Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 17
rauða hár sitt, mikil fórn. Er hún eign-
aðist fyrsta barnið sitt voru hjartaslög
hennar tekin upp á hljómplötu, og not-
uð í laginu „That is what your heart
is for“. Árið 1946 birtist sú fregn í
blaði einu, að ýmsir háralitarframleið-
endur væru nú orðnir milljónerar og
væri það Ritu að þakka, — allar kon-
ur vildu vera rauðhærðar.
Það virðist fyrst og fremst vera lík-
amlegt aðdráttarafl Ritu Hayworth,
sem gert hefur hana svo fræga sem
raun ber vitni. Útlit hennar er fullkom-
ið, húðin hrein og fögur og næstum
gyllt, og fer sérlega vel við háralit
hennar og augnalit. Bros hennar er og
mjög seiðandi og allar hreyfingar henn-
ar fullar yndisþokka, og á hún það ef
til vill spænskum uppruna sínum að
þakka. Fr,amkoma Ritu endurspeglar
eftirstríðsárin að vissu leyti, lífsgleðina
og kæruleysið.
En umboðsmenn hennar voru ekki
ánægðir. Þeir reyndu að skapa per-
sónuleika, en ekki heppnaðist það. Ymis
konar slagorð voru reynd, en það var
ekki fyrr en hún giftist Orson Welles,
að góð hugmynd í því efni leit dags-
ins ljós: „Fegurðin giftist gáfunum“.
Sama varð uppi á teningnum, er Mari-
]yn Monroe giftist Arthur Miller. Beztu
ár ævi hennar voru árin sem hún var
gift Welles, — er Aly Khan kom til
sögunnar urðu viðhorfin önnur og það
reyndist svo, að hún flaut ekki langt
á hæfileikum sínum. Hún mátti ekki
dveljast langdvölum frá Hollywood —
jafnvel þótt hún væri gift Aly Khan.
Er hún giftist Dick Haymes fór fyrir
alvöru að halla undan fæti.
En samt sem áður er Rita ekki
stjarna á sama hátt og hinar auglýstu
stjörnur háborgar kvikmyndanna. Oft
Söngvarinn Dick Heymes er fæddur í
Argentínu. Hann kvæntist fyrst fyrrver-
andi eiginkonu Errol Flynn, Nora
Eddington, en skildi við hana til þess
að kvænast Ritu Hayworth.
og tíðum hefur hún sýnt mikinn vilja-
styrk og hugrekki og lífsgleði hennar
var ódrepandi. Stundum virtist sem
hún væri ein þessara kvenna, sem
barðist vonlausri baráttu við aldurinn,
en í kvikmyndum sem ,,Trinidad“ og
„Pal Joey“ hefur hún sýnt, að hún er
ekki hrædd við þessa staðreynd, — ár-
in færast yfir. Hið sama má segja um
„Regn“, en þar lék hún fölnandi feg-
urð. — Öðru hverju hneykslar hún al-
menning með því að dansa í of stuttum
kjólum og skemmta sér fram undir
morgun. En nú býr hún í húsi sínu
í Beverly Hills og elur upp dætur sín-
ar — Yasmin er reyndar í skóla í Sviss.
Öðru hverju gluggar hún í kvikmynda-
handrit, sem henni eru send.
Hún vakti nokkura athygli, er hún
kom til Ítalíu með Gary Merrill og var
nú ljósmynduð þar sem hún sat í Gon-
dól með honum klædd stuttbuxum. Hún
vildi ekki ræða mikið um þessa vin-
áttu við mann, sem um árabil hafði
verið kvæntur annarri. Bette Davis var
mjög samvinnuþýð við hjúskaparslit-
in og varpaði sökinni ekki á mann sinn
og heimtaði ekki mikið í sárabætur,
hins vegar nokkra upphæð handa þeim
börnum, sem þau höfðu tekið að sér.
„Gary Merrill fær frelsið ef hann bara
vill,“ sagði hún.
Ástæðan fyrir hjónaskilnaðinum var
fjarvistir eiginmannsins og er hjóna-
bandinu var formlega slitið, lék Gary
í leikhúsi í Englandi.
Þau höfðu kynnst fyrir mörgum ár-
um, þá er Bette Davis lék í kvikmynd
fyrir Darryl Zanuck. Brátt kom í ljós,
að Gary var einrænn og stundum hvarf
hann og fór til bústaðar síns á Atlants-
hafsströndinni. Þangað fór hann, er
Eiginmaður númer fimm, James Hill,
á skemmtigöngu í Rómaborg með sinni
fögru eiginkonu, Ritu Hayworth. —
Skömmu síðar fóru þau bæði til Spán-
ar og léku þar saman í kvikmynd.
hann hafði lokið við kvikmynd eða leik-
sýningu, gleymdi konu sinni og börn-
um og undi sér í einverunni. Það er
vafamál, hvort hann hefði viljað skilja,
ef hann ekki hefði hitt Ritu. Hún og
Bette eru á svipuðum aldri.
Rita á ekki margar minningar frá
fyrsta og fjórða hjónabandi sínu. Hún
eignaðist dætur sínar með öðrum og
þriðja manni sínum, og húsið eignaðist
hún er hún skildi við James Hill. Ef
til vill giftist hún aftur, hún verður að
vera ástfangin, annars er hún einmana
og óhamingjusöm, en hún hefur aldrei
verið fjárgráðug og yfirgaf eiginmenn
sína án þess að heimta nokkuð af þeim.
Hún hefur aldrei verið verulega góð
kvikmyndaleikkona. Henni hefur
heppnast að ná tökum á fjöldanum og
hún varð að vissu leyti tákn eftirstríðs-
áranna. Gilda var fyrir fimmtán árum
síðan ósköp venjuleg stúlka, kvikmynd-
in var í meðallagi góð, en hún gleym-
ist seint. Ef til vill er það atriðið, er
hún dansaði með háu, svörtu hanzk-
ana — manni dettur kannske „Blái
engillinn“ í hug.
Er hún hóf kvikmyndaleik að nýju
árið 1956, var hún ekki lengur sú Rita,
sem við þekktum eftir stríðið. Hún
lýsti því reyndar yfir, að hún væri
ekki hrædd við aldurinn, en það leyndi
sér ekki — hún var farin að láta á
sjá. Margt hefur breytzt — rauða hár-
ið er horfið. Hún er reyndar ekki göm-
ul ennþá, aðeins 44 ára, en hana vant-
ar eitthvað til þess að geta lagað sig
eftir aldrinum, hún losnar ekki við
Gildu, Konuna frá Shanghai og Sally.
Síðasta hlutverkið sitt' fékk hún
vegna þess að hún var gift kvikmynda-
Framh. á bls. 34
Atriði úr kvikmyndinni „Gilda“, sem
átti mikinn þátt í að gera Ritu Hay-
worth heimsfræga. Meðleikari hennar
var Glenn Ford, sem er ásamt Ritu
á myndinni hér að neðan.
FÁLKINN 17