Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 18

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 18
Þeir voru komnir í vandræði með sjónvarpsþáttinn Frontier Gun. Ekki svo að skilja að hann borgaði sig ekki, því að í því tilliti skaraði hann fram úr öllum öðrum sjónvarpsþáttum. Og ekki voru það duttlungar í sjónvarps- stjörnunum núna, því að Scott Freigh hafði verið keyptur ánægður með viss- um hundraðshluta af hagnaðinum, og hann var því sæll eins og lítill strákur með bíl í sandkassa. Hann lék hið óafturkræfa hlutverk Sheriff Sam Bayards, sem haldið hafði uppi lögum og reglu í Nevada með fránu augnaráði og einni marghleypu. Nei, vandræðin voru annars eðlis og orsökuðust af einu bréfi. Bréfi rituðu á hrjúfan og dýran pappír, og það bar áletrunina Anderson, Anderson & frændi, málafærslumenn og hrollvekjar. — Vér leyfum oss að vekja athygli yðar á þeirri staðreynd, skrifuðu Ander- son, Anderson & frændi með stakri hæversku, að sjónvarpsþátturinn Fron- tier Gun er svívirðileg og óþolandi árás á einkamál skjólstæðings okkar, M. Fitzgerald, þar sem honum er lýst sem persónu þeirri, sem kölluð er SVARTI RISINN. Svo framarlega sem hagstæð og bætandi áhrif verða ekki þegar í stað framkvæmd, munum vér hefja nauðsynlegan og lagalegan málarekstur, til að fá innheimtar bætur og banna frekari sendingar, sem skaðað geta skjólstæðing okkar. Vér kveðjum yður með fullri virðingu og erum yður ávallt til auðmjúkrar þjónustu. — Þetta ér allt svo mikil fjarstæða, sagði J. Van Riper Waggshall og togaði önuglega í kragahornið á hinum sér- lega vel klæðskerasaumaða jakka sín- um. — Fráleitt, samsinnti Ronald Thisby og rak þungan gullpenna af miklum krafti niður í minnisblokkina sína, 18 FÁLKINN SJONVARPS ÞÁTTURINN sem lá á gríðarstóru og skínandi mahó- ný-fundarborðinu. -— Mér finnst ég sjá kynstrin öll af skemmtilegum auglýsingabrellum, taut- aði Dugal Finch, yngsti meðlimurinn, — en í rauninni er það hlutverk Daven- ants. — Ég gæti ekki verið þér betur sam- mála, sagði G. H. Bostwick, varafor- seti ábyrgðarmanna Sjónvarpssamtaka Meginlandsins. — Hvernig lízt yður á málið, Mike? Mike Davenant leit upp frá litlu gálgunum og frá bjargarvana fórnar- lömbunum, sem hann hafði verið að teikna í minnisblokkina sína. Magurt andlit hans bar alvarlegan svip. Þar sem hann var framkvæmdastjóri þátt- arins Frontier Gun, var ætlast til þess af honum, að hann hefði svör á reiðum höndum, hvort sem þau snertu yfir- drátt hjá Scott Freigh, timburmenn hjá handritahöfundinum eða beiðni einhvers ábyrgðarmannsins um að ein- hver vel gefin frænka hans fengi hlut- verk Mamie, hinnar góðhjörtuðu eigin- konu og lífsneista Sheriff Sam Bayards. — Byssuhlaupi er beint að okkur, sagði hann hægt. — Stóru byssuhlaupi, sem1 gleypt getur einhver fjárhagsleg reiðinnar ósköp. Athugið bara málið. Allur þátturinn er byggður á andstæð- um hins góða og hins illa. Sheriff Sam Bayard er ímynd hins góða, og við erum öruggir gegn honum, eftir að við töluð- um vel við þá, sem eftir eru af fjöl- skyldu hans í Nevada. — En SVARTI RISINN endurspeglar hið illa. Og heimildir okkar herma að Sheriff Sam Bayard hafi að lokum skotið hann í bardaga, sem átti sér stað einhvers staðar 1 hlíðunum hjá Klofnu Hauskúpunni í Nevada. Og eftir því sem sagnir herma, var skotið banvænt, og SVARTI RISINN skjögraði í hvarf aðeins til að deyja. Líkaminn fannst aldrei, og hinir innfæddu álitu, að gammarnir hefðu séð um afganginn. En sannanir eru engar. —- En ef þessi M. Fitzgerald er raun- verulega SVARTI RISINN, þá hlýtur hann að vera meira en hundrað ára núna, kveinkaði J. Van Riper Waggs- hall. — Hvers vegna héldum við okk- ur ekki við skáldskapinn, Davenant? — Vegna þess að þið vilduð fá eitt- hvað til að keppa við Wyatt Earp, Bant Masterson og Villa-Bill Hickok, svaraði Mike alúðlega. — Og Sam Bayard var einn af þessum fáu raunverulegu marg- hleypu-hetjum, sem við áttum eftir að lofsyngja á tjaldinu okkar. Og gleymið því ekki, að þeir byrjuðu ungir í þá daga, og SVARTI RISINN þyrfti ekki að vera meira en eitthvað yfir áttrætt. En auðvitað þyrfti þessi náungi, Fitz- gerald, að sanna að hann væri raun- verulega SVARTI RISINN. — Við höfum þegar meira en eina og hálfa milljón eftir þáttinn, hluthaf- arnir eru ánægðir. Við getum alls ekki farið að skerða þáttinn, og það er orðið of seint að breyta söguþræðinum, hug- leiddi J. Van Riper Waggshall vesal- lega. — Hvað gerum við, Mike? h — Hvað? sagði Mike. — Við gerum kaup. Og hann stóð upp af mjúkum leðurstólnum eins hár og grannur og hann var. — Þið getið náð í mig á Barchestergistihúsinu, herrar mínir. Og ef þið vilduð gjöra svo vel að hafa mig afsakaðan, ég verð að ná í flugvélina til Lundúna. Hátt yfir Atlantshafi endurskoðaði Mike aðstöðuna, endurnærður eftir ágætan miðdegisverð. Enginn vafi lék á því að þetta gat orðið verulegt áfall. Því miður var aðstaða Waggshall. Thisby og Finch lagalega óverjandi. Eftir að hafa þegið glas af sterku koní- aki hjá flugfreyjunni var Mike búinn að gera sér skýra mynd af M. Fitzgerald. Einn og aldurhniginn, í þröngu þak- herbergi og eftir margra ára útlegð frá fósturjörð sinni, var hann sennilega að reyna að bæta sér upp hina skömmu stund, sem hann átti eftir. Og kannske eitthvert kvöldið, þegar hann hefði staldrað við hjá uppáhald kráarkytrunni sinni, hefði hann séð Frontier Gun í sjónvarpinu, en Bretarn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.