Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 28
Kvenþjóðin Framhald af bls. 26. Leikvettlingar Nú er þumallinn prjónaður: 1. umf. 21 sl., 1 br., 13 sl., snúið. 2. umf.: 1 sl., 12 br., fitjið upp 1 nýja 1., snúið. Prjónið slétt á 14 1. næstu 12 umf. Næsta umf.: 2 sl. saman út umf., brugð- ið til baka, slítið garnið frá og dragið spottann gegnum lykkjurnar, fest vel. Látið réttuna snúa upp og festið garnið við þumalinn, takið upp 1 1. við upp- fitjuðu lykkjuna hjá þumlinum og prjónað slétt út prjóninn. Prjónið nú 10 umf. slétt prjón. Nú er hin fingur- totan prjónuð: 1 umf.: 27 1. sl., fitjið upp 1 L, snúið og prjónið 12 1. br. til- baka, snúið og prjónið 14 umf. slétt- prjón með þessum 12 L. Prjónið nú 2 1. saman á næsta prj., brugðið tilbaka; slítið garnið frá og dragið það gegnum lykkjurnar, festið vel. Látið réttuna snúa upp, takið upp 1 L, prjónið 12 umf. sléttprjón, endið á br. prjóni. Fellið þannig af: 1. xuuf.: 1 sL, 2 sl., snúið saman, 10 sl., 2 sl. saman, 1 sl., endur- tekið. 2 umf.: 1 sl., brugðið út prjónum. 3. umf.: 1 sl., 2 sl. snúið saman, 8 sl., 2 sl. saman, 1 sl., endurtekið. 4. umf. eins og 2. umf. Haldið áfram að taka úr á þennan hátt, þar til 24 1. eru á. Fellt af. Vinstri hendi prjónuð eins og sú hægri. Prjónið 1 umf. eftir brugðning- una þannig, svo þumallinn komi rétt: 18 sl., 1 br., prjónað 3 í næstu L, 1 br. 21 sl. Brúðan un hverrar umf., þar til 18 1. eru eftir, fellt af. Hin ermin prjónuð eins. Frágangur: Peysan saumuð saman. Takið upp um 60 1. í hálsinn og prjónið 4 umf. brugðningu. Lokið klaufinni í bakið með 2—3 smellum. Buxur: Fitjið upp 46 1. á prj. nr. 2 og prjónið 2 umf. brugðningu. Prjónið gataröð: 2 1. saman, slegið upp á. Endur- takið út prjóninn. Prjónið aftur 2 umf. brugðningu. Sett á prj. nr. 2% og mynstrið prjónað. Aukið út um 3 1. í 1 umf. Eftir nál. 26 umf. mynstur er fellt af í hvorri hlið 2X5 L, 2X3 L, 2 1. og 2X1 jEruð þér áakrifandi að Fálkaiiun? I 0 E □ □ 0 Ef svo er ekki bá er sínanúraerið 1221o og 'þér fáið blaðið sent um hal. 28 FALKINN 1. Prjónið 2 umf., aukið því næst út á ný 2X1 L, 2 L, 2X3 1. og 2X5 1. Prjónið 26 umf.. Takið 3 1. jafnt úr. Prjónið brugðningu með gataröð í miðjunni. Fellt af. Frágangur: Takið upp 54 I. fyrir hvora skálm og prjónið 4 umf. brugðn- ingu. Saumið buxurnar saman. Dragið teygju í gegnum gataröðina. Iferma 1111 Framhald af bls. 15. lið og einn leikur við það er mér minnis- stæður. Reykjavíkurúrvalið var nærri búið að ná jafntefli við þá en á síðustu mínútunni tókst þeim að skora. Svo var sent lið utan til að endurgjalda þessa heimsókn. Þetta vor hafði ég lokið skólagöngu og var alveg blankur. Svo hafði maður rúið sig inn að skyrtunni á því að fara utan með Val. Ég sá því enga von um að komast utan með úrvalsliðinu. Svo er það einn daginn, að ég er að grafa skurð í Ingólfs- stræti, að það er bankað í bakið á mér. Þar er kominn Hilmar Thors, sem þá var formaður knattspyrnuráðsins. Hann bað mig að koma til sín á skrifstofu Kveldúlfs daginn eftir. Erindi hans þá var að gefa mér tíu sterlingspund. „Þú verður endilega að fara út, Hermann minn,“ sagði hann og rétti mér pening- ana. Þetta var ekki svo lítill peningur í þá daga. Þetta var mjög skemmtileg ferð. — Og svo fórstu aftur til Þýzkalands. — Já, ég fór aftur 1939. Árið áður hafði komið hingað þýzkt lið og var ekki lakara en liðið ’35. Það var ákveð- ið að það lið sem stæði sig bezt gegn Þjóðverjunum færi utan næsta haust að endurgjalda heimsóknina. Það er ekki að orðlengja það, að Valur gerir jafntefli við þetta lið. Það er einhver sá skemmtilegasti leikur, sem ég man eftir. Og svo fórum við utan haustið ’39 og einn daginn er komið stríð. Þá átt- um við eftir að spila tvo leiki. Þeir