Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 37
□TTO — BARDAGINN UM ARNARKASTALA
1 Arnarkastala gekk lífið sinn vanagang. Síðan Ottó fór
í brottu, hafði Klængur lávarður dregið sig algjörlega í
hlé á vinnustofu sinni og hafði látið Lamba eftir að sjá
um þjónaliðið og varnarmennina. Hermennirnir skiptust
á vöktum eins og venjulega, og einn daginn kom útvörð-
urinn Áki til þess að leysa félaga sinn af. „Er nokkuð
óvenjulegt á seyði?“ spurði Áki. „Nei, ekkert," svaraði
varðmaðurinn vonsvikinn. „Ég held, að hann komi ekki
aftur, Áki.“ Áki vissi, að hann átti við Ottó, en þeir höfðu
beðið hans mjög lengi. „Það er leiðinlegt hérna síðan Ottó
fór,“ sagði Áki. „Gamli lávarðurinn hefur engan áhuga
á öðru en sínum gömlu bókum og gullgerðinni. Ég er að
hugsa um að ganga i þjónustu annars. Þetta er ekkert
líf fyrir hermann....Hvað er að? Á hvað ertu að horfa.“
„Ég sé einhverja hreyfingu þarna,“ sagði félagi hans. „Tveir
reiðmenn, sem eru að koma nær.“ Áki starði i áttina þang-
að. „Ég held, að annar þeirra sé Ottó.“
„Herra, Ottó, lifandi og heill á húfi,“ sagði Lambi og
var hrærður. „Gamli, góði Lambi,“ sagði Ottó glaður, „ég
er kominn aftur og hef illgresi Satans með mér.“ „Ég skal
segja föður yðar það,“ sagði Lambi, „góðar fréttir koma
aldrei of snemma." „Nei, biddu örlítið," sagði Ottó, „ég
kem með slæmar fréttir líka. Brátt mun árás verða gerð
á Arnarkastala." „Árás á .... Arnarkastala?" endurtók
Lambi í örvæntingu. „Og við höfum ekki einu sinni nóga
menn til þess að hafa á verði í turnunum.“ „Varasveitir
eru á leiðinni,“ sagði Ottó. „Félagi minn, hann Stefán,
mun koma með 50 hughrausta menn. En okkur vantar
hesta. Safnaðu saman öllum hestum, sem til eru í ná-
grenninu." Lambi virti Stefán fyrir sér fullur virðingar.
Slika bandamenn þurftu þeir að fá. „Farðu nú og gerðu
þetta. Varaðu bændurna við og láttu hverjum manni vopn
í hendur."
Jafnskjótt og Lambi var farinn til þess að sjá um allar
framkvæmdir við vörnina, tók Ottó illgresi Satans upp
úr hnakktöskunni. Hann flýtti sér til vinnuherbergis föður
sins. Faðir hans hljóp frá vinnu sinni, þegar hann sá hver
kominn var. „Ottó,“ hrópaði hann, „sonur minn.“ Gamli
maðurinn var augsýnilega mjög feginn að sjá Ottó heilan
á húfi. En jafnskjótt og hann sá jurtina, sem Ottó var
með, breyttist gleði hans í græðgi. Hann teygði úr sér
og rétti skjálfandi út hendina, „Illgresi Satans," hrópaði
hann hás. „Þér hefur tekizt að ná í hana. Loksins get ég
búið til gull.“ „Já, pabbi," anzaði Ottó, „ég sótti jurtina
þá arna til Dauðadalsins." Ottó mælti þetta svo beisklega,
að hann lagði jurtina frá sér. „Sonur minn, forláttu göml-
um manni, þótt hann verði glaður, þegar hann sér loks,
að draumar hans eru að rætast,“ sagði Klængur lávarður.
„Og þú hefur hætt lífi þinu, þótt þú trúir ekki, að draum-
urinn rætist.“ „Ég gerði þetta aðeins til þess að bjarga
Arnarkastala,,“ svaraði Ottó „Það er ekki hægt að búa
til gull úr þessari formúlu, og þá mun Fáfni ekki heldur
takast að ná kastalanum." Allt i einu kom Rut, stúlkan,
sem bjargað hafði lífi hans, upp í huga hans ....
FÁLKINN
37