Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 7
Fyllirí og slagsmál úti á
landsbyggðinni.
Kæri Fálki. — Það eru ó-
fagrar sögur, sem berast
stundum, — já, alloft, — utan
af landi, þegar unglingar, og
jafnvel fullorðnir, flykkjast í
útilegur um helgar.' Eitt sinn
kom ég í þess háttar tjaldbúð-
ir. Ég vil nú ekki segja, hvar
það var, en aðkoman var óg-
urleg; fullir menn og konur
lágu eins og hráviði út um
allt, og héngu sum pörin sam-
an á kjöftunum.-----------Er
ekki unnt að koma í veg fyr-
ir þennan ófögnuð, er ekki
hægt að senda lögreglu út um
landsbyggðina um helgar, þeg-
ar margt fólk víðs vegar að
safnast saman á nokkra felleg-
ustu staði landsins og alls kon-
ar óreglufólk eyðileggur
skemmtunina fyrir þeim, sem
viija njóta náttúrunnar í kyrrð
og ró?
N áttúruskoðari.
Svar:
Það hefur margoft verið
reynt að stemma stigu við
þessum ófögnuði, en hingað
til hefur það verið nœstum því
árangurslaust, því að ár eftir
ár stœkkar sá hópur, sem fer
upp í sveit til þess að drekka
og djamma, og sami staður-
inn er sjaldan sóttur af þess-
um lýð mörg ár í röð, svo að
ekki er alltaf unnt að hafa
margmennt lögreglulið til
staðar.
Óvarlega farið með peninga.
---------Svo ber til, að ég
er nýkominn til landsins. Það
er ef til vill þess vegna, sem
ég er svona umvöndunarsam-
ur. Um daginn fór ég í banka
hér í Reykjavík, og ég verð að
segja, að sjaldan hef ég séð
eins óvarlega farið með pen-
inga. Þar tók maður við fjöru-
tíu þúsund krónum, og hann
taldi þær ekki einu sinni, held-
ur stakk öllum bunkanum í
vasa sinn og hélt til dyra. —
B.
Svar:
Já, það er óvarlega farið
með fé hér, enda er það fljótt
að eyðast.
Ferðir út xxm land.
Kæri Fálki. — Oft hefur
verið minnzt á það í blöðum
og útvarpi, að betur þurfi að
búa að ferðamönnum, sem
tjalda á afmörkuðum tjald-
svæðum úti á landi. Víða er
þetta til fyrirmyndar, bæði
gott vatn og aðstaða til að
ganga örna sinna. En á mörg-
um stöðum skortir mikið á í
þessu efni. Mér þætti mjög
vænt um, Fálki góður, ef þú
vildir birta þessar línur í póst-
hólfinu.
Virðingarfyllst.
Ferðalangur.
Svar:
Við beinum þeim tilmœlum
til þeirra, sem yfir tjaldstœð-
um ráða, að þeir kosti kapps
um, að búa sem bezt að
fólki, sem tjaldar á svæðum
þeirra.
Síminn í ólagi.
---------Það er eitthvað í
ólagi með símann í Reykjavík.
Stundum, þegar maður lyftir
tólinu, þá kemst maður
inn á samtal. Um daginn
heyrði ég til dæmis á tal
elskenda, þau voru að rífast,
blessuð hjúin, en sem betur
fór, rofnaði það samband fljót-
lega, svo að ég losnaði við að
verða vitni að leiðinlegu máli.
Annað við símann, sem ég
vildi kvarta yfir, er það, að
stundum fær maður ekki són
fyr en eftir dúk og disk.----
ÚIIi.
Svar:
Hvers vegna kvartið þér
ekki yfir þessu við ráðamenn
símans?
Rigningasumar?
---------Skyldi þetta verða
rigningarsumar? Vonandi
ekki, því að það eru leiðin-
legustu sumur, sem ég veit
um. Ég man eftir tveimur slík-
um sumrum, og aldrei hef ég
verið í eins slæmu skapi og
þá. Ég vænti þess fastlega,, að
þið hressið eitthvað upp á
mannskapinn með léttum gam-
angreinum um sumartímann.
Ég veit, að það mun falla í
góðan jarðveg.-----------
Jói.
Svar:
Að sjálfsögðu munum við
reyna okkar til þess.
Að gefnu tilefni, getum við
ekki birt bréf, sem ekki er
fullt nafn undir. Bréfritari
getur þá óskað þess, að bréf
hans sé birt undir dulnefni.
Börnin
kjósa
sér vaiRjfon
gallabuxur
a
í sveitina
FÁLKINN 7