Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 23
„Kæra dagbók! Ég veit ekki hvað ég á að segja þér, en ég er hrædd um að það verði heilmikið, af því að ég get ekki trúað neinum öðrum fyrir neinu. Sir Richcard segir, að ég eigi að skrifa niður allt nýtt sem ég læri, en ef ég gerði það, þá mundir þú ekki endast mér lengi. Ég er sannfærð um það eftir að hafa lifað fáeinar vikur sem Chate- rine Bourne. Þegar ég kom hingað, sagði Sir Richard — hann heitir raunar Richard Clayford — að hann mundi útvega mér íbúð og þjónustustúlku, en eftir nánari umhugsun komst ég að raun um, að hann vildi ekki að ég umgengist annað fólk, fyrr en hann hafði kennt mér undirstöðuatriðin. Þar til þeirri kennslu er lokið verð ég að dveljast hér í hús- inu. Og ekki svo að skilja, að ég hafi neitt á móti því. Mig grunaði ekki, að fólk gæti búið svona glæsilega. En sir Richard er án efa mjög ríkur maður og þar sem hann hefur enga konu til þess að eyða peningunum sínum í, þá kaupir hann í staðinn fallega gripi í hús- ið sitt. Það er furðulegt að hann skuli aldrei hafa kvænzt. Mörgum stúlkum hlýtur að hafa fundizt hann aðlaðandi og stundum getur hann verið mjög unglegur og glæsilegur í útliti, eins og til dæmis fyrsta morguninn, þegar hann kom inn til mín klæddur í grænan morgunslopp. Ég skal svo sannarlega segja honum einhvern tíma seinna, að hann eigi alltaf að klæðast grænum fötum. Sjálf fæ ég ekki að nota þann lit, af því að hann fer svo herfilega við rauða hárið mitt, að því er sir Richard segir. Einu sinni sagði hann: Ef þú vilt komast áfram í lífinu þá skaltu gera eitthvað sem kem- ur á óvart, klæðast óvenjulegum föt- um og segja eitthvað frumlegt. Ég gat ekki stilit mig um að spyrja: — Hvers vegna á ég þá að læra allt þetta .... að ganga, tala, borða og hreyfa mig eins og hefðarmey? Þú ert að reyna að ala mig upp til þess að gera nákvæmlega eins og allar hefðarmeyj- ar gera, er það ekki? Þá hló hann og sagði að væri svo hressileg og upplífgandi, en örskömmu síðar fékk ég húðarskammir fyrir að nota fiskigaffla í kjotið og fyrir að brjóta munnþurrkuna saman aftur eins og hún væri enn ónotuð. Hann hreinlega reif hana af mér og slengdi henni á borðið svo að við gætum séð sósublettina, sem ég hafði sett í hana. Ég mun víst aldrei geta lært hvernig hefðarmey á að bera sig að. Og Harris og kokkurinn og garðyrkjumaðurinn, sem ég hef raunar ekki séð enn þá, hafa áreiðanlega fengið ærið nóg að tala um, síðan ég kom í húsið. Ég er að velta því fyrir mér, hversu miklu þeir trúi af sögunni hans um mig og hina óham- ingjusömu ætt mina. — Eftir einn og hálfan mánuð hefst líf þitt fyrir alvöru. Þá verður þú að vera við því búin að standast fyrstu eld- raunina, — frumsýningu í leikhúsinu, sagði hann kvöld eitt áður en við skild- um. — Verkið er svo leiðinlegt, að fólk mun horfa óvenjulega mikið hvort á annað. Þess vegna verður þú að gera þitt bezta og velgengni þín í lífinu byggist að mestu leyti á fyrstu áhrif- unum, sem þú hefur á fólkið. Það mun skoða þig í krók og kring, gagnrýna þig og vonandi dást að þér. Farðu nú upp og legðu þig og gleymu ekki fyrir Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.