Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 4
© *© CI5 Si MHÍ Igor Moisseiev Svojet, heitir rússneskur ballet, sem upp á síðkastið hefur verið á ferðalagi um Evrópu. Hann hefur sýnt ýmsa dansa, sem eru bitur ádeila á skrípadansana rokk og twist og húllum, húllum hæ, bossanóva og rúbí — dúbí — dú. Myndin hér að ofan er tekin á sýningu flokksins í Palais de Sports í París. KATTAÁSTIN. Dýralæknir út á landi var beðinn að koma til gamallar konu í þorpinu og líta á læðuna hennar. Gamla konan sagði í símann, að hún héldi, að hún væri kettlingafull, en það væri bara lífsins ómögulegt, því að hún hefði ekki farið út fyrir hússins dyr. Dýralæknirinn kenndi í brjósti um gömlu konuna og fór því og leit á læðuna hennar. Hann sagði henni, að það væri, enginn vafi á því að læðan væri með kettlingum. — En það getur ekki verið, sagði gamla konan, — það er ómögulegt. Varla hafði hún sleppt orðinu, þegar stór fress skreið fram undan sófanum. — En getur þessi ekki átt sök á þessu? spurði dýralæknirinn. — Hann, svaraði gamla konan, þetta er bróðir hennar. Prófessor nokkur í leiklistarsögu í París vaknaði einn morgun og uppgötvaði að hann hafði orðið fyrir ,,stúdentagríni“. Við annan fót hans hafði verið bundin járnfesti með stórri járnkúlu á endanum. Varð Betty Da- vis atvinnulaus eftir að hún hafði leikið í Baby Jane, sem núna er nýlega lokið? Eitthvað hlýtur að ama að þar sem hún auglýsir eftir at- vinnu í blaði nokkru í Holly- wood. Auglýsing in var svohljóð- andi: „Þriggja barna móðir, börnin á aldrinum 10 — 11 og 15 ára, — fráskilin, með meira en þrjátíu ára reynslu í kvikmyndaleik, og er enn heilsu- hraust og miklu notalegri og laglegri en kjaftasögurnar vilja láta vera, óskar eftir fastri vinnu í Hollivúdd. Auglýsing þessi var undirskrifuð af Betty Davis og fulltrúa hennar. Og ekki er annað hægt að segja en leikkonan sé óvenjulega hreinskilin og hispurslaus eftir því sem geng- Nýjasta bók Henrys Millers, „Hvarfbaugar krabbans", hefur vakið mikla at- hygli erlendis, og einkanlega í New York. Lögreglan hefur gefið út fyrirskipun um að handtaka Henry Miller. Þykir bókin með endemum ósiðleg og hefur hneykslað lýðinn þarna í lýðfrjálsasta landi heims. En Henry Miller hefur horfið eins og dögg fyrir sólu. Og menn spyrja: „Þurfa menn að fara í felur vegna þess að þeir hafa sagt meiningu sína í ríki, þar sem algjört ritfrelsi á að ríkja? Brendan Behan er frægur fyrir tvennt, leikrit sín og drykkju- skap. Hann varð ekki alls fyrir löngu að fara í afvötnun, og brá sér því til frönsku Alpanna. Þetta var dýr lækning og þegar hann fór heim, tók hann auðvitað flugvél. Á flugvellinum tóku á móti honum nokkrir vinir hans, og tollfría líkjörs- flaskan, sem hann hafði haft með sér úr flug- vélinni og sígaretturnar voru þegar í boði. Það endaði með því, að leikritaskáldið hopp- aði á öðrum fæti og vissi loks ekkert um, til hvers hann hafði farið til frönsku Alpanna. ur og gerist í Hollivúdd. ★ i 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.