Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Síða 21

Fálkinn - 16.01.1963, Síða 21
lar ntan til þess að ég þurfi ekki að flýta mér neitt við að búa mig. — Máttu þá vera að því að sinna öðrum áhugamálum en hestamennsku? — Mikil ósköp. Landbúnaður er næstur á dagskrá. — Ertu mikið fyrir búskap? — Þegar ég var strákur vildi ég alltaf fara í sveit. Og þegar aðrir strák- ar léku sér í fjörunni þá var mig venju- lega að finna í einhverju fjárhúsinu eða fjósinu. — Ertu uppalinn í sveit? — Nei. — Ertu þorpari? — Já, ég er sjávarþorpari. Ég ólst upp í Keflavík. — Bráðlega ætla ég að fá mér eyðibýli, þar sem ég get dund- að við búsýslu. Ég vil ekki kaupa jörð, sem er í byggð. Ef ég kaupi eyðibýli, þá er ekki hægt að segja að ég hafi eyðilagt hana, þegar ég fer að sinna jarðarbótum og svoleiðis hlutum. — Hvað segirðu til dæmis um að gera tilboð í Grunnavíkina? — Ertu vitlaus maður, alla Grunna- víkina. Ég vil eiga jörð, sem er svona iy2 tíma akstur frá Reykjavík, því að í borginni verð ég að vera með annan fótinn. —• Þú vilt þá vera hálfgildings bóndi? — Já, það er orðið. — Ertu ekki upp í sveit þarna á Grímstaðaholtinu, sem þú býrð? Rétt hjá þér er kona, sem á hænsnabú. — Er það? Ég vissi það ekki. Hins vegar var maður, sem átti nokkrar kind- ur á túninu fyrir neðan mig. Hann varð að fara með þær. Mér þótti skítt að geta ekki hjálpað manninum. — Þú hefur þá haft útsýnið, þegar kindurnar trítluðu um túnið? — Já, og hef enn. Ég sé til Kefla- víkur. — Er það nauðsynlegt fyrir sálina? — Já, einmitt fyrir sálina. — Þú ert jafnmikið fyrir allar skepnur. Hvernig líkar þér við kýr? — Alveg ágætlega. — En hunda og ketti? — Ég hef bæði átt hund og kött. Mér Þykir gaman að þeim. — En hænsnum? — Ég skal segja þér, að ég var eitt sinn í Bandaríkjunum næstum því bú- inn að kaupa hænsnabú með 6 þúsund hænsnum. — Svo er það ein klassisk spurning: Framh. á bls. 38. AXONA. ar Gunnar. En úti drottinn minn dýri, — ég var úti í Kaupmannahöfn fyrir nokkru, og þar voru sífelld makaskipti. — Var það markaður? — Já, eiginlega markaður. — Svo að við snúum okkur svolítið að faginu, Gunnar, hvað þurfa leikarar að skila mörgum leikkvöldum á leik- árinu? — 150 leikkvöldum á 10 mánuðum. — Og er þá sama hvert hlutverkið er? — Já, nákvæmlega sama. — Þú sagðist áðan alltaf vera á þeyt- ingi. Ertu yfirleitt alltaf að flýta þér? — Nei, nei, ég er nú til dæmis kom- inn hérna niður í leikhús svona snemma FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.