Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 33
KYTitírV Frh. af bls. 30 — Ég .... ég skil þetta alls ekki, tautaði hún gersamlega ringluð. — Nei, auðvitað ekki. Það stafar af minnisleysinu, sem þú fékkst við slysið, flýtti sir Richhard sér að segja. — Við skulum ekki tala meira um þetta núna. En þú skalt samt geyma teikninguna. Ég skal sjá um að hún verði innrömm- uð. — Takk, sagði hún og hafði ekki augun af myndinni. Þegar Harris var farinn úr borðstof- unni, beygði sir Richard sig í áttina til Katrínar og hvíslaði: — Jæja, hvað finnst þér um teikni- kunnáttu mína? Af svipbrigðum hans skildi hún strax samhengið. Auðvitað, þannig hlaut það að vera. Hann hafði teiknað myndina sjálfur, — hugmynd af heim- ili hennar í Afríku! En það hafði fengið svo á hana að sjá sitt eigið andlit á myndinni, að hún gat ekki áttað sig á þessu. Á einhvern dularfullan hátt var hún dauðhrædd við þessa mynd — ef til vill stafaði það af því, að hún virtist vera svo ósvikin. — Skiptir það nokkru máli, hvað mér finnst? spurði hún án þess að líta framan í hann. Hann svaraði ekki, en hún varð vör við að honum mislíkaði spurningin. Þegar Harris kom aftur til þess að bera fram kaffið, sat sir Richard þögull og afundinn, en allt í einu sagði hann hátt og skýrt: — Það er sannarlega dapurlegt, að þér skuli enn finnast þú tengd barn- fóstrunni frá East End svo sterkuum böndum. Talsmáti þinn sýnir greini- lega, að þú hefur lært meira af henni, en foreldrunum þínum sálugu. Hins vegar var móðir þín náttúrlega útlend- ingur, svo að þar er kanski skýringin á málfari þínu. Katrín vissi ekki, hvort hún ætti að taka sér þessar háðsglósur hans nærri. Þetta var hlægileg fjarstæða allt sam- an. En sér til undrunar og skelfingar tók hún eftir því, að hún vissi í raun- inni ekki lengur hvar sú gamla Katrín endaði, en sú nýja Chaterine hófst. Henni fannst eins og innra með henni væru nú þessar persónur báðar. Eftir hádegsverðinn kvaðst hann hafa ýmsu að sinna og þyrfti að fara í bæ- inn. Ef hún óskaði þess gæti ekillinn ekið henni einn hring. Hann sagði: — Einn af beztu vinum mínum kemur hingað að sækja mig. Ég þarf ekki á hestunum að halda. En ef þú bregður þér í smá ferð, skaltu fara í gulu dragt- ina, hvíta hanzka, hvíta regnhlíf og hvít- an hatt. Þú stanzar hvergi og talar ekki við nokkurn mann. Þú brosir ekki til ókunnugra og umfram allt máttu ekki stara á nokkurn mann. Reyndu að taka öllu sem að höndum ber með hugarró og jafnvægi. Mundu það! Hún stóð aftur í anddyrinu og sá hann hverfa upp tröppurnar hröðum skrefum. Á þessari stundu fyrirleit hún hann, já, hún hataði hann fyrir hina tvímælalausu yfirburði hans á öll- um sviðum. Það gagnaði ekkert, þótt einhver innri rödd skipaði henni að sýna honum þakklæti. Hana langaði mest til að hrópa á eftir honum á mergjuðu og óhefluðu götumáli. Guði sé lof að hún losnaði við hann um stund! Það var eins og hann grunaði hvað hún Kæri Astró. Mig langar til að biðja þig að segja mér eitthvað um framtíðina. Ég er fædd kl. 21.55. Pilturinn sem ég er hrifin af er fæddur í endaðan júní eða byrjun júlí 1940. Mig langar til að vita hvort ég muni kynnast honum nánar. Aðaláhugamál mín eru lestur góðra bóka og teikning auk ýmissa hannyrða. Með fyrirfram þökk. Annaló. Svar til Önnuló: Það er skemmst frá að