Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 31

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 31
* 9 öm GRÁR KÖTTUR Ég sá hann skjótast inn á milli runn- anna í garðinum, gráan og rytjulegan. Fjandann var hann að vilja þessi ljóti og leiðinlegi köttur, hvað átti hann með að vera að spóka sig í garðinum mínum. Garðurinn minn er síður en svo heilagur, en kettir mega þar ekki koma. Svo stendur nefnilega á, að 1 einu reyniviðartrénu verpir skógar- þröstur. Hann hefur verpt þar ár eft- ir ár og sungið jörðinni lofsöngva um nætur. Mér finnst þeir að vísu engir lofsöngvar, mér þykir það bara vera venjulegt tíst, en konan mín kallar þetta þessu nafni. Hún er alltaf svo rómantísk. Ég vil taka það strax fram, að ég heyri ekki óáheyrilegra garg en hinn svokallaða svanasöng í heiði, þó tel ég mig vera afskaplega þjóðlegan. Ég var farinn að veita þessum ketti eftirtekt. Ég sá, að hann hafði silfur- festi um hálsinn, og bundin var rauð slaufa í skottið á honum. Annaðhvort átti hann einhver hálfvitlaus stelpu- gopi, eða þá háttprúð og kokett pipar- mey. Ég komst að því seinna, að kött- inn átti gömul ógift kennslukona, sem bjó hinum megin við götuna. Hún hafði kennt börnum og unglingum í þrjátíu ár fyrir of lágt kaup og köttur- inn var hennar líf og yndi. Krakkarnir í kjallaranum sögðu mér, að svo mjög elskaði hún köttinn sinn, að hún gæfi honum rjóma í hvert mál, síðan kyssti hún hann á skottið, klóraði honum bak við eyrað og kallaði hann sinn ekta- mann. Hann mundi sko ekki svíkja hana í tryggðum, jafnvel þótt svo færi, að hún yrði að hrökklast á elliheimilið til hans Gísla. Krakkarnir sögðu mér líka að kötturinn væri kallaður Thor og gamla konan bæri nafnið fram á mjög fínan, danskan máta. Mig langaði fjarskalega til þess að vita hvers vegna bannsettur köttur- inn héti Thor. Þar kom konan til hjálpar eins og endranær, þegar ég vil eitthvað vita um nágrannana. Hún hafði farið út í fiskbúð um daginn, og þar hafði hún séð gömlu, ógiftu kennslu- konuna vera að kaupa fisk. Hafði hún keypt agnarlítinn þorskbita handa sér og lúðu handa kettinum. Fisksalinn hafði þá sagt í gamni: — Það dugir víst ekkert annað en rafabeltið handa svona fínum ketti. — Æ, nei, svaraði kennslukonan, hann er ekkert fyrir feitt. Konan mín furðaði sig á þessu og fór að spyrja konuna í kjallaranum um þessa konu og köttinn hennar. Sagði frúin henni þá það, að hún hefði það eftir áreiðanlegum heimildum, að fyr- ir fjölda mörgum árum hefði hún kennt dreng að lesa. Hét sá drengur Thor. Hann hafði verið svo prúður og elskulegur, að þess fundust vart dæmi. Hann hefði alltaf komið tandurhreinn í skólann, aldrei skítugur undir nögl- unum, og engin var í honum óart eins og í hinum kláðagemlingunum, sem komu bæði úr Grimsby og Bjarnaborg. Samt var hann ekki af ríku fólki. Hann bjó í gömlum kofa niður við sjó í skuggahverfinu. Dag nokkurn dóu báð- ir foreldrar hans og þá tók gamla kennslukonan hann að sér. Thor litli ólst nú upp hjá henni og vitanlega gekk hann menntaveginn. Þess má geta hér til gamans, að Einar Magg tók al- veg sérstöku ástfóstri við drenginn, bæði var það sökum þess, að piltur hafði lipran talanda eins og margir menn, sem bera þetta nafn, og svo tók hann líka í nefið. Piltur var einnig vel að sér í landafræði, þekkti vel til bæði í Soho og Nýhöfninni, og mundi utan að allar ár og læki, sem runnu hægra og vinstra megin í Dóná. Gamla konan var ekki í rónni fyrr en hún hafði kom- ið því til leiðar að drengur sigldi og aflaði sér kvenna og peninga. Fór því piltur til Hafnar og er sagt, að þar hafi hann dáið oftar en einu sinni, en að lokum dó hann alveg, eins og hent hef- ur margan góðan magister. Kennslu- konan gamla gat ekki á sér heilum tek- ið, hún var eitt flakandi sár. Reyndar náði hún sér þó að mestu eftir svona ár, dreif sig niður í útvarp og fór að Framh. á bls. 39. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.