Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 11
íbúðarhús í frönskum stíl neðarlega í bænum. Það var árið 1924. Árin milli 1930 og 1940 voru Akur- nesingum erfið í efnahagslegu tilliti. I stríðsbyrjun átti Haraldur sex vél- báta stóra og vel búna að þeirra ára mælikvarða, frystihús og hraðfrystihús, eitt hið fyrsta á landinu, ásamt að öðru leyti vel búinni útgerðarstöð. Um það leyti hafði Sturlaugur son- ur hans tekið við stjórn fyrirtækisins að nokkru, og auk útgerðarinnar var nú risin upp stór verzlun og fjöldi fólks í vinnu allan ársins hring. Meðan meginhluti vetraraflans var seldur sem sólþurrkaður saltfiskui til suðurlanda, var fiskþurrkun mikilvæg atvinnugrein í sjávarplássum hér á landi. Fiskþurrkunin var oft eina vinn- an, sem landfólki féll í skaut yfir sum- artímann. Fiskþurrkunin krafðist mikils at- hafnasvæðis og í því skyni keypti Hai- aldur neðstu jörðina á Skipaskaga, Breiða, og byggði fiskverkunarstöð. Auk lagningar stakkstæða lét hann gera sjóvarnargarð úr steinsteypu, hið mesta mannvirki, til varnar landbroti. Öll umsvif Haraldar til hagsbóta fyr- ir land og lýð er ekki unnt að telja upp í stuttri blaðagrein Maðurinn er auk þess að vera séður fjármálamaður og snjall stjórnandi, landsfaðir í þess orðs bezta skilningi. Hann hefur alla tíð og þó sérstak- lega á hinum síðari árum látið sig vel- ferð samferðamanna miklu skipta eins og rausnarlegar gjafir hans til handa heimabæ sínum bera glöggt vitni. Haraldur hefur haldið í heiðri hinar fornu dyggðir með áreiðanleik, og að varast beri allt óhóf og bruðl. Ingunn kona hans hefur alla tíð verið manni sínum sérlega samhent, og trúlega ráð- hollur förunautur á langri ferð. Svo segja kunnugir, að Haraldur hafi frá öndverðu verið trúaður maður og síðan hann fyrst hóf útgerð, hafi hann aldrei lagzt svo til hvíldar, að hann ekki bæði fyrir skipshöfnum sínum og skip- um. Hann hefur einnig átt því óvenju- lega láni að fagna, að þrátt fyrir hin tíðu skörð, sem höggvin eru í raðir ís- lenzkrar sjómannastéttar, hafa skip hans ætíð skilað skipshöfnum sínum að landi Eins og fyrr er að vikið er Haraldur hið mesta karlmenni, ráðagóður og ein- beittur og ofurhugi hinn mesti fyrr á árum. Það hefur einnig verið sagt, að hann væri erfiður andstæðingum sínum og þungur fyrir er honum þætti gert á hlut sinn, því maðurinn mun vera skapríkur svo sem hann á ættir til. Verkhyggni hans hefur verið við brugðið og útsjónarsemi. Er hafizt var handa um byggingu brimbrjótsins á Akranesi, lagðist Haraldur gegn því að hann yrði byggður svo innarlega og taldj að athafnasvæði hafnarinnar yrði of lítið með núverandi staðsetningu. Löngu síðar var sá er þetta ritar skip- verji á Goðafossi, sem þá lestaði fislc á Akranesi. Lenging Hafnargarðsins stóð fyrir dyrum og varð Goðafoss að færa sig frá hafnargarðinum meðan nýju keri var sökkt. Manna meðal á Akranesi var ágreiningur um hvort nýja kerið ætti að vera í beinni stefnu garðsins eða hvort það ætti að mynda beygju til austurs. Haraldur taldi slíkt hið mesta óráð en fékk ekki ráðið. Hann kom á eftir um borð í Goðafoss og var þungt í skapi. Einnig í þetta skipti hefði hann betur ráðið. Enda þótt Haraldur sé alvörumaður er hann spaugsamur og kann vel að taka gamni. Hann segist sjálfur hafa lítinn áhuga fyrir stjórnmálum, og öfg- ar eru honum fjarri skapi. Brautryðj- endastarf fyrirtækis hans í útgerðar- málum er löngu viðurkennt Þegar siglt er undir Skaga eru það rauðu húsin hans Haraldar sem mesta vekja athygli, og þekktur kommúnisti tók það einu sinni fram sem dæmi um hagsýni og ráðdeild útgerðarmannsins, að það þyrfti ekki einu sinni að mála húsin hans eftir byltinguna!! En hvaða meiningu sem menn leggja í rauða litinn á húsunum hans Harald- ar, þá er það sterkur litur og fallegur og erfitt væri að hugsa sér Akranes án hans. Það er líka nákvæmlega jafn erfitt að hugsa sér Akranes án Haraldar og Harald án Akraness. Börn þeirra Ingunnar og Haraldar búa á Akranesi, Sturlaugur, kvæntur Rannveigu fæddri Thorp og Helga, gift Hallgrími Björnssyni lækni. Sv. S. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.