segja að piltur sá, sem þú get- ur um í bréfi þínu er fædd- ur undir merki Krabbans, þannig að miðað við sólar- merkin þá fellur hann að grundvallareðlisfari ákaflega vel heim við eðli þitt. Hann er að eðlisfari viðkvæmur og næmur fyrir umhverfinu og þú sem ert fædd undir hinu staðfasta merki Meyjarinnar hefur róandi áhrif á hann, þegar hann er niðurdreginn, en hann hefur einnig heilla- vænleg áhrif á þig með því að benda þér á margbreytni umhverfisins og áhrif þess. sem sagt þið hafið allar líkur stjörnuspekinnar til að geta náð góðum árangri í sambúð- inni, en hins vegar get ég lít- ið sagt um velgengni hans í lífinu, þar sem þú gefur ekki upp hvenær sólarhringsins hann er fæddur, hvar eða fæðingardag, en allt þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að hafa gagn af stjörnusjá. Á hinn bóginn má segja að þú sért alls ekki alveg laus við einkenni Krabbamerkis- ins, því það er þitt rísandi merki og virkar það talsvert á framkomu þína, þannig að þú kant að virðast viðkvæm á yfirborðinu þrátt fyrir að þú sért alveg laus við það. Hið rísandi merki bendir hins vegar til þess að þú þurfir að læra að tileinka þér við- kvæmni fyrir öðrum og sam- úð í lífinu. Plútó í fjórða húsi bendir til að á vallt sé hætta á að heimili þitt leysist upp ein- hverra orsaka vegna, sem oft á tíðum er erfitt að segja fyr- ir um. Þetta geur komið fyrir einu sinni eða tvisvar um æv- ina hjá þeim, sem hafa þessa afstöðu. Stundum virkar þetta þannig að ung börn missa foreldra sína í einhverj- um ,,katastrophum“ sem ekki er hægt að ráða við. En oft eru þessar breytingar til góðs þrátt fyrir að illa horfi þegar þær dynja yfir. Eitt það sem mér finnst at- hyglisverðast við merki þitt er hve margar plánetur eru í fimmta húsi. En þar er merk- úr, Júpíter, Sólí Neptún, Marz og Venus eða sex. Fimmta hús stendur fyrir börn, mennt- un skemmtanir, frístundaiðju, fjármálabrask eða happ- drætti, fjárhættuspil, ásta- málin o. fl. Þessi málefni eru því undir ágætum áhrifum. Geisli hússins er í Ljónsmerk- inu, en það er talið merkja að þú munir eiga fá en góð börn, sem sagt að þú hafir barnalán. Einnig bendir þetta til að þú ættir auðvelt með að græða á spilum eins og Bingó, eða þar sem heppni hefur allt að segja. Einnig þykir þetta benda til að þú sért heppin í ástamálunum þrátt fyrir að þau verða ekki mörg ástarævintýrin hjá þér,, en það verður gott, svo langt sem það nær og maki þinn verður myndarlegur, og margir munu koma til með að öfunda þig sakir þessa. Þessar afstöður benda enn- fremur til þess að þú ættir auðvelt með að starfa sem skemmtikraftur, því þú átt auðvelt með að verða öðrum til ánægju með skemmtileg- um athugasemdum þínum, hins vegar er hætt við að þú þjáist of oft af feimni og að það verði þrándur í götu frama þíns. Ég þættist þess fullviss að ef þú leitaðir fyr- ir þér með að þjálfa og rækta góða framkomu að þú ættir framtíð fyrir þér í einhverju leikfélagi, eða þá sem góður fyrirlesari og fræðari. Með tilliti til ástamálanna þá er það skoðun mín að þú hafir nú þegar mætt þeim manni, sem mun ganga að eiga þig og eins og ég ræddi um, þá eigið þið vel saman, hvað sólmerki áhrærir svo ekkert ætti að vera til fyrirstöðu með að þú látir til skarar skríða. fXlkinn 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.