Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 10
SMÁSAGA EFTIR JÚRÍ NAGÍBÍN ÞÝÐING: ARNÓR HANNIBALSSON MYNDSKREYTING: RAGNAR LÁR Börnin ganga eftir göt- unni. Þrjátíu börn trítla áfram í tvöfaldri röð. Við hlið þeirra gengur fóstran. Hún gæti næstum verið ein af hópnum, svo er hún lítil, ung og tággrönn. Hún er bein í baki og hnarreist, eins og allar litlar konur. Grann- leitt andlitið lýsir áhyggjum og einbeitni. Það er erfitt fyrir fóstru, sem hefur að- eins verið tvær vikur í starf- inu, að leiða börn eftir göt- unni. Heimur götunnar er fullur af freistingum og ginnandi hlutum: Dúfur, hestar bílar, íssölukonur, blöðrusalar, byggingakranar, snjómokstursvélar — allt eru þetta hættulegir óvinir, sem geta slitið röðina á einu augnabliki. En mest óttast hún fíla. Þá verður ekki við neitt ráðið. Á barnaheimil- inu er ennþá sögð hörmuleg saga um fóstru, sem missti allan hópinn út úr höndum sér, þegar hún mætti tömd- um fíl, sem gekk eftir göt- unni. Sá var í dýraflokki Dúroffs. En það er gott, að fílar hittast sjaldan fyrir á götum Moskvu. Ýmislegt verður fóstrunni til hjálpar á götunni. Þegar börnin koma að krossgötum, hefur lögregluþjónninn upp prik sitt, gult ljós kviknar á götuvitunum í öllum fjór- um áttum, og öll umferð stöðvast. Þá nema staðar leigubifreiðar, sem ætíð eru of seinar, einkabílar með hina mikilvægu farþega sína, strætisvagnar og spor- vagnar, yfirfylltir fólki að flýta sér úr eða í vinnu. Hvíti mjólkurbíllinn, sem flytur okkur mjólkina stanz- ar. Stóreflis vörubíll með háum geymi á pallinum og jafnvel agnarlítil öryrkja- kerra nemur staðar. Maður með gleraugu kemur æðandi á mótorhjóli, en stanzar, hallar hjólinu á hliðina og styður sig við jörð með öðr- um fætinum. Járnlíkamar vélanna eru spenntir af 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.