Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 26
kvenþjóðin ritstjóri KRISTJANA STEIMGRÍMSDÓTTIR ráðleggmgar um notkun augnskugga til að hylja yflr andiitsgalla 1. Djúp augu sýnast stærri og koma betur í ljós, sé föllitaður augnaskuggi settur á mitt augnalokið og síðan dreginn á ská upp að augabrúninni og út að gagnauganu. 2. Þannig augnalok gera okkur eldri og þreytulegar. Ljós augnaskuggi á miðju augnalokinu, getur úr þessu bætt. 3. Náin augu gera lítið andlit enn þá minna. Veljið föllitaðan augnaskugga, í sama lit og augun, setjið hann neðarlega á mitt augnalokið (hafið hann ógreinilegan) aukið hann út að gagnaugunum. Látið augnaskuggann þó ekki nema við augabrún- irnar. — Plokkið jafnframt augabrýnnar svo þær vaxi ekki saman. 4. Stór, útstandandi augu, virðast liggja dýpra sé augnskugginn dekkri en augnliturinn. Setjið hann nál. % frá augnkróknum og dragið hann á ská upp að augabrún. 5. Skásett augu verða fallegri, ef augnskuggi, fölur, er settur rétt innan við augnkrókinn og dreginn síðan ákveðnari meðfram augnhárunum. Xeiktíett/ihífar Mörgum krökkum er illa við vett- linga, þeim finnst þau hafa minna vald á hlutunum. En séu tveir fingur frjáls- ir, er öðru máli að gegna. Vettlingarnir eru prjónaðir á 2 prjóna nr. 2V2 og 3, úr grófu ullargarni. Stærð 6—8 ára. 14 1. = 5 cm. á prj. nr. 3. Hægri hendi: Fitjið upp 42 1. á prj. nr. 2% og prjónið 6 cm. brugðningu. Sett á prj. nr. 3 og prjónað slétt. Prjónið þannig: 1. umf. 21 slétt, 1 br., prjónið 3 í næstu lykkju, 1 br., slétt út prjóninn. 2. umf. 1 sl., 17 br., 1 sl„ 3 br., 1 sl., 20 br., 1 sl. Haldið áfram að auka út um 2 1. fyrir þumli innan við 2 brugðnu lykkjurnar í annarri hvorri umf., þar til 54 1. eru á. Prjónið 7 umf. beint á- fram, prjónið samt áfram brugðnu lykkjurnar, endið á brugðnum prjóni. Framhald á bls. 28. 26 FÁLKINN Brúðufötin eru ætluð á um 35 cm. háa brúðu. Sl. = slétt. Br. = brugðið. Útifötin: Efni: 50 g., 4-þætt ullar- garn. Prjónar nr. 2x/2 og 3. Bakið: Fitjið upp 42 1. á prj. nr. 2% og prjónið 4 umf. brugðningu, 1 sl., 1 br. Sett á prj. nr.3 og prjónið 22 umf. Slétt. Fellt af hvoru megin 2X2 1. fyrir handveg. Prjón- ið 12 umf. til viðbótar (34 1. á), fella af fyrir öxl fyrst 3 1. síðan 5 1. hvoru megin. Fellið afganginn af. FramstykkiS: Fitjið upp 26.1. á prj. nr. 2% og prjónið 4 umf. brugðningu. Sett á prj. nr. 3 og prjónið 5 fremstu 1. alltaf slétt (garða- prjónskantur). Fellt af fyrir handveg, þegar jafnsítt og bakið 3 L, 2 1. 1 1. Prjónið 6 umf. með þessum 20 1. Fellið nú 2X2 1. af fyrir innan 5 1. með garðaprjóni. Fellt af fyrir öxl 3 1. og 5 L. Það eru nú 8 1. eftir, fitjið upp 14 1. að hnakka og prjón- ið svo helminginn af hett- unni með þessum 22 1. Prjón- ið garðaprjónskantinn áfram. Aukið út 4X1 L í hnakkann og aukið einnig út 4X1 1- fyrir innan garðaprjónskant- inn í 6. hverri umf.. Þegar prjónaðar hafa verið nál. 40 umf. er fellt af fyrir hnakka 3 L, 4 1. og 8 L. Afgangurinn felldur af í einu. Hitt fram- stykkið prjónað gagnstætt. Ermi: Fitjið upp 28 1. á prj. nr. 2Vz og prjónið 4 umf. brugðningu. Sett á prj. nr. 3 og prjónað slétt. Aukið út 1 1. hvoru megin í 6. hverri umf. 2 sinnum. 'Þeg- ar ermin er nál. 8 cm. löng er fellt af hvoru megin 3X2 1. og 3 1. Afgangurinn felldur af í einu lagi. Hin ermin prjónuð eins. Frágangur: Saumið sam- an, festið 3 smellur í að fram- an verðu. Setjið litla hnappa ofan á smellurnar, svo líti út sem hneppt væri. Buxur: Vídd nál. 28 cm., Sídd 16% cm. Fitjið upp 40 1. á prj. nr. 2V2 og prjónið 4 umf. brugðningu. Sett á pr. nr. 3 og prjónið slétt nema miðlykkjurnar 2 sem eru prjónaðar með garðaprjóni. Prjónið 14 umf., aukið þá út hvoru megin 2X1 L í 3. hverri umf.. Prjónið 2 umf. og takið nú úr 7X1 L í 4. hverri umf.. Þegar síddin er nál. 16 cm, en prjónaðar 4 umf. brugðning á prj. nr. 2%. Fellt af. Hinn helming- urinn prjónaður eins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.