Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Page 36

Fálkinn - 27.06.1962, Page 36
Sjónvarpsþátiurinii Frh. af bls. 34. ar riddaraliðsins, þegar síminn á nátt- borðinu hjá Mike vakti hann óþyrmi- lega af draumi sínum. Þýð rödd skrif- stofumannsins tilkynnti honutn að ung- frú Patricia Fitzgerald biði hans niðri. Þegar hann sté út úr lyftunni, leitaði hann í einum flýti, að himinbláa silki- kjólnum, sem hann hafði búizt við. En hann var hvergi sjáanlegur. — Herra Davenant? Röddin var þýð og mild og hreimurinn óaðfinnanlegur. Mike sneri sér við, og við augum hans blasti fallegasta stúlka, sem hann nokkru sinni hafði augum litið á öllum þeim þrjátíu árum, sem hann hafði lifað. Hún var ekki of hávaxin, grönn eins og ung gyðja, og íklædd smekkleg- um grænum kjól. — Ég er Patricia Fitzgerald. Ég bið yður að afsaka útlit mitt, sagði hún og brosti af undraverðum yndisleika, — en ég var að koma beint ofan úr sveit til að ná í yður. Þér verðið hjá okkur auðvitað. Mike gat ekkert sagt, enda var það kannske ákjósanlegast í svipinn — Sagði Anderson gamli yður ekki frá því? Ó, minn eini, hann er sannar- lega of vitleysislega sljór fyrir slíkum hlutum. Frændi gamli verður fyrir mjög miklum vonbrigðum. Annars, þér gætuð látið gistihúsið taka saman farangur yðar, og ég sé svo um að láta sækja hann á morgun. Við getum fundið eitt- hvað, til að klæða yður í þangað til. En heyrið þér, sofið þér í náttserk? — Hu? gat Mike stunið upp, og hon- um fannst hann svífa í lausu lofti. — Afsakið, en það er eini náttfatnað- urinn, sem frændi gamli getur þolað. Þér verðið þá að fá einn lánaðan hjá honum, býst ég við, sagði þessi óskiljan- lega ungfrú Fitzgerald með ósvikinni hreinskilni. Og ennfremur: í náttserk mynduð þér sannarlega líkjast gömlum Rómverja! Eigum við að koma? Eins og maður í svefni lét Mike hana leiða sig frá þöglum glæsileika Bar- chester gistihússins og koma sér fyrir í gömlu „sport“-bílaræksni. Mike mundi eftir fáu úr ökuferðinni þetta kvöld. Að lokum hægðu þau á ferðinni, bíllinn rann eftir bugðóttum malarvegi og stanzaði fyrir framan gríðarmikla bygg- ingu. — Velkominn á Montague-herragarð- inn, skríkti ungfrú Fitzgerald glaðlega. Síðan kom skyndileg þögn, og Mike varð bæði mállaus og heyrnarlaus. Honum tókst þó með erfiðismunum að komast út úr bílnum. Þung hlífðarhurð- in á byggingunni var opnuð, og í ljós kom mjög hávaxinn maður. — Gott kvöld, ungfrú Patricia, sagði hávaxinn maður í dyrunum, og rödd hans var djúp líkt og í Boris Karloff. — Gott kvöld, Manchester, svaraði ungfrú Fitzgerald. — Herra Davenant 36 falkinn er ekki með neinn farangur svo að...... Hún var trufluð af einhverju hljóði, sem líktist lágri, en þó hvellri spreng- ingu, sem barst innan frá steinsteyptum veggjum Montague-herragarðsins. — O, nei, hrópaði hún í skelfingu. — Ekki einu sinni enn. Þetta er það þriðja í þessum mánuði! — Ég er hræddur um að svo sé, ung- frú, sagði maðurinn, sem kallaður hafði verið Manchester. — Þótt ég reyndi að telja hann frá því, vildi hann endilega sjá þáttinn „Flutningar til sólarlagsins“. — Þetta er reyndar smávægilegt, út- skýrði Patricia fyrir Mike. — Nema að þegar frændi gamli reiðist út af þessum asnalegu sjónvarpsþáttum, eins og hann kallar þá, þá endar það með því að hann kastar einhverju í sjónvarpstækið. Það getur farið að verða kostnaðarsamt. — Ef ég má leyfa mér að koma með uppástungu, ungfrú Patrice, hvíslaði Manchester eins og sá, sem vissi, hvað við átti, — þá getur verið að það sé eins gott fyrir hr. Davenant að fresta samtali sínu við hans hátign þar til á morgun. — Hans hvað? öskraði Mike. — Afsakið herra minn? — Það er allt í lagi, Manchester, herra Davenant hefur átt erfiðan dag. Farið heldur og útbúið eitthvað hressandi fyrir okkur. — Sjáið þér til, ungfrú Fitzgerald, byrjaði Mike afsakandi, — en ég........ — Ef við værum ekki svona hátíð- leg, gætum við vel haft það Pat og Mike, tók þessi ruglandi stúlka fram í fyrir honum. Eftir að örstutt stund hafði liðið og Mike drukkið örlítið af sefandi heilsu- drykk, fór hugsun hans að skýrast aft- ur. Ekki svo að skilja að það gagnaði honum eitthvað. En hlutirnir voru hon- um jafn stingandi skýrir og litir í lands- lagsmynd eftir Dali. Og það virtist jafn frábærlega eðli- legt að hann, Michael Frazier Daven- ant frá Waggshall, Thisby & Finch, væri sokkinn djúpt niður í ævagamlan legubekk og horfði á leik fjörlegu log- anna í afarstóru eldstónni fyrir fram- an hann og sæti þar við hlið hinnar rauðhærðu frænku SVARTA RISANS, Fitzgerald, 1-8. Montague-baróns af Mon- tague og fyrrverandi stigamanns í Ne- vada. — En hvað er hann að reyna að sanna? spurði hann í hundraðasta skipti. — Hvers vegna ætti hann að vera að hætta á að ýfa upp hneykslanlega fortíð, Pat? — Það hef ég enga hugmynd um. En honum er þetta sönn alvara, það eitt veit ég. En þú kemst nú að því á morg- un. Þegar Mike varð hugsað til ótta síns við að hitta ungfrú Patriciu Fitzgerald í salnum á Barchester-gistihúsinu, gat hann ekki að sér gert að brosa. Og síðan sagði hann henni frá ástæðunni fyrir ótta sínum og þessari dapurlegu ímynd- un sinni. Og um leið og þau hlógu bæði hljóðlega, mættust augu þeirra af ein- skærri tilviljun. Og það var sem gígju- strengur brysti og surgaði í djúpri bassafiðlu. — Þetta er allt svo ótrúlegt, hvíslaði Mike með andlitið grafið í rauðleitan hárbrúsk. — Allt hið fallega er ótrúlegt, sagði lág stúlkurödd beint ofan í brjóst hans. — En Guð minn! sagði stúlkuröddin, sem snögglega var orðin hávær. — Og ég, sem veit ekki einu sinni, hvort þér eruð giftur eða ekki, Michael Davenant! Og eftir nokkra stund sagði röddin aftur, en nú blíðlega: — Ég ætti að vor- kenna þér heil ósköp, Mike, en í sann- leika sagt er ég ánægð, það er að segja ánægð mín vegna. 'Þér gengur svo vel, að velferð þín blasir við þér. Samt ertu svona einmana, að ég gæti grátið. — Ekki lengur, hvíslaði Mike. Það tók hann óratíma morguninn eft- ir að greiða úr hugsunum sínum og ekki styttri að losa sig úr náttserk bar- ónsins. Það voru ótal siðferðileg atriði sem þurftu að athugast. Gat fulltrúi frá Waggshall, Thisby & Finch látið eftir sér að verða yfir sig ástfanginn af frænku manns, sem var reiðubúinn að mergsjúga Waggshall, Thisby & Finch? Og að sama skapi höfðu Waggshall, Thisby & Finch rétt til að hafa afskipti af tilfinningalífi hans sjálfs? — Teið yðar, herra minn, sagði Man- chester alvarlegur. — Hans hátign æsk- ir að þér snæðið með honum morgun- verð, þegar þér hafið klætt yður. Það var fyrst þegar Mike var að ganga niður breiðan og velútskorinn stigann, sem lá að Stóra salnum á Montague-herragarðinum, að honum, varð ljóst, að hann hafði enga hugmynd um, hvers konar manntegund hann væri að ganga til móts við. Blómaskeið SVARTA RISANS hafði verið á síðara hálfa áratugi 19. aldar- innar, svo að hugsanlegt var að hann væri undir áttræðu. Maður á áttræðis- aldri, sem kastaði hlutum í sjónvarps- tækið sitt? Eða öldungur yfir áttrætt, Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.