Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Qupperneq 22

Fálkinn - 27.06.1962, Qupperneq 22
NÝIR LESENDUR GETA BYRJAÐ HÉR: Katrín Williams elst upp á bamaheimili í East End, en er bjargað frá hinu dapurlega lífi þar af Lieven greifynju, sem býður henni atvinnu á sauma- stofu sinni. Hér er Katrín í fjögur ár, þar til hún verður að fara og sinna sjúkri móður sinni. Eftir Iát móðurinnar fær hún vinnu sem afgreiðslustúlka á krá. Hér er hún uppgötvuð af ríkum en sérvitrum piparsveini, Sir Richard, sem býður henni upp á öll gæði veraldar, ef hún vilji taka að sér að leika hlutverk dóttur fjarskylds ættingja hans, en fjölskyldan fórst í Afríku. KATRÍN sat uppi í rúminu og virti fyrir sér þjóninn, sem gekk um her- bergið. Hún óskaði þess heitt, að hann hætti að róta í hinum fátæklegu eig- um hennar. Hann tók plöggin hennar upp á einkennilegan hátt, — tók þau upp með fingurgómunum, rétt eins og hann tæki sorp úr öskutunnu. En sir Riehard. hafði skipað honum að safna saman öllu hennar dóti og brenna því eða gefa fátækum. Að minnsta kosti sagði Harris henni það. Katrín starði eins og dáleidd á, hvernig þessi gamli og virðulegi þjónn safnaði öllu dótinu hennar í haug á gólfið. Hún gat ekkert sagt. Harris þagði einnig og andlit hans var með öllu sviplaust. En þegar hann hvarf út um dyrnar með dótið, langaði hana til þess að hrópa hátt og mótmæla kröftuglega. Andartak fannst henni eins og það væri hún sjálf sem ætti að brenna í eldavélinni. Hún tók fast um þykka, brúna silkið í morgunsloppnum, sem Harris kom með. Sloppurinn var í eigu sir Rich- hards. Hún hafði ekki annað að fara í, þar til sendimenn kæmu frá tízkuhús- inu. En hún varð gagntekin gleði og hriifningu, þegar hún lagði morgun- sloppinn yfir axlirnar. Nú var hún á leið að hinu langþráða takmarki sínu. Ekkert gat framar hindrað hana.. Sat hún ekki hér í rúmi, sem hefði allt eins getað verið eign prinsessu og var hún ekki sveipuð í silkislopp sem var í eigu aðalsmanns? Undarlegt að gleðin skyldi slokkna svo fljótt, því að í næstu andrá varð hún skyndilega hrædd. Katrín .... Chaterine Bourne .... stúlka, sem ekki var á lífi lengur .... stolið nafn! Orðin hringsóluðu í hug hennar og allt í einu fól hún andlitið í höndum sér og stundi. Ég get ekki gert þetta, hugs- aði hún. Ég má þetta ekki. Ég get ekki. Ég get ekki breytt sjálfri mér einungis með því að skipta um föt og ekki getur maður tekið upp nafn annarrar mann- eskju og gert það að sínu eigin. í morgun, þegar sir Richard hafði talað við hana, hafði hún enn verið svo heilluð af öllu því fagra sem var umhverfis hana. Henni hafði virzt þetta allt svo einfalt og sjálfsagt. En hún var nú á báðum áttum. Hún heyrði ekki einu sinni, þegar barið var að dyrum, og kom ekki til sjálfrar sín fyrr en sir Richard nefndi nafn hennar. Hann sagði: — Hlustaðu á mig, Chaterine. Nú eru þær hér frá tízkuhúsinu með kjóla, hatta og allt það sem þú þarfnast til þess að verða virðuleg hefðarmey. En ég verð að áminna þig um eitt: Reyndu að hafa hemil á undrun þinni og aðdáun og segðu ekki fleira en nauðsyn krefur. Þú talar hræðilega málýzku, sem mun skjóta hinum virðulegu dömum skelk í bringu. Láttu þér nægja að hrista höf- uðið, kinka kolli eða gefa frá þér eitt- hvert hljóð, sem