Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 27.03.1963, Blaðsíða 16
, íitjjftffihHáw.. Charlie spurði: — Hvar er Campbell? -— Farinn til Sviss. Hann á í mikl- um erfiðleikum, hr. Wales. — Það var leitt að heyra. George Hardt? — Farinn heim til Ameríku, til þess að vinna. — Hvað er orðið af Kokain-Joe? — Hann var hérna í síðustu viku. Schaeffer, vinur hans, er að minnsta kosti í París. Þeir voru aðeins tvö þekkt nöfn á langa listanum, yfir síðasta hálft annað ár. Charlie hripaði niður heimilisfang í minnisbók sína og reif síðan blaðið úr. — Ef þér hittið Schaeffer, viljið þér þá vera svo góður að færa honum þetta, sagði hann. — Þetta er heimilisfang mágs míns. Segðu honum, að ég hafi ekki ennþá leigt mér herbergi á neinu hóteli. Innst inni hafði hann ekki orðið fyr- ir vonbrigðum með fjarvistir kunningj- anna í París. En kyrrðin í Ritz-barnum var undarleg og ógnvekjandi. Honum leið eins og kurteisum ferðamanni, bar- inn var ekki lengur amerískur, honum fannst hann ekki eiga heima þarna. Andrúmsloftið var aftur orðið franskt. Þegar hann gekk eftir ganginum heyrði hann aðeins þreytulega rödd í kvennasnyrtiherberginu, sem áður var ávallt þétt setið. Hann vatt sér inn á barinn. Þar var aðeins ein hræða sem sat í horninu og gaut hornauga til hans. Charlie spurði eftir yfirbarþjóninum, Paul, sem hafði auðgazt vel á vinnu sinni að undanförnu og komið akandi til vinnu sinnar í eigin bíl. í dag var Paul í sumarbústað sínum. Það var Alix, einn af hinum barþjón- unum, sem sagði honum það. — Nei, þökk fyrir, ekki meira, sagði Charlie. —- Ég fer hægt í sakirnar með vínið sem stendur. Alix óskaði honum til hamingju. — Þú varst nú ekki að hafa fyrir því fyrir nokkrum árum síðan. — Það er nú bráðum liðið eitt ár síðan ég tók upp á því, sagði Charlie. — Hvernig leizt þér á ástandið í Ameríku? — Ég hef ekki verið þar í fleiri mán- uði. Ég rek mín viðskipti í Prag og læt ekkert að mér kveða þarna hinum megin. Alix brosti. Charlie hélt áfram: — Manstu eftir kvöldinu, sem við héldum kveðjuhófið fyrir George Hardt hérna á Ritz? Hvað er annars orðið af Claude Fess- enden? Alix sagði í hálfum hljóðum. — Hann BABÝLON SMÁSAGA EFTIR F. SCOTT FITZ GERALD FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.