Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 36
Babýlon Framh. af bls. 33. martre, fánýtt og kjánalegt sukk og svall. Skyndilega gerði hann sér grein fyrir merkingu orðsins „upplausn“ —- hverfa í tómið, að gera ekkert úr ein- hverju. f þá daga var það þrekvirki að slaga frá einni kránni til annarar og þeim mun fyllri sem menn urðu, þeim mun dýpra sukku menn, — þeim mun meiru var eytt. Hann minntist þúsund franka seðla sem hljómsveitin hafði fengið fyrir að leika eitt einasta lag, hundrað franka seðla, sem fleygt var í dyravörð fyrir að ná í leigubifreið. Þetta hafði verið tilgangslaust brjál- æði. Ógrynni fjár hafði verið sóað í þeim tilgangi að kaupa sér gleymsku, — til að gleyma því eina sem var þess virði að vera munað — barninu sem hafði verið tekið frá honum, konunni sem hvíldi í friði í kirkjugarði Vermont. Hryggur í huga tók hann sér leigu- bifreið heim að hótelinu. Það var bjartur og fagur haustmorg- unn, er hann vaknaði daginn eftir. Þunglyndi hans var horfið sem dögg fyrir sólu, honum geðjaðist að fólkinu, sem hann sá á götunni. Um tólfleytið sat hann á Le Grand Vatel með Honoriu fyrir framan sig, en þetta veitingahús var það eina, sem ekki minnti hann á kampavínsveizlur og hádegisverðarboð, sem hófst klukkan tvö og ekki var lokið fyrr en borgar- arnir voru gengnir til náða. — En grænmeti? Viltu ekki fá þér eitthvað grænmeti? — Jú, kannski. — Ágætt, hér á matseðlinum stend- ur bæði épinards og choufleur og gul- rætur og hreðkur, sagði hann. — Mig langar í gulrætur, sagði hún. Þjónninn lét, sem hann ætti hvert bein í henni. — En hvað sú litla er sæt! Hún talar líka frönsku eins og innfædd! — En eftirmat? Eigum við að bíða og sjá til? Þjónninn gekk á braut. Honoria leit eftirvæntingarfull á föð- ur sinn. — Hvað hefurðu hugsað þér að gera í dag? — Fyrst skulum við fara í leikfanga- búð í Rue Saint-Honoré og kaupa það, sem þig langar í. Eftir það skulum við fara í sirkus í Empire-leikhúsið. —- Hún hikaði andartak. — Mig lang- ar í sirkus, en ekki í leikfangabúðina. — Hvers vegna ekki? — Þú ert búinn að gefa mér brúðu, og svo á ég líka fullt af leikföngum. Við erum heldur ekki rík lengur, er það? — Það höfum við aldrei verið, en í dag máttu fá það, sem þig langar í. — Allt í lagi, sagði hún í uppgjafar- tón. Þegar hún hafði haft móður sína og franska barnfóstru, þá hafði hann verið strangur faðir. En nú varð hann að leika hlutverk sitt allt öðruvísi: Hann varð að vera henni bæði faðir og móðir og gæta þess að særa hana ekki á neinn hátt. — Ég vil gjarna kynnast yður, sagði hann alvarlegur. — Má ég kynna mig fyrst. Nafn mitt er Charlies J. Wales, búsettur í Prag. — Ó, pabbi! Rödd hennar var gáska- full. — Og hver eruð þér? Hún iék hlutverk sitt með prýði. — Honoria Wales, Rue Palatine, Paris. — Gift eða ógift? — Ekki gift. Ógift. Hann benti á brúðuna. — En ég sé, að þér eigið barn. Ekki var hún fús að neita því og þrýsti henni að sér og sagði: — Já, ég var gift, en ég er það ekki lengur. Maðurinn minn er dáinn. Hann hélt áfram: — Og hvað heitir barnið? — Simone. Hún heitir í höfuðið á