sögðu okkur bara að bíða meðan þeir væru að klára stríðið það mundi ekki taka langan tíma fyrir þá. Já, það var skrítið að vakna þennan haustmorgun í Þýzkalandi. Um morguninn þegar við vöknuðum voru alls staðar marserandi hermenn á verði. Hann Lolli vinur okk- ar, sem kallaður var kötturinn, ætlaði út í sjoppu að kaupa sígarettur. Þegar hann kom í anddyrið stóðu þar fyrir tveir hermenn með alvæpni. Kötturinn hélt að þetta væri bara grín og stjakaði þeim til hliðar og skauzt út. Þá munaði litlu að hann væri skotinn. Það var sterk sól inn um gluggann og Hermann stóð á fætur og dró glugga- tjöldin fyrir. Svo settist hann aftur og' hélt áfram. — En ef þú spyrð mig um skemmti- legustu utanförina þá var það með K. R. til Noregs 1949. Við vorum lánsmenn í þessari för Ríkharður Jónsson frá Akranesi og ég. Þetta var mjög skemmtileg ferð og í henni kynntist maður K. R.-ingum og það voru ánægju- leg kynni. Okkur gekk vel í þessari ferð en minnisstæðastur verður leikur- inn 1 Hamar. Þegar við komum þangað og við Rikki förum að athuga lið and- stæðinganna, kemur í ljós að í því eru hvorki meira né minna en 7 landsliðs- menn og markvörðurinn einhver sá al- sprækasti um þær mundir á Norður- löndum. Þeir Hamarsmenn höfðu þá boðið þessum köppum öllum til leiks- ins. Jæja, við tókum þessu rólega fórum í nudd og lögðum okkur fyrir leikinn og vorum vel fyrir kallaðir þegar leik- urinn hófst. Okkur Rikka fannst við standa í þakklætis skuld við K. R.-ing- ana og þegar við göngum inn á völlinn segir Rikki. ,,Nú skal ég gera minnst þrjú mörk.“ „Þá held ég hreinu,“ sagði ég. Svo hófst leikurinn og var alveg súper leikur af okkar hálfu. Oft hefur maður séð Rikka góðan en sjaldan eins og þarna. Hvert „gegnumbrotið“ á fæt- ur öðru og í hálfleik var staðan 5—0 fyrir okkur. Þá var það að Hörður Óskarsson sagði þessa gullvægu setn- ingu. „Strákar eigum við ekki að fara að spila?“ í seinni hálfleik komu Norð- mennirnir tvíefldir inn á völlinn og maður hafði nóg að gera. Rikki stóð vel við sín loforð en ég gat ekki staðið við mitt. Leiknum lauk 6—-3 fyrir okk- ur. Það var í þessum leik, sem Daníel, vinur minn djarfi, sem seinna fór í Þrótt, skaut niður dómarann. Hann átti fyrir því, dómarinn, sögðu blöðin dag- inn eftir og birtu myndir þar sem Daníel var að stumra yfir honum. — Er ekki margra félaga að minnast á þessum langa tíma? — Jú, þeir eru margir félagarnir, sem maður minnist. Sérstaklega sam- herjar úr Val. Við gjörþekktum hvern annan og vissum alltaf hvenær mann- inum væri að treysta. Það var mikið um góða söngmenn í liðinu og oft sung- um við Valssönginn áður en við fórum inn á völlinn. Mótspilararnir hafa sagt mér það að það hafi verið annað en skemmtilegt og uppörfandi að heyra þann söng. Einn okkar orti gamanvísur og var gott skáld. — Varekki mikill rígur milli félaga? — Jú, ákaflega mikill og hann ill- skeyttur stundum. Það er sem betur fer nær horfið. Það var ekki óalgengt að lenda í grjótkasti þegar maður var í yngri flokkunum. Ef maður var óánægður með dómara var ekki óal- gengt að hann væri tekinn í gegn niður í bæ að leik loknum. Þegar Víkingarnir höfðu tapað með átta og níu marka mun sögðu þeir alltaf að þeir ættu bezta dómarann. Þeir áttu Guðjón Ein- arsson. Stundum var slegist á böllum. Einu sinni man ég að við vorum nokkrir Valsmenn á balli í Iðnó. Einhver okkar hafði fengið sér epli og þegar hann er að fara að borða það kemur K. R.-ingur og tekur af honum eplið. Þetta var að sjálfsögðu nóg til þess að allt fór í bál og brand. Þá var í Iðnó lögregluþjónn, sem margir kannast við, Jakob, stór og mikill. Hann kemur í þvöguna og spyr hvað gangi á. Honum er sagt eins og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.