Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 12
LEGSTEINN k GRÖF HENNAR í gærmorgun kom pósturinn með bréf frá danska vini mínum Lou í Mið- Afríku; blaðaúrklippu úr Northern Rhodesia News. Á úrklippuna var skrif- að: — Svona fór það þá. — Kveðja, Lou. Það voru eftirmæli Önnu Hesters, sem hann sendi — átta stuttar línur á smá- blaði. Hvílíkur fjöldi kvenna, sem deyr, hugsaði ég. f dánartilkynningum stend- ur, að okkar ástkæra móðir, amma og langamma hafi fengið hægt andlát. Anna fékk ekki hægt andlát, og hún var ekki móðir né amma neins. Einskis — ekki einu sinni kona Vaughan Hesters lengur. f blaðaúrklippunni stóð: — Ndola, 1. 11....fann í morgun líkið af mrs. Anne Hester í sundlaug frúarinnar. talið er, að frú H. hafi hrasað og fallið, þannig að hún við fallið hafi rekið höf- uðið í og þannig drukknað meðvitundar- laus. Frú H. var óklædd, og baðsloppur hennar fannst við laugina. Hún var vel efnuð og þekkt meðal þeirra, sem unnu veðhlaupum. Hún var brezkur ríkisborgari. Frú H. var 45 ára og lætur ekki eftir sig neina erfingja. Síðustu daga hlutu ótal samtöl í vín- krám í Jóhannesarborg allt til Nairobi að hafa hafizt með: — Hafið þið heyrt um Hester? .. . Líferni hennar var ævinlega ágætt samræðuefni í vínkrám í Kongó, Kenya og Ródesíu, og dauði hennar hlaut því einnig að verða það. ★ Ég gekk lengi suður á bóginn, með- fram ströndinni. Hafið var eini nábúi smásaga eftir anna ladegaard minn í vestri -—• það var eins og ég gengi á blárönd Evrópulandabréfs og hefði heimskortið frammi fyrir mér. Mér fannst ég geta séð niður gegnum öll löndin og geta rifið þetta lausa, þunna efni, sem var tíminn, í burtu. Fortíðin var orðin áþreifanleg eins og sandurinn undir fótum mínum. Ég sá Önnu Hester 1 fyrsta sinn fyrir 8 árum, þegar ég var nýkominn til Afríku. Við Lou höfðum komið frá Norður-Ródesíu yfir landamærin til Kongó, til þess að fá okkur rauðvín og koníak á vínkrá, sem byggði þá af- komu sína á því að svala þorsta þurf- andi viðskiptavina sunnan við landa- mærin. Við höfðum setið og rabbað saman í svosem klukkustund, drukkið smávegis og snætt danskan dósaost, þegar inn komu. Nei, þau lögðu undir sig krána. Konan var í reiðfötum. Skyrta hennar var blettótt og skítug af ryki og svita, og það var hestalykt af henni. Mennirnir tveir voru báðir í hvítum smoking og allnokkuð drukkn- ir. Annar þeirra hafði lagt hönd sína á mjöðm hennar og ýtti henni á undan sér milli borðanna. Þau létu eins og þau ættu krána. Lou tuldraði: — Eins og hestaeig- andi, sem er að sýna myndarlega hrissu á dýrasýningu ... og ég leit undrandi á hann. — Þekkirðu hana þá, spurði ég. — Svolítið, sagði hann þurrlega. — En það er ljótt til þess að vita, að hún sé að fara í hundana. Anna Hester heitir hún. Hún á stóran búgarð hér rétt fyrir utan Ndola. Þeir segja að hún sé vellrík. Hún er fögur — há, ljóshærð og grá- eygð, en ótrúlega skítug og virtist það og mennirnir tveir ekki skipta hana neinu. Blökkuþjónn tók við pöntunum þeirra, og annar maðurinn hrópaði upp og virtist gramur. Yfirleitt gekk svo mikið á fyrir þeim, að við hin sátum þegjandi og gláptum á borðið þeirra, sem var eins og leiksvið og þau leik- endurnir. Mér fannst ég verða hið mesta snyrti- menni, vegna þess að ég var ekki skítug, og vegna þess að ekki var hestalykt af mér. Ljóshærða hestakonan sat með sígarettu í hendinni og flautaði milli- rödd við lagið, sem leikið var á grammó- fóninn, og það af mikilli leikni, enda þess fullviss, að allir væru að hlusta á sig. Stuttu seinna höfðu þau sig á brott með miklum skarkala, og geigvænleg þögn lagðist yfir litlu krána. Lou vildi ekki segja mér neitt um hana, — því að, sagði hann, — maður má ekki aðeins þekkja hana af afspurn. Nokkrum dögum síðar fór ég suður á ný, og það liðu tvö ár, áður en ég sá Önnu Hester aftur. ★ Við bjuggum í Noregi í stríðinu, mað- urinn minn og ég, og einu sinni hætti læknir nokkur í Osló næstum lífi sínu, er hann skrifaði falska læknaskýrslu um manninn minn, sem var orðinn full- grunsamlegur í augum Þjóðverja. Skýrslan sagði, að sjúklingurinn væri fárveikur af lungnaberklum og hefði verið lagður á háfjallaheilsuhæli. í næstum 10 ár fann ég til sannrar þakk- lætistilfinningar — ég gat aldrei full- þakkað lækninum. Konur eru slæmar með slíkt, þær drattast áfram með lífið, eins og ferðaföggur. Dag nokkurn komu tveir skólapiltar inn í skrifstofu mína í Bulawayo í Mið- Afríku. Þeir voru á leiðinni til Osló 12 tXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.