Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 14
legur. Einn þeirra manna, sem maður getur hugsað sér sem allt annað en eiginmann. Töfrar hans lögðust eins og mjúk ábreiða yfir mig, og hann heillaði mig með orðum og rómi. Til allrar hamingju vissi ég, að skjall hans var innantómt þvaður, en mér þótti engu að síður vænt um það. Hann kom eins fram gagnvart þybbnu norsku konunni sinni, og hún trúði að minnsta kosti á töfra hans og skjall. Augu hennar lýstu skilyrðislausri undirgefni. Meðal gestanna kannaðist ég aðeins við tvo, dönsk hjón, sem einnig áttu búgarð. Við stóðum með hendurnar full- ar af glösum og sígarettum og mynduð- um illkvittnislega danska eyju í hafi veluppalinna, brezkra radda. — Og hún þarna, sagði frú Strand- gaard, hún er enn að eltast við Adams. En hún fær hann ekki. Þær eru reynd- ar allar að eltast við hann, en það fær hann engin. LITLA SAGAN: HUNDURINN MINN Hundar eru alls ekki eins vitrir og menn vilja láta vera, að minnsta kosti ekki Hertogi minn. Reyndar er það til, að einstakar hundategundir skari fram úr öðrum að vitsmunum, en þá ætti Hertogi að vera vitur, því að í æðum hans rennur bæði blóð úr Cocker Spaní- el hundi og kynblendingi hér úr hverf- inu, sem átti kyn sitt að rekja til Schæfers lögregluhunds, en þeir ku vera vitrastir allra hunda. En Hertogi er bara heimskur rakki. Og þótt maður komizt svo að orði um hann, er hann svo innilega gott grey, að maður getur ekki annað en þótt vænt um hann. Hann lærir til dæmis aldrei að hlaupa niður á götuna eftir dagblað- inu. Og enda þótt við lifum á þeim tímum, þegar blaðadauði er hvað tíð- astur, og vandinn því minni að velja rétt blað, þá lærir hann það samt aldr- ei. Viljinn er nógur, en hæfileikann skortir. — Togi, komdu hér. Getur þú stokk- ið niður í söluturninn og sótt blaðið. Togi dinglar ákaft rófunni, hann er til í tuskið. — Blaðið Togi, eins og þetta hérna. Þefaðu af því. Ég hélt blaðinu frá því í gær fyrir framan hann. — Þetta geturðu vel gert. Svona af stað með þig, fljótur nú. Togi hljóp út um dyrnar eins og 14 FÁLKINN — Það vantaði nú bara. Mér gramdist tilhugsunin. Hann á nú einu sinni konu, og hún er auk þess indæl. Erik Strandgaard hló þurrt og sagði, að ég væri víst ekki málinu allskostar kunnug: — Og nú ætla ég að þvaðra einu sinni. Það er sagt, að Gordon Adams hafi átt sér eina ást, daðrað við þær fjölmargar og síðan átt eitt hjónaband. Hann fékk ekki Önnu Hester, svo að það skipti litlu, hver það varð, hún varð aðeins að vera gæf og eftirlát við hann. Þessa konu fann hann í veiðiferð í Nor- egi fyrir 5—6 árum, og nú Þykir honum afar vænt um drengina hennar. Þér getið ímyndað yður framhaldið — hún dýrkar hann, eins og þér sjáið. Og Adams er annars bezta skinn. — Er þessi Anna Hester há og ljós- hærð og lítur auk þess út fyrir að hafa fæðst á hestbaki, spurði ég. Lítil holdug hönd á handlegg mínum kólfi væri skotið. Fimm mínútum síðar kom hann ljómandi af gleði, með spýtu- prik, stein, nagað kjötbein. Dag nokk- urn kom hann inn með barnahúfu, — ég var samt ekkert hræddur um, að hann hefði etið barnið. Upp á slíku hefði Togi aldrei getað fundið. Hann er ógurlega gott grey, en heimskur. Hið eina, sem hann hefur aldrei kom- ið með, er blað. Já, reyndar kom hann nú einu sinni með hálfsmánaðargamalt 'blað, sem fisk hafði verið pakkað í. Þetta var á sunnudegi, en þá hafði ég reynt að senda hann eftir nokkrum snúðum út í bakarí. Annarra manna hundar geta vel far- ið út í bakarí með körfu í kjaftinum og komið til baka með sex snúða og tvö vínarbrauð. Það getur Togi ekki. Hann er svo heimskur, svo heimskur, en gott grey. Ég hef líka reynt að temja hann sem veiðihund og það var um það, sem ég ætlaði að segja ykkur. Ég á mág, sem búsettur er uppi í sveit og hann leyfir mér við og við að fara í veiðiferð um engin. Ég hef einn- ig iðkað svolítið veiðar við vötn og not- að þar gerviendur sem agn. Aðeins einu sinni hef ég haft Toga með mér. Það Framh. á bls. 32. þaggaði niður í mér. Það voru einhver ósköp af gulli og demöntum á hendinni, og eigandi skartgripanna var dökkleit lítil kona með ljómandi augu og hörund eins og gullið hunang. — Ég er Julie Glæser, sagði hún — og mrs. Hester er góð vinkona mín. Mín og Abrahams... Seinna skildi ég, hversu mikils virði það var, þegar annað þeirra sagði: — Vinur minn. og hjá þeim hitti ég loks Önnu Hester. Glæserhjónin bjuggu ekki langt frá mér, og þau óku mér heim kvöld eitt. Við höfðum auðvitað talað ensku saman, en á leiðinni heim fóru þau að tala bjagaða norsku og sögðu: — Við erum fyrrverandi Norðmenn — gyðingar, skiljið þér, og við þekktum mr. Adams lítilsháttar í Osló. Ég sagði þeim, að ég væri dönsk- norsk, en að ég þekkti aðeins fyrri eigin- mann hennar. — Þá verðið þér að koma til okkar og við til yðar, til þess að við getum komizt að því, hvernig okkur kemur saman, er það ekki? sagði Abraham og auðvitað vissum við öll þrjú, að hann sagði þetta einmitt, af því að við vorum öll þess fullviss, að okkur kæmi prýði- lega saman. Heimili þeirra var eins vingjarnlegt og þau sjálf. Þau voru bæði fædd í Þýzkalandi, en höfðu komizt í tíma til Noregs. Þau hljóta að hafa verið gædd sjötta skilningarvitinu, því að í marz- mánuði 1940 fluttust þau til Svíþjóðar og þaðan til Ameríku. Og loks enn einu sinni — í síðasta sinn, fullvissuðu þau mig um — til Afríku. Hann var lögfræð- ingur, og hún var einnig með háskóla- gráðu — en nú seljum við húsgögn, sögðu þau. — Góð húsgögn. Ég sagði, að það hlytu að vera skratti góð húsgögn, ef dæma mætti af bifreið þeirra og demöntum Julie, og þau voru ekki spör á að hlæja að þessu. Yfirleitt voru engir byrjunarörðugleikar við kynni okkar. Við ræddum um Evrópu, mat, bækur og hljómleika Julius Katch- ens í City Hall laugardaginn áður. Þegar ég spurði þau um Önnu Hester, sögðu þau svipað og Lou fyrir tveimur árum: — Allir þekkja hana og dæma af af- spurn. Hún er vinur okkar og ef — þegar — þið hittizt, getið þið sjálf dæmt hvort um annað. Allir þekkja vafalaust það fyrirbæri, er menn rekast á annarlegt orð eða heyra um óþekkta persónu í fyrsta sinn, og svo næstu daga og vikur, rekst maður þrá sinnis á þetta orð eða þessa persónu. Anna Hester skaut upp kollinum nokkrum dögum síðar — og öllum að óvörum. Hinn innfæddi skrifstofudrengur, Josiah, sagði mér, að kona hans hefði eignast dóttur. Brúnt andlit hans ljóm- aði af taumlausu karlmannsstolti, og ég sagði: — Það var gaman, Josiah — á morgun færðu bonzella, gjöf, sem þú Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.