beztu vinkonunni minni í skólanum. — Mér þykir mjög vænt um, að þú skulir standa þig vel í skólanum. — Ég var númer þrjú í bekknum mínum í þessum mánuði, skrökvaði hún. — Elsie var númer átján, og Richard er einn af þeim lélegustu. Þyk- ir þér ekki vænt um Richard og Elsie? — Jú, mér geðjast mjög vel að Richard og reyndar Elsie líka. Hann spurði snöggt: — Og Marion frænka og Lincoln frændi — hvoru þeirra geðjast þér betur að? — Lincoln frænda, held ég. Umbúðapappír Höfum fyrirliggjandi umbúðapappír í rúllum, sem við getum prentað á í tveim litum. Talið við okkur og sjáið sýnishorn og veljið mynztur eftir eig- m geðþótta. ANILmPBENT H.F. Sími 11640. 36 FÁLKINN Charlie var mjög snortinn af persónu- leika hennar. Þegar þau gengu inn salinn stakk fólk saman nefjum og hvíslaði. „En hvað hún er sæt,“ og með- an þau sátu við borðið starði fólk á hana eins og hún væri skrautblóm í vasa. — Mér þykir gaman að vera með þér, pabbi, sagði hún skyndilega. Hvers vegna á ég ekki heima hjá þér? Er það vegna þess að mamma er dáin? — Þú verður að vera hérna og læra meira í frönsku. Pabbi hefði átt í erfið- leikum með að búa svona vel að þér, sagði hann. Þegar þau gengu út úr veitingahús- inu rakst hann óvænt á mann og konu. — Nei, svo sannarlega! Er þetta ekki Wales karlinn! — Góðan daginn, Lorraine . . . Dunc, sagði Charlie. Afturgöngur frá fortíðinni: Duncan Schaeffer, vinur úr háskólanum og Lorraine Quarrles, lagleg, ljóshærð, um það bil þrítug. Ein af þeim, sem hafði hjálpað til að drepa tímann á því tímabili fyrir þremur árum, er allir veltu sér í peningum. — Maðurinn minn gat ekki komið með í ár, sagði hún, sem svar við spurn- ingu hans. — Við erum fátæk eins og kirkjurottur. Hann lét mig hafa tvö hundruð dollara á mánuði, og ég verð einhvern veginn að skrimta af því. . . Er þetta litla dóttir þín? — Hvers vegna kemurðu ekki bara inn með okkur og sezt, stakk Duncan upp á. — Það get ég ekki því miður. Hann var feginn því að hafa afsökun á tak- teinum. Hann fann ennþá aðdráttarafl Lorraine, en nú var hugsanagangur hans öðruvísi. — Hvers vegna borðarðu þá ekki með okkur miðdegisverð, sagði hún. — Ég er upptekinn í kvöld. Láttu mig hafa heimilisfangið Þitt, — þá get ég þringt til þín. — Charlie. Ég held bara að þú sért ódrukkinn, sagði hún. — Svei mér þá, hann er ódrukkinn, Dunc. Klíptu hann í handlegginn til þess að ganga úr skugga um það. Charlie kinkaði kolli til Honoriu. Þau fóru að hlæja. — Hvar býrðu? spurði Duncan tor- trygginn. Hann hikaði eitt augnablik. Hann hafði ekki minnstu löngun til þess að segja þeim nafnið á gistihúsinu. — Ég er ekki búinn að koma mér fyrir ennþá. Ég skal hringja til ykkar. Við erum að fara til þess að sjá sýning- una á Empire. — Sirkus! En gaman. Þangað vil ég líka fara. — Mig langar til þess að sjá loftfimleikamennina og hestasýningarn- ar. Það er einmitt það, sem við ættum að gera, Dunc! — Við þurfum fyrst að sinna dálitlu, sagði Charlie. — Kannski við hittum ykkur þar. — Allt í lagi, monthaninn þinn ... Adieu, sæta litla stúlka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.