Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 29
var. „Má ég sjá,“ segir Jakob, tekur eplið og bítur í það og gengur í burtu. Þá var ekki hægt að vera vondur leng- ur og hóparnir sættust og hylltu Jakob. Þegar við flugum fyrst út til að keppa var einn okkar ákaflega hræddur við að fljúga. Við gerðum líka í því að hræða hann. Þegar við komum um borð í vélina skreið hann undir teppi og bærði ekki á sér alla leiðina fyrr en yfir Setlandseyjum. Þá fór flugvélin að láta illa, hoppa og þess háttar. Þá stökk vinurinn á fætur og hrópaði. „Sagði ég ekki, sagði ég ekki að þetta færi svona.“ Einn síðasti leikurinn sem ég spilaði var á Akureyri 1959 með Hafnfirðing- unum. Þetta var einhver gestaleikur. Albert Guðmundsson var þá þjálfari Hafnfirðinganna og hann hringir til mín á skrifstofuna fyrir hádegi á laugardag og segir markvörð þeirra veikan ég verði að koma með. Ég verði að koma í hvelli út á flugvöll, hann sé með bún- ing fyrir mig. Ég hringi 1 konuna og segi að ég sé að fara norður á Akur- eyri að spila fótbolta. Hún hló og hélt að ég væri að plata sig eitthvað. Það var ekki fyrr en hún heyrði lýsinguna á leiknum í útvarpinu að hún trúði mér. — Er ekki einkennileg tilfinning að standa í marki? — Jú, það er óviðfelldið stundum. Þetta virðist vera óendanlega stórt og stækka þegar maður nálgast það. Mað- ur verður að engu á milli stanganna. Það er fyrsti skrekkurinn. Sörensen sagði við mig að ég ætti að hafa eld- spýtustokk á borðinu fyrir framan mig og hugsa mér að stokkurinn væri mark- ið. Svo ætti ég að ímynda mér að stokk- urinn væri markið og svo er sótt að. Þá gæti ég séð hvernig bezt væri að loka markinu. Þetta gerði ég. Svo hugs- aði maður og velti þessu fyrir sér fram og aftur. Sumir markmenn hugsa aldrei um staðsetningar, þeir treysta bara á skrokkinn á sér, ef svo má segja. Það er ákaflega óskynsamlegt. Ef þú hefur séð mynd, sem nýlega var sýnd í Tjarn- arbæ og tekið eftir markvei'ði Benifica þá hefur þú séð hvernig markmenn eiga að verja. Hann staðsetti sig frábær- lega í markinu og gekk rólegur á móti þeim og tók boltann án nokkurra láta. Maður hafði það á tilfinningunni að hann gæti staðið þarna með hendurn- ar fyrir aftan bak. Bergur Bergsson í K. R. er einhver skemmtilegasti mark- vörður sem ég hef séð hér. Hann hafði alveg sérstaklega góðar staðsetningar. Eitt var það, sem ég gerði aldrei. Ef boltinn fór inn þá lét ég hann eiga sig. En náði aldrei í hann. Það hefur slæm áhrif á mann að sækja hann þangað. — Hver er uppáhalds markvörðurinn þinn? — Það er Buehloch hinn þýzki. Ég kynntist honum þegar hann kom hingað fyrir stríðið og við höfum alltaf verið vinir síðan. Hann var góður markvörð- ur. Það þarf góðan markvörð hjá 60 milljóna þjóð til að komast 25 sinnum Framh. á bls. 32. Trúlofanir á stórhátíöum EITT ORÐ VIÐ GULLSMIÐ Á loftinu upp af Hressingarskálan- um í Austurtsræti hefur aðsetur sitt Steinþór Marteinsson gullsmiður. Við lítum inn hjá honum árla morguns rétt í þann mund er skrifstofumenn voru að fjölmenna í morgunkaffið. — Er langt síðan þú opnaðir hér vinnustofu? — Nei, það er rúmt ár síðan. — Hvað er langt nám að læra gull- smíði? — Það tekur fjögur ár og þá er tekið sveinspróf. Hlutur er teiknað- ur og smíðaður annað hvort úr gulli eða silfri. Flestir held ég smíði eitt- hvað úr gulli. Meistararéttindi fást svo eftir þrjú ár frá sveinsprófi. — Er langt síðan þú laukst námi? — Eitthvað um tólf ár held ég. Ég lærði hjá þeim Sverri Haraldssyni og Karli Björnssyni. Annar þeirra er nú látinn, en hinn hættur í iðn- inni. — Og hvað er það helzt sem þú framleiðir? — Alla algenga skartgripi. — Og trúlofunarhringa líka? — Já, að sjálfsögðu. — Gengur eftirspurnin eftir slíkum munum ekki í bylgjum? — Jú, það er nú reyndin. Menn gera þetta mest um stórhátíðir. Aðal- hátíðirnar eru áramótin, jólin og 17. júní. — Fólk er kannski að skjóta sig hérna niðri og kemur svo upp til að fá hringana? — Ég veit það nú ekki. Það má vel vera að eitthvað af væntanlegum viðskiptavinum hittist hér niðri. Um það veit ég ekkert. — Þegar þú smíðar hlut, þarftu þá ekki að teikna hann áður? — Ég held að vaninn sé að gera bara lauslegt riss að hlutnum fyrst. Svo verður þetta til í höndunum á manni smátt og smátt. Fullkomin teikning held ég að sé ekki gerð nema undir sérstökum kringum- stæðum. — Eru ekki mikil verðmæti sem liggja í vinnustofu sem þessari? — Jú. Verkfærin eru dýr og svo er lagerinn verðmikill sem maður þarf að liggja með. Það getur verið mikil fjárfesting í þessu. — Ætli séu margir nemar í iðn- inni? — Mér er nú ókunnugt um hve þeir eru margir. Ég veit um þrjá og geri ekki ráð fyrir að þeir séu fleiri. — Þið hafið stéttarfélag? — Já, Félag íslenzkra gullsmiða. Ég held að félagsmenn séu eitthvað á milli fjörutíu og fimmtíu, en þeir eru ekki allir starfandi í iðninni. Margir hafa farið út í annað. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.