getur þýtt hvað sem er. Það er betra að þeim finnist þú vera heimskuleg hefðarmey, heldur en að þær fari strax að gruna hvaðan þú ert upprunnin. Og hvað valið á fötun- um snertir, þá getur þú látið mig sjá um það. — Mér þykir það mjög leitt, sir Richard, en ég get þetta ekki lengur! Hann varð svo undrandi, að hann gat ekki svarað strax. Rödd Katrínar hafði verið róleg og ákveðin. Hún meinti án efa hvert orð af því sem hún sagði, enda þótt hún væri hlægileg þar sem hún sat þarna í rúminu hálfgrafin í morgunsloppinn hans. En hin sér- kennilegu og hviku grænu augu henn- ar voru ákveðin. Hún hélt áfram: — Það getur ekki verið rétt að taka upp nafn annarrar manneskju. Guð mun hegna mér fyrir það. Ég er mjög þakklát, sir Richard, fyrir allt það sem þér hafið gert fyrir mig, en ég held að það sé bezt að ég fari — núna. Vilduð þér vera svo góður að biðja Harris um að koma aftur hingað með dótið mitt. — Vitleysa! Hún gerði sér alls ekki ljósa grein fyrir, að hún hafði nú afþakkað blákalt tilboð sem hún hafði þegið fyrir ör- skömmu síðan með þakklæti, sem hún gat varla með orðum lýst. Hegðun hennar hafði mikil áhrif á sir Richard. Hann dáðist innst inni að þessari uppreisn hennar. Það sem hingað til hafði verið hálfgerður leikur og spaug var nú allt í einu orðin ramm- asta alvara. Þessi stúlka mátti alls ekki ganga honum úr greipum. Hún var meira virði en nokkuð annað sem hann hafði komizt í kynni við. — Þú átt sem sé við, að þú hafir lagt trúnað á hina ævintýralegu frásögn mína frá Kongó. En hún var aðeins ofur- lítil hugdetta, en þú hefur gleypt söguna ómelta. Nú hefur þú fengið eftirþanka og samvizkan hefur allt í einu sagt til sín, og það er út af fyrir sig mjög virðingarvert og mannlegt. Ég get róað þig með, að Chaterine Bourne er nafn, sem á sér enga stoð í veruleikanum. Ég reyndi söguna á þér, og þú gleyptir við henni, og þetta er í rauninni allt of góð saga til þess að við skellum skollaeyrunum við henni. Katrín starði tortryggin á hann, en þar sem hann brosti svo alúðlega til hennar, lét hún loks sannfærast. Hann hafði sem sagt fundið þetta upp sjálf- ur allt saman og hlaut að hafa skemmt sér konunglega þegar hún trúði hverju orði eins og nýju neti. Allt í einu var þetta aftur orðið að heillandi ævintýri, áhyggjulaus leikur, sem ekki gat skaðað neinn, en veitti henni nýtt og betra líf. — Ég held að ég vilji fá bláan kjól ... ljósbláan kjól, sagði hún næstum við sjálfa sig. Sir Richard andvarpaði feginsamlega. Það voru lítil líkindi til þess að Katrín mundi nokkru sinni fá að vita hið sanna í málinu. Fjölskylda Bourne var úr sög- unni, enginn þekkti örlög hennar og eng- inn hafði áhuga á að grafast fyrir um þau. Hann sagði: — Blátt! Ekki til að tala um! Það er fráleitt og einmitt það sem allt kven- fólk vill. Við verðum að velja eitthvað betra handa þér. Ég gæti hugsað mér einhvern kjól, sem er eins og kampavín á litinn. Kvöld eitt nokkrum vikum síðar skrifaði Katrín með sinni barnalegu rithönd í dagbók, sem Richard hafði gefið henni. Bókin var forkunnar fögur og bundin inn í gullband. Hún skrifaði eftirfarandi: NÝ SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR BRITT HAMDI - FIMMTI HLUTI FALKINN 22

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.