Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 28
Legstcinn á gröf ... Frh. af bls. 14. færir henni frá mér. Hvað á hún að heita? — Anna Hester Matimba, svaraði hann, og myrk augu hans litu mein- leysislega á forviða andlit mitt. — En, sagði ég, — hvernig datt þér það í hug? — Ég þekkti frú Hester. Allir þekkja frú Hester, bætti hann glæsilega við. Josiah var frá Norður-Ródesíu. Chingola víst, ef ég mundi rétt, og ,,allir“ þar um slóðir þekktu hana vel. Mér varð hugsað til hinnar grönnu, hrokafullu konu og brosti. Ætli hún kynni að meta þessa litlu svörtu nöfnu sína? — Hún verður þá sú þrítugasta og sjötta, sagði Josiah, og mér blöskraði þessi frjósemi. — Almáttugur, Josiah, hvað áttu þá margar konur? Hann leit á mig særður og hristi höf- uðið: — Frú mín, ég á eina konu og þrjú börn.' Dóttir mín er þrítugasta og sjötta Anna Hester. Síminn skar víst á samtalið í þessu, og ég talaði ekki við hann fyrr en dag- inn eftir. Sendill kom með hraðsendingu til Ndola. — Minnsta vigt, sagði ég — 5 shill- ingar. Ég leit á heimilisfangið: — Frú Anna Hester . . . Innihald: tveir silkiklútar. mér datt snöggvast í hug að skrifa í dálkinn undir „sérstökum athugasemd- um“: Anna Hester númer 36 Matimba fædd í gær. Allt gott að frétta. —Þekkir þú mrs. Hester í Ndola, Pat, spurði ég samstarfskonu mína. — Hún er mesta tófa, svaraði hún án hugsunar. ■—• Ég held nú það. Það þekkja hana allir í Norður-Ródesíu. Að minnsta kosti þegar við bjuggum þar, en það komst eiginlega enginn innundir hjá henni. Við ekki heldur — þannig. Góðan daginn, mrs. Hester, skilurðu. Við þekktum hana bara. Einu sinni var hún í Elizabethville með þessum Frakka eða Belga eða hvaða útlending- ur hann nú var, þá veltu þau . .. — Pat, greip ég fram í fyrir henni og reyndi að látast vera særð og hrygg. — Segðu ekki neitt. Hún er vinur fjöl- skyldunnar, laug ég. Hún þagnaði fýld, og ég komst aldrei að því, hverju þau veltu. Bílnum kannski? Ljósastaur? Kannski var það styttan, sem stóð fyrir utan Hótel Albert? Mr. Adams hinn ómótstæðilegi kom inn skömmu fyrir kl. 5 og spurði, hvort mig langaði ekki í bjórglas eftir lokun. Hann daðraði riddaralega við mig í hálftíma og kom svo loks með spurn- ingu, sem augsýnilega var orsök komu hans: — Vitið þér, hvort kona frá Ródesíu er í heimsókn hjá Glæser- hjónunum þessa dagana? — Núja, Anna Hester, sagði ég um hæl og varð þeirrar ánægju aðnjótandi 28 FÁLKINN að sjá dökkan, óklæðilegan roða stíga upp í hið karlmannlega andlit. — Sjáið þér til, sagði hann og sneri sér vandræðalega að bjórglasinu. — Við Anna höfum þekkzt í Englandi, næstum síðan við fæddumst. Hann rak í vörðurnar, og ég sagði, eins og til að bæta fyrir mig: — Hún hlýtur að vera heillandi persóna. Og svo falleg. Hann leit upp frá glasi sínu: Meinið þér það? Margar konur vilja ekki viður- kenna það. — Hún var að eignast nöfnu númer 36 hérna í bænum, sagði ég, og hann hló við hátt. — Nú, það er þá svo komið. Þekkið þér söguna? Ég tala annars svo lítið um Önnu, hún er vinur minn. En þessi saga er betri en margar aðrar, og Anna á skilið, að sögð sé falleg saga um hana stöku sinnum. — Anna og belgískur vinur hennar voru á leiðinni heim úr samkvæmi, sem hafizt hafði svosem 30 klukkustundum áður. Klukkan hlýtur að hafa verið nálægt miðnætti — daginn eftir, skiljið þér. Það var hellirigning, og Anna ók Landrovernum sínum, því að það var eini bíllinn, sem komizt gat um leðjuna. Þau voru víst vel drukkin, bæði tvö, maður hlýtur að draga þá ályktun — 30 stunda drykkja — og þau skriðu og skjögruðust út í nóttina og sungu há- stöfum, og þegar á stað var komið, steig Anna skyndilega á hemlana. Á móti þeim kom vesælasta fylking, sem hugs- ast getur á rigningarnótt á blautum moldarvegi: fbúar heils þorps inn- fæddra á flækingi, 30—-40 fullorðnir, ógrynni af mögrum, tjásulegum krökk- um, hundum, skepnum og úfnum, votum hænsnum í körfubúrum á höfðum kvenna. Enginn mælti orð. Hersingin þrammaði leðjuna og leit í blindni á ljósin frá bílnum. Það er ekkert í heiminum jafnömur- legt og flóttamenn á vegum úti. Anna hefur séð þetta áður, og hún umber ekki að sjá fólk á flótta. Hún lét sig ekki muna um það, og án þess að hugsa sig um tók hún í fóst- ur allt þorpið, þangað til þurrkatíðin kom og engi þeirra gægðust aftur upp úr fljótinu og þau gátu framfleytt lífi sínu á eigin jörð. Anna átti brennda steina í nýja hlöðu, og úr þessum steinum byggðu þau á þremur dögum heimsins stærsta hundakofa. Eða það kallaði Anna hýsið. Fulltrúi innfæddra í héraðinu barði sér á brjóst í örvæntingu og hreiðraði síðan umyrðalaust um sig hjá henni og hreyfði sig ekki í marga mánuði. Öll þessi tökubörn brutu illa í bága við siðvenjur. En ekki getur þetta hafa brotið í bága við lögin, því að þorps- búar höfðust við í hundakofanum næstu fjóra mánuði í trássi við umkvartanir fulltrúans varðandi allar siðavenjur. — Þér megið ekki halda, að Anna sé neinn kristniboði. Hún reynir aldrei að kenna öðrum eigin lifnaðarhátt eða troða upp á þá trú eða æskilegum klæðaburði. Hlutverk hennar var að útvega þorps- búum húsaskjól og um leið að gefa þeim eitthvað ætilegt. Hún lét þorpsbúa um að sjá um sig að öðru leyti. Það er oft sagt um einn og annan hérna, að hann eða hún geri allt fyrir innfædda. Anna skeytir ekki um það, þannig. Hún hegðar sér engan veginn á sérstakan hátt gagnvart mönnum með annan hörundslit. Hún er bara alltaf hún sjálf. Þorpsbúar ákváðu síðar að endur- gjalda vináttuvott hennar ríkulega. Öll stúlkubörn í þorpinu áttu að fá nafnið Anna, meðan Anna lifði. Anna Hester Samkangi — Kumalo — Matimba — o. s. frv. Nú eru þær orðnar 36, ha! Síðast, þegar ég sá hana, voru þær 30. Það fæðast nálægt 12 stúlkum á ári, og Anna er ekki orðin fertug enn, svo að ef hún drekkur sig ekki í hel eða ekur á eða dettur af hestbaki,, ætti hún að geta orðið guðmóðir svosem 500 stúlkna, áður en hún nær sjötugu. Við verðum að hafa það hugfast, að nýja kynslóðin tekur við, þar sem sú gamla hættir. Hann brosti kalt. — En tölum ekki um það. Þessi tilhögun kemur aðeins Önnu sjálfri og þorps- búunum hennar við, og ekki segir Anna þetta neinum. ★ Stuttu síðar hitti ég hana svo loks hjá Glæser-hjónunum, og við urðum vinir. Eiginlega var ég víst orðinn vinur hennar, löngu áður en við höfðum sézt. Þegar ég síðar fluttist til höfuðborg- arinnar Salisbury, heimsótti Anna mig oft næstu 4—5 árin. Ekki vantaði hana peninga. — Skerfur Hesterfjöl- skyldunnar, sagði hún með uppgerðar- stolti. — Þau keyptu mig út fyrir dá- laglega upphæð, þegar Vaughan, eini maðurinn í þeirri kynslóð, sagði þeim að ég gæti ekki eignast börn. Það var Framhald á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.