Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 10
HARALDUR BÖÐVARSSON aði til að kanna nýja stigu og var m. a. sumarlangt á skozkum togara. Hann var þá fjórtán ára. Böðvar Þorvalds- son hafði mikla verzlun við bændur í nærsveitum. Á hverju hausti keypti hann um 2 þús. fjár, sem rekið var til Akraness og slátrað en kjötið síðan saltað niður í tunnur og selt til Noregs. Hann hafði nokkra menn í þjónustu sinni, sem fóru um sveitir til fjárkaupa og var einn þeirra Árni bóndi á Odds- stöðum. í mörg haust var Haraldur með honum á þessum ferðalögum. í mörg horn var að líta við verzlun- ina, en hugur Haraldar stóð til umsvifa og mannaforráða. Nokkru eftir ferm- ingu keypti hann opinn bát, sex manna far ásamt Grími Tómassyni á Gríms- stöðum á Akranesi og hóf útgerð og var Grímur formaðurinn. Mjór er mik- ils vísir, segir máltækið og nú voru vélbátar komnir til sögunnar. Haraldur gekk nú í félag við ná- granna sinn og kunningja, Bjarna Guð- bjarnarson um kaup á litlum vélbáti. Hann var keyptur ytra og Emil Nilsen, sem síðar varð forstjóri Eimskipafélags- ins, en þá var skipstjóri á E.s. Sterling, flutti hann heim. Báturinn var 6—8 Jestir, hlaut nafnið Höfrungur og var alla tíð hin mesta happafleyta. Hann var á vetrarvertíð gerður út frá Vogum. Höfnin á Akranesi var á þessum ár- um Lambhúsasund, en verzlun Böðv- ars og athafnasvæði var við sundið innanvert. Einn næsti nágranni Böðv- ars var Einar Ingjaldsson á Bakka. Þeir þremenningarnir, Haraldur, Einar á Bakka og Böðvar Þorvaldsson, réðust nú í það stórvirki að láta byggja tvo tíu lesta vélbáta og átti Haraldur ann- an en þeir Einar og Böðvar hinn. Smíð- in fór fram á Bakkatúninu og tókst hið bezta. Hlaut bátur Haraldar nafnið Víkingur og bátur þeirra Einars og Böðvars nafnið Valur. Haraldur fór ut- an til þess að afla viðar í bátana, en ekki er ljóst hvort það var viður í þá, sem hér kemur við sögu: Þeir Haraldur vo.ru í Reykjavík á vél- bátnum Höfrungi, sem fyrr er nefndur, og lestuðu timbur. Einnig lestuðu þeir sex manna far, sem Höfrungur átti að hafa í togi upp á Akranes. Lagt var af stað úr Reykjavík síð- degis og voru nokkrir menn á Höfrungi en Haraldur einn á sex manna farinu og sat undir stýri. Útsynningur var á en ekki hvasst þegar lagt var af stað. Er ekki að orðlengja það, að er sá í op- inn Hvalfjörð var komið afspyrnu rok og sjólag eftir því. Þeir á Höfrungi, sem voru eldri en Haraldur, vildu þá taka hann um borð og sleppa sex manna farinu, því veðrið var slíkt að þeim var ekki farið að lítast á blikuna. Harald- ur kallaði til þeirra, að í sex manna farinu væri aleiga sín og við hana skildi hann ekki. Varð svo að vera og komust báðir bátarnir um síðir heilu og höldnu til Akraness. Áður en hafnargarðurinn var byggð- ur lágu öll stærri skip fyrir festum á Krossvík meðan afgreiðsla fór fram, en allt flutt milli lands og skips á rónum skipum og lent við bryggju í Steinsvör. Eitt sinn var flutningaskipið Reykja- víkin stödd á Akranesi og stjórnaði Har- aldur afgreiðslu. Veður var slæmt og brim. Meðan verið var að afferma ára- bátinn við skipshlið, héldu tveir menn honum frá skipinu með árum. í einni veltunni tókst svo illa til, að önnur árin lenti fyrir neðan borðstokk og gekk út í gegn um byrðinginn. Féll inn kolblár sjór. Nokkrir sem í bátnum voru, flýttu sér upp í Reykjavíkina, en Haraldur greip poka, tróð í gatið og stóð á meðan róið var lífróður í land. Á vetrarvertíð hafði Haraldur báta sína á Suðurnesjum, margar vertíðir í Vogum, en árið 1913 hóf hann útgerð frá Sandgerði. Hann byggði þar útgerðar- stöð árið 1914 og rak hana um márgra ára skeið ásamt útgerðinni á Akranesi, ýmist einn eða í félagi við aðra. Síðla árs 1915 kvæntist Haraldur unnustu sinni, Ingunni Sveinsdóttur Guðmundssonar hreppstjóra í Mörk á Akranesi. Þau settust að í Reykjavík og bjuggu í húsinu Suðurgötu 4, sem Haraldur keypti af erfingjum Halldórs heitins Jónssonar bankagjaldkera. Hann hafði um þessar mundir mik- il umsvif í Sandgerði. Sagan segir, að á þessum árum hafi það orðið æ fast- ari ásetningur hans að flytjast heim til Akraness og svo fór að hann flutti upp eftir. Ekki hafði Haraldur lengi búið á Akranesi er hann var orðinn með um- svifamestu útgerðarmönnum þar og hafði fleiri járn í eldinum. Um þessar mundir fóru allir bátar frá Akranesi til vertíðarróðra frá Suð- urnesjum, því mið þau sem Akranes- bátar hafa veitt á undanfarin þrjátíu ár voru þá lítt kunn. Til þess að reyna hvort fiskur fynd- ist á miðum Akraness, var einn báta Haraldar heima á vertíðinni og þraut- reyndur formaður, Eyleifur ísaksson, skipstjóri. Er ekki að orðlengja það, að Eyleifur kom með hlaðafla úr svo til hverjum róðri og fann þennan vetur hin fengsælu fiskimið Akurnesinga. Haraldur Böðvarsson hefur alla tíð verið framsýnn maður. Þegar hann fluttist til Akraness var Lambhúsa- sundið ennþá aðalhöfnin en að sunnan- verðu var aðeins litla bryggjan í Steins- vör. Eitt af hans fyrstu verkum var að kaupa landið Efri-Sýrupart af föður sínum og byggja þar útgerðarstöð. Hann byggði plan og fiskhús og notað- ist við bryggjuna í Steinsvör, sem hann endurbætti og lagfærði. Þá byggði hann 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.