Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 30
llörniii fanoða ... j Framhald af bls. 11. i___________________________________ — Vera ívanovna .... Hún beygði sig, setti fram annan fót- inn og stövaði sig með erfiðismunum. — Hvað er nú, Gúsakova? — Ég sagði, að ég ætlaði að fara að ná í nefið, en Mínaéff sagði, að það þyrfti ekkeft nef, og ég sagði, að þeir hefðuð sagt það og hann sagði að hann ætlaði að drepa mig ... Hvað átti að gera við þessa litlu stúlku, svo þreytandi sem storminn? Hvorki gulrófunef né kolaaugu, né silkivarir hæfðu snjókarli Mínaéffs, en öll gleði Gúsakovu var bundin við gul- rótarnefið. Það var bezt að skilja þau að: Gúsakova skyldi hnoða snjó með Rastorgúévu, og Mínaéff með Bérjozk- ín. Þessi góðlyndi, hrausti strákur var fæddur til að vera hjálparmaður, og hann mundi lúta Mínaéff af frjálsum vilja. Og það reyndist rétt. Bérjozkín var gull af manni. Hann kinkaði sínum stóra kolli og fór strax yfir til Mínaéffs. En það þurfti örlítið að ræða við Rastor- gúévu. Hún var ekki á móti Gúsakovu, en hver fengi gulrótarnefið? .... Eftir langa samninga var afráðið, að Gúsa- kova skyldi fá gulrótina. Ekkert lát var á ísköldum, nístandi vindinum frá Moskvuánni. Var enn löng stund eftir að norpa? Undir káp- unni, í brjóstvasanum á golftreyjunni, tifaði stórt, gamaldags karlmannsúr. Faðir Veru ívanovnu hafði alltaf borið það í vestisvasanum, allt frá því hún mundi fyrst eftir sér. En nú var gamli maðurinn kominn á ellilaun, hann þurfti ekki að flýta sér framar. Úrið á brjósti hennar mældi tímann jafnt Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykja- víkur. BLAÐE) DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7 og dapurlega. Veru ívanovnu fannst, sem þar slægi frosið hjarta hennar. Til þess að ná upp úrinu þurfti hún að hneppa frá sér kápunni, losa um háls- klútinn; eftir því beið vindurinn. Nei, þá var betra að bíða svolítið enn. En það var samt sem áður hræðilega kalt, og stöðugt leituðu angurværar hugsanir á Veru ívanovnu. Hún hugsaði um það, hversu erfið vinnan væri, að of mikið væri að hafa þrjátíu börn í hóp, að skyndilega yrði henni ofvaxið ... Yfir völlinn kom maður gangandi gegn veðrinu. Einkennilegt hvað hann var líkur Kostju, í sams konar leður- úlpu, loðhúfunni tyllt á hnakkann, vatt- fóðraðar buxur, troðnar niður í hné- stígvélin. Já, þetta var líka enginn annar en Kostja. — Ver .... — sagði hann ófram- færnislega um leið og hann gekk nær. — Ég gekk hérna framhjá . .. — Ertu alveg frá þér! Ég er að vinna. Farðu héðan og það strax! — Já, en Vera . .. Vera ívanovna sneri sér undan, stolt og ströng, og gekk á brott. — Ég kem eftir vinnutíma, — kall- aði Kostja á eftir henni. Vera Ivanovna svaraði engu. Hann beið hvort sem var eftir henni hvert kvöld við barnaheimilið. Það brakaði í snjónum og skóhljóð hans dó út. Vera ívanovna horfði um öxl. Kostja gekk burt eftir vellinum, það var eins og hann togaði stígvélin upp úr snjónum í hverju spori. Það var einkennilegt, hve þessi sterki, laglegi og einbeitti maður var undirgefinn henni, sem var svo lítil og kulvís. — Vera ívanovna, gefið mér nefið núna! — bað Gúsakova. — Og okkur! ... Og okkur! ... — tóku aðrar raddir undir. Hvert sem litið var bar snjókarla fyrir augu. En þeir voru að vísu ennþá blindir, mál- lausir og neflausir. Vera ívanovna opn- aði töskuna og deildi út gulrótunum, kolamolunum og silkibútunum. Stærstu gulrótina gaf hún Gúsakovu. Börnin hlupu hvert í sína átt. í töskunni varð eftir ein gulrót, tveir kolamolar og rauður silkibútur. Vera ívanovna gekk til Mínaéffs og heyrði álengdar skipandi hróp hans: — Ekki hingað, bjáninn þinn! ... Til hægri! . . . Bérjozkín, sem hafði ýtt undan sér gríðarstórri snjókúlu með annarri öxl- inni, leit nú upp svo skein í þrifalegt, milt andlit hans, andvarpaði og fór möglunarlaust að velta snjókúlunni í þveröfuga átt. — Hvernig gengur, krakkar? — spurði Vera ívanovna. — Bráðum för- um við heim. Mínaéff leit á hana annars hugar, eins og hann skildi ekki strax, hvað þessi leiðinlega kerling vildi honum. — Það gengur ... — muldraði hann önuglega og hélt áfram að vinna. Vera ívanovna varð gripin hryggð og gremju,. þegar hún leit á klunnalega og óskiljanlega mynd Mínaéffs: Það var engin leið að sjá, hvar var höfuð, hvar voru hendur, hvar fætur. Hún horfði með athygli, öðru hvoru virtist, sem brygði fyrir einhverri dapurlegri mynd, en hún hvarf jafnharðan, án þess að taka á sig form. En samt var hér ein- hver hugmynd, og hana langaði til að geta upp á henni. — Heyrðu Mínaéff, hvað er þetta? — Námumaður, — svaraði Mínaéff dræmt. — Hefur þú séð námumann? — Þegar ég var lítill þá bjuggum við í Gorlofku . .. Vera ívanovna horfði enn einu sinni á snjókarlinn. Þá var sem hún greindi samfesting og derhúfu námumannsins, slútandi yfir álútt andlit. Já, þarna var skriðbytta. Og hversu undarlegir voru ekki fæturnir, það var því líkast, að þeir yxu niður úr handarkrikunum. Nei, . . . þetta voru ekki fæturnir. Það voru hendurnar, kraftalegir hnefarnir krepptir. — En hvar eru fæturnir? — Þarna! — Mínaéff benti með fingri til jarðar. — Hann er að koma upp úr námunni. — Námumenn fara upp í lyftu. Þú hefur líklega gleymt. .. — Gleymt? ... — pírð svört augun horfðu reiðilega á fóstruna. — Hann pabbi minn var námumaður. Auðvitað á ekki að spyrja að því, það er beinlínis bannað að spyrja börn að því, en hún gat ekki á sér setið: — En hvar er faðir þinn? — Þarna! -—- Mínaéff benti aftur á jörðina. — Hann varð þar eftir. „Nei, hann varð þar ekki eftir! — hrópaði rödd hið innra með henni. Því að nú sá hún hið óhönduglega, ótamda og fagra verk Mínaéffs: Maður þrýstir hnefunum í jörðina, bítur um handfang 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.