Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 38

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 38
Sjónvarpsiþátiuriiiii Frh. af bls. 36. sem var fjárkúgari? Hugsanir hans voru truflaðar af hrjúfri valdmannslegri röddu: — Kæri herra Davenant, ég vona að þér hafið sofið vel? Við neðsta stigaþrepið stóð Montague D’Arcy Fitzgerald, plantekrueigandi og 15. Montague-barón af Montague, ein mesta plága gömlu Nevada og sá eini, sem vitað var að komizt hefði lifandi fram hjá nákvæmri marghleypu Sam Sheriff Bayards. Mike fannst hann minna sig á gamlan og gáfaðan fugl, sem sennilega væri þroskaður og vals- legur eftir öll árin, sem að baki lágu. Björt og áhugasöm augun gægðust framundan miklum og stálgráum auga- brúnum, og fyrir neðan vel snyrt og grátt yfirskeggið var munnurinn, hálf skakkur af gamansemi. — Góðan dag, herra, sagði Mike. — Ég hef beðið með eftirvæntingu eftir að hitta yður. — Ég gæti hugsað mér það. Morgun- verðurinn bíður okkar, drengur minn. Á eftir getur verið að ég sýni þér gim- steinana mína. Mike varð fyrir miklum vonbrigðum að Pat var ekki viðstödd morgunverð- inn. Maturinn var bragðgóður, og við disk hans lá þykk og leðurbundin úr- klippubók. — Ég hélt að þér vilduð kannske strax fá sönnun fyrir persónu minni, sagði 15. baróninn góðlega. — Enda þótt ég verði að segja að lýsing- arnar í dálkunum á þeim, sem eftir- lýstir voru fyrir stigamennsku og rán, hafi ekki verið mér sérlega hliðhollar. Þetta var undarlegasta úrklippubók, sem Mike nokkru sinni hafði séð. Guln- aðar úrklippur úr ýmsum dagblöðum og tímaritum frá Nevada, svo sem Cattleman’s Advocate og Carson City Weekly. Öll staðfestu djöfullega kænsku stigamannsins SVARTA RISANS. Með greinum sást andlit, sem var undarlegra og örlítið skuggalegra en andlit 15. barónsins af Montague, og sum blöð tilkynntu fimm þúsund dala verðlaun fyrir að handsama viðkomandi, dauðan eða lifandi, og ætlaði Nevada Námu- félagið að greiða upphæðina. Aftarlega í bókinni var myndskreytt blaðsíða úr Lundúnablaði dagsett árið 1915. Þar stóð: Yfirforingi, Montague Fitzgerald, írskur fótgönguliðsmaður, gengur hér út úr Buckinghamhöll eftir að hafa veitt viðtöku D. S. O-heiðurs- merkinu. f bókinni var einnig lítil úr- klippa úr „The Times“, sem tilkynnti fráfall Alastair Edmund St. C. Fitz- gerald, 14. baróns af Montague og síðan arftöku sonar hans, Montague. Þar sem ég var yngri sonurinn í ekki of efnaðri fjölskyldu, tók SVARTI RISINN til máls, — var útlitið fyrir mig heldur vonlaust, eins og þér skiljið. Þess vegna ákvað ég að auðgast á eins skjótan hátt og mögulegt var. Og Ame- ríka virtist hafa upp á hvað mest að bjóða fyrir kappsaman ungan mann. Vinnulitlar hendur mínar fengu reynslu sína í gullnámunum, og tvisvar rákust þær á auðævi. En í bæði skiptin var það Nevada Námufélagið, sem sniðgekk kröfur mínar. Það voru valdamestu og samvizkulausustu samtök allra gull- og silfurbarónanna. Og þá var það sem ég ákvað að segja þessum illgjörnu þorp- urum stríð á hendur. — Og þér byrjuðuð á stigamennsk- unni? tautaði Mike. — Einmitt, drengur minn. Og takið eftir því að aðgerðir mínar voru í eng- um tengslum við Hróa Hött. Þær voru allar hugsaðar eingöngu til að auka minn eiginn hag og ef mér leyfist svo að segja, þá varð ég bara leikinn í þessu, þrátt fyrir höftin, sem ég setti sjálfum mér. — Höftin? spurði Mike. — Ég einsetti sjálfum mér að skjóta aldrei neinn, enda þótt freistingin væri oft mikil. Og ég rændi aðeins lestir eða vagna, sem fluttu varning Nevada Námufélagsins. — En þér voruð talinn góður skof- maður! Hvernig skýrið þér það, herra? — Ég æfði mig vandlega í að vera fljótur að miða og ég varð ágætur skot- maður. Og af því að ég gat hæglega miðað á hvaða andstæðing sem var, fyrirvaralaust, kom aldrei til þess að ég þyrfti að hleypa af. Með því að skjóta á silfurpening, sem kastað var upp í loftið eftir minni skipan, sannaði ég hvað ég hefði gert við aumingja Ljóta Karlinn. — Þegar ég hafði rakað saman ná- kvæmlega einni milljón dala, en það var sú upphæð, sem ég hefði fengið, ef mér hefði verið leyft að vinna úr fundum mínum, þá dró ég mig í hlé. — Til að safna gimsteinum! sagði Mike. — En Sheriff Sam Bayard sagðist hafa skotið yður til bana í hlíðunum bak við Klofnu Hauskúpuna? — Blessaður hann Sam gamli, sagði SVARTI RISINN óvænt. — Eiginlega bezti náunginn, sem ég hef nokkru sinni hitt. Sannarlega blíðlyndur skrípa- karl og hjartað var gullsígildi. í stað- inn fyrir undanþáguna, sem hann veitti mér, því að það gat auðvitað alltaf slysast svo til að hann truflaði mig í vinnunni, þá skapaði ég þetta álit, sem hann öðlaðist. Sam vissi alltaf um áætlun mína, og þannig tókst honum alltaf að koma á staðinn fáeinum sekúndum eftir að ég var farinn. Stund- um skutum við í átt til hvors annars, svo að það liti betur út, en það var alltaf hættulaust. — Auðvitað fékk Sam þetta líka vel iaunað, og í sannleika var síðasti fund- ur okkar hjá Klofnu Hauskúpunni til að ljúka endanlega uppgjörinu okkar á milli. Og báðir hlutum við hagnað. Þér munuð að Sam dró sig líka í hlé skömmu síðar. Og við skiptumst oft á vingjarnlegum bréfum, þar til hann dó, löngu fyrir aldur fram. — Drottinn minn! andvarpaði Mike og varð máttlaus niður í tær. Það var þá ekki ofmælt að Waggshall, Thisby & Finch væru komnir í laglega klípu. Ef sannleikurinn um tvöfeldni Sams Bayards yrði lýðum ljós, væri útséð um endalok sjónvarpsþáttarins „Fron- tier Gun‘. En hann vildi nú ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. — En ég skil ekki eitt, herra. Hvers vegna eruð þér að koma með hótanir, þegar ... og hann benti á íburðarmikil húsgögn í viðarklæddri borðstofunni. En SVARTI RISINN stundi dapurlega: — Stríðið, drengur minn. Skattarnir. Kínverskir gimsteinar eru orðnir mjög fáséðir, og þakið á Montague-herragarð- inum er orðið lélegt. Svo verð ég að hugsa um Pat. Foreldrar hennar skildu ekkert eftir sig, og mér ber skylda til að sjá vel fyrir henni og hugsa um fram- tíð hennar. Montague barón tók vindlahylki úr silfri upp úr vasanum á vel sniðnum ,,tweed“-reiðjakkanum sínum, tók sér einn vindling og kveikti í hugsandi á svip. — Sjáið til, ég hef enga löngun til að ýfa upp mislita fortíð mína. Þar kemur að sómatilfinningin segir til sín. — Herra minn, þér eruð fantur og þorpari! sagði Mike alvarlega, og SVARTI RISINN fór að hlæja. — í sannleika sagt, sagði hann, — þá er ég fremur ánægður með sjálfan mig. Sjáið til, Davenant, ég lít á það sem skáldlegt réttlæti. Og þá var það, að Mike kom auga á ágæta og einfalda lausn. Núna hefur Davenant fjölskyldan komið sér vel fyrir í stóru húsi við 61. Austurgötu, sem Mike keypti og lag- færði samkvæmt óskum eiginkonu sinnar stuttu eftir að hann hækkaði í tign og gerðist meðeigandi í fyrirtæki, sem nú ber heitið Waggshall, Thisby, Finch & Davenant, h. f. Pat kunni strax vel við sig í New York. Á Montague herragarðinn er komið nýtt þak. Og á lista fyrir laun- þega hjá sjónvarpsþættinum Frontier Gun er nafn M. Fitzgerald, sem er skráður sem tæknilegur ráðunautur. Fyrir það fær hann tíu þúsund dali á ári, sem er ekki svo slæmt, miðað við aðstæður, og alls ekki þegar reiknað er í íslenzkum peningum. Og Frontier Gun heldur áfram að auka vinsældir sínar, hlutfallslega eins og J. Van Riper Waggshall orðar það. Á bak við þáttinn standa Hin Vestur- lenzku Silfursamtök, sem segja í aug- lýsingum sínum: Gefið henni vestur- lenzkan silfurbúnað í brúðargjöf. Og 51% af hlutabréfunum þar eru í eigu Nevada Námufélagsins. ENDIR. Hilmar Foss Löggiltur skjalþýöandi og dómtúlkur Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvík 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.