Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 26
kvenþjóðin a’Hstjóri KRI9TJAMA STEIMGRÍMSDÓTTIR Byrjið að kveikja á ofn- inum. Það er nægur tími til að útbúa deigið meðan ofninn hitnar í 250 gráð- ur. Bakað í 10 mínútur og á hálftíma eru nýbak- aðar og ilmandi kökur komnar á borðið. IVIÖNDLIiKRIIMGLAi 1 skammtur grunndeig, 1 dl saxaðar möndlur. Ofan á: Eggjarauða, 2 msk. sykur, 2 msk. saxaðar möndlur. Hveiti og lyftidufti sáldrað í skál, sykri, möndlum (súkkati) og rúsínum blandað saman við. Smjörlíkið mulið saman við. Egg og mjólk þeytt lítillega saman. Eggjablöndunni hrært saman við með léttum handtökum. Mótuð kringla með skeið á velsmurða plötu. Smurt með eggi, grófum sykri og möndlum stráð ofan á. Kringlan bökuð við 250° í nál. 10 mínútur. — Berið Kringluna fram volga með kaffi eða tei. RÚSÍIMIiBOLLUR (12 stk.) % skammtur grunndeig 1 y2 dl rúsínúr 12 smákökumót. Blandið rúsínunum saman við deigið og látið það í velsmurð smákökumót úr pappír eða málmi. Bakið bollurnar við 250° í nál. 10 mínútur. Grunndeig. 300 g. hveiti. 4 tsk. lyftideig. 100 g. sykur. 50 g. súkkat. Vs dl. rúsínur. 100 g. smjörlíki. 2 tsk. kardemommur. 1 egg. 2 dl. mjólk. 26 FÁLKINN ALDIIMHiALKSLEIMGJA 1/2 skammtur grunndeig. Innan í: Gott aldinmauk, t. d. eplamauk. Ofan á: Eggjarauða. Til skrauts: 2 dl flórsykur, la/2 msk. ávaxtasafi eða vatn. Setjið deigið í lengju á velsmurða plötu. Dragið eftir mlðju lengjunnar svo djúp skora myndist. Fyllið skoruna með aldinmauki. Smyrjið brúnirnar með eggjarauðu. Lengjan bökuð við 250'° í nál. 10 mínútur. Hrærið saman flórsykur og t. d. appelsínusafa, svo myndist kekkjalaus bráð. Berið hana á lengjuna með pensli meðan lengjan er volg. Borin fram nýbökuð með kaffi eða tei.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.