram í ágúst — og septem- ber, og flóttamannastraumurinn til suðurs byrjaði á ný frá Kongó. Ég veit ekkert, nema það, sem ég las í tilkynn- ingunni frá Northern News, að mrs. Hester hafi fundizt drukknuð í sund- laug sinni. Það hlýtur að hafa verið í byrjun hitatímans, og ef til vill hefur Anna farið þangað, einungis til þess að kæla sig fyrir svefninn. Hún hefur kastað sloppnum á laugarbarminn, stokkið út í en hlekkzt á. Kannski sat hún ein og lék á grammófón, eins og hún var vön — og drakk koníak. Hún var kannski ekki einu sinni ódrukkin. Eða . . . . Nei, ég veit ekkert. Anna Hester er dáin. Hún lét ekki eftir sig neina erfingja, stóð í dagblað- inu. En hún hlýtur að hafa látið eftir sig nálægt 90 guðdætur — stúlkur, sem allar hétu sama nafninu. KATItÍN Framh. af bls. 23 alla muni að bera kremið, sem ég keypti handa þér, á hendur þínar og olnboga. Kæra dagbók! Ég held að ég verði nú að hætta, því að ég er ósköp þreytt, næstum því eins þreytt og þegar ég skúraði gólf á barnaheimilinu. En fröken Brown ætti bara að sjá mig núna, — í ljósgulum sikináttkjól og rós- óttum inniskóm! Ég er viss um, að það mundi líða yfir hana.“ Sama kvöldið sat sir Richard niðri í bókaherberginu sínu við skrifborðið sitt og leitaði í bunka af gömlum bréf- um og skjölum. Einhvers staðar hlaut hann að finna fátæklega teikningu af heimilinu í frumskóginum. Frú Bourne hafði sent honum hana sem þakklætis- vott fyrir peninga, sem hann hafði lán- að fjölskyldunni. Hún átti að vera ásamt einu af síðustu bréfunum sem hann hafði fengið frá Kongó og að því er honum virtist hlaut hún að hafa gert teikninguna aðeins fáeinum mánuðum áður en hún fórst. Hann slengdi bréfa- bunkum óþolinmóður til hliðar og bless- aði um leið þann vana sinn að fleygja aldrei nokkrum hlut, sem hann fékk í pósti. Þarna var hún! Hann þekkti aftur utanáskriftina á bréfinu. Sigri hrósandi tók hann bréfið upp úr umslaginu, stutt bréf með venjulegum þakkarorðum á- samt einfaldri og barnalegri teikningu af hvítri byggingu bak við nokkur pálmatré. í forgrunni voru nokkrar inn- fæddar konur ásamt grannvaxinni stúlku með sítt hár. „Morgunn á plant- ekrunni. f forgrunni er dóttir okkar, Chaterine“, stóð svona til öryggis í öðru horninu. Hann hafði fengið hugmyndina síð- degis, þegar hann hafði séð Katrínu úti í garðinum með dagbókina sína í ann- arri hendi. Munurinn var aðeins sá, að Katrín blómstraði öll, en vesalings stúlkan á teikningunni var ámóta óásjá- leg og foreldrar hennar. Það var langt síðan hann hafði fengizt við að teikna, en hann vissi að hann hafði talsverða hæfileika á því sviði og' gekk ánægður að skáp og tók fram pappír og teikni- áhöld. Það var ekki fyrr en í dagrenningu, að sir Richard var orðinn ánægður með verk sitt. Þá safnaði hann samvizku- samlega saman öllum þeim fjölda af skyssum sem hann hafði gert og tók til á skrifborðinu sínu. Hann setti teikni- áhöldin afturí skápinn og gekk ánægður til svefnherbergis síns eftir að hafa rækilega gengið úr skugga um að eng- in merki sæjust eftir þetta næturverk hans. Undir hendinni bar hann ekki aðeins teikninguna, sem hann var á- nægður með, heldur einnig allar skyss- urnar, sem hann ætlaði að brenna í sín- um eigin ofni, til þess að þjónustu- fólkið fengi ekki minnstu hugmynd um það, sem hann hafði gert. Við hádegisverðinn daginn eftir reyndi hann hver áhrif þetta hefði á Katrínu. Harris hélt áfram að bera á borð, þegar sir Richard tók allt í einu upp teikninguna sem hann hafði látið innan í bók. — Chaterine, sagði hann hægt. Ég mundi allt í einu eftir því í gærkvöldi, að móðir þín sendi mér stórfenglega teikningu fyrir um ári síðan. Ég vil endilega að þú eigir hana. Ég veit vel, að þú manst ekkert af því sem gerðist í lífi þínu í Afríku áður en slysið varð, en þessi teikning getur ef til vill hjálp- að þér ofurlítið að komast á sporið. Augu Katrínar urðu stór af undrun. Samtímis varð hún einnig mjög ótta- slegin. Nei, þetta gat ekki verið satt — hana hlaut að vera að dreyma. Það var ekki nokkur vafi á því. Stúlkan með síða rauða hárið, sem sat þarna undir trénu, var hún sjálf! Hún, Katrín, í algjörlega framandi umhverfi, á- samt innfæddum konum, pálmum og lágu, hvítu húsi með stórri verönd! Harris starði einnig á myndina, en áttaði sig fljótt og bauð Katrínu að fá sér af fatinu. Hún tók ekki einu sinni eftir því. Frh. á bls